Getur skapað skemmtileg orðaskipti.

Í lok fjölmenns fundar um flugvallarmál á Hótel Nordica í kvöld tók ég tal við nokkra vini mína, sem þar voru staddir.  

Fundurinn var boðaður með stuttum fyrirvara og ég var á meðal þeirra sem höfðu átt fullt í fangi með að koma vegna annarra verkefna.

Þegar við ræddum þetta og bárum saman bækur okkar upplýsti ég að þessi flugvallarfundur kæmi beint í kjölfarið á 200 manna baráttufundi náttúruverndarfólks við Gálgahraun í tilefni af ársafmæli stórkarlalegrar og fáránlegar lögregluaðgerðar þar sem ekki dugði minna en stærsti skriðdreki landsins og 60 víkingasveitarmenn búnir kylfum, handjárnum og gasbrúsum til að gera atlögu að 25 gamalmennum og skólanemum sem sátu í hrauninu til að njóta íslenskrar náttúru.

Ég var spurður hvort lögreglan hefði ekki þá komið á staðinn í dag, fyrst svona miklu fleiri voru þar í nú en fyrir ári.

"Nei", svaraði ég, "en í tilefni dagsins voru lögreglunni gefnar 150 vélbyssur til þess að nota á okkur næst."  


mbl.is „Þetta er drápstæki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.10.2013:

"Í framhaldi af undirritun meðfylgjandi samkomulags milli ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group munu ríki og Reykjavíkurborg vinna í samræmi við áður undirritaða samninga.

Undirbúningur eftirfarandi verkefna mun þegar hefjast:
"

"... ii) Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári [2013]. ..."

"iii) ... Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endurbyggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má."

Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)

Þorsteinn Briem, 21.10.2014 kl. 23:54

2 identicon

Steini minn þú misstir af stór góðum og fræðandi fundi í kvöld.

Ásamt Hjálmarii Heimspekingi, formanni samgöngunefndar. Sóleyju frá vinsti grænum og fleirum. Dagur mætti í lok fundar í flugu líki og missti að mestu af framsögunni hjá afar athyglisverðum, fræðandi og faglegum fyrirlesurum sem voru með staðreyndirnar á hreinu.

Alt bullið úr þér af bloggi Ómars í gær Enn hægt að bjarga "neyðarbrautinni" í horn. .  var hrakið.  Og rekið til föðurhúsanna.

Þar sem meirihlutinn virðist hafa misst af álitum fagaðila í þessu mikilvæga máli þá legg ég til að meirihluta borgarstjórnar og þér verði send upptaka af fundinum. (hann var tekinn upp)  

P/S Farðu svo rétt með. Textinn hljómar svona! 

 



  1. Aðilar fylgi eftir auglýstu deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir stækkun alþjóðlegu flugstjórnarmiðstöðvarinnar í Vatnsmýri, enda er starfsemi hennar óháð staðsetningu innanlandsflugs, sbr. yfirlýsingar Isavia.

  2. Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og að tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári. Samtímis skal endurskoða núgildandi skipulagsreglur fyrir Reykjavíkurflugvöll til samræmis.

  3. Þegar lokun NA/SV brautarinnar hefur verið staðfest verða ný lendingarljós tekin í notkun í samræmi við breytt deiliskipulag og nauðsynlegur fjöldi trjáa í Öskjuhlíð felldur í þágu flugstarfseminnar. Aðilar leiti þó sameiginlega leiða til að milda sjónræn áhrif hinna nýju lendingarljósa frá fyrirliggjandi tillögum og takmarka fellingu trjáa í Öskjuhlíð. Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endurbyggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má.

     


arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 22.10.2014 kl. 00:31

3 identicon

Fjórði tengill sumra á sama skjalið á einum og hálfum sólarhring. Hlýtur að vera merkilegt skjal og líklega best Fyrir Ómar að fara að lesa það svo það þurfi ekki endalaust að senda honum þennan tengil...

ls (IP-tala skráð) 22.10.2014 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband