"Túrbínutrixin" í Gálgahrauni og Vatnsmýri.

Fyrir ári var sagt að engan tíma mætti missa við framkvæmdir við Álftanesveg vegna þess hve hann væri hættulegur, hve umferðin um hann væri orðin allt of mikil og að þarna væri að rísa 15 þúsund manna ný byggð. 

Þess vegna væri ekki hægt að bíða eftir því að útkljá þau dómsmál og kærumál sem í gangi væru, heldur yrði að byrja strax.  

Svo mikið þótti liggja við að stærsta jarðýta landsins var látin djöflast eftir endilöngu hrauninu og umbylta því sem allra mest með aðstoð 60 manna lögreglu. Vinna eins mikil og óafturkræf spjöll á hrauninu og mögulegt væri á sem allra skemmstum tíma. 

Um þessar mundir bregður hins vegar svo við að lítið sem ekkert virðist vera unnið við vegagerðina.

Allt í einu liggur ekkert á.

Sömu húsin, sem standa við núverandi Álftanesveg og voru auð í fyrra, standa ennþá auð.

Ekkert bólar á nýju stóru byggðinni sem átti að vera í heild næstum því jafn fjölmenn og Hafnarfjörður.

Enda kom í ljós við athugun að núverandi Álftanesvegur alls ekki hættulegasti vegarkaflinn á höfuðborgarsvæðinu heldur eru um 20 aðrar vegarkaflar með meiri slysatíðni.

Umferðin um veginn er enn svipuð og verið hefur, um 6000 bílar á dag, en samkvæmt viðmiðum í vegagerð er ekki ástæða til að breikka veg upp í 2 plús 1 fyrr en umferðin er orðin 15000 bílar.

Hin rosalega umferð var uppspuni einn.  

Við blasir að djöfulgangurinn í fyrra var "túrbínutrix" (sú aðferð stjórnar Laxárvirkjunar 1970 að kaupa strax stórar túrbínur í margfalt stærri virkjun áður en búið var að ganga frá þeim atriðum sem fyrst þurfti að klára).  

Svipað virðist vera freisting fyrir þá sem vilja Reykjavíkurflugvöll í burtu. Áður en Rögnunefndin er búin að ljúka sínu starfi virðist stefnt að því að eyðileggja notagildi flugvallarins á ýmsan hátt þannig að menn standi frammi fyrir gerðum hlut, rétt eins og var með túrbínurnar frægu hér um árið.  

Það er sérkennileg tilviljun að einmitt þessa dagana skulum við minnt á túrbínutrixin skæðu í þessum tveimur málum.  


mbl.is Brjóti gegn anda flugvallarsamkomulags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.10.2013:

"Í framhaldi af undirritun meðfylgjandi samkomulags milli ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group munu ríki og Reykjavíkurborg vinna í samræmi við áður undirritaða samninga.

Undirbúningur eftirfarandi verkefna mun þegar hefjast:
"

"... ii) Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári [2013]. ..."

"iii) ... Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endurbyggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má."

Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)

Þorsteinn Briem, 22.10.2014 kl. 02:44

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Ómar, takk fyrir þarft inlegg á fundinum góða um Reykjavíkurflugvöll í gær.

Ívar Pálsson, 22.10.2014 kl. 08:44

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Slysin á Álftanesvegi eru sennilega flest þegar tekið er tillit til aðstæðna. Þarna eru fá vegamót og slysin ekki vegna þeirra. Vegurinn er hins vegar mjór, hlykkjótur og með blindhæðum. Þar verða slysin.

Ástæðan fyrir töfum nú veit ég ekki en að það liggi allt í einu ekkert á, er söguskýring "taparans".

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.10.2014 kl. 09:24

4 identicon

Tengill nr. 5 og ekki komnir tveir sólarhringar!

ls (IP-tala skráð) 22.10.2014 kl. 10:01

5 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þú veist örugglega núna að suðan í þjóðfélagskatlinum  er orðin það há að hættumörk er fyrir löngu yfirskriðin og að búast megi við ansi róttækum aðgerðum frá okkar vinnandi fólki í landinu. Ekkert lýðræðisland í okkar heimsálfu hefur látið svona ruddaskap yfir sig ganga án þess að steypa ríkisstjórn viðkomandi lands. Rúmeníutrixið er ansi rálægt núna.

Eyjólfur Jónsson, 22.10.2014 kl. 11:12

6 identicon

"Um tuttugu til þrjátíu lögreglumenn eru nú staddir í Gálgahrauni en svo virðist sem vegaframkvæmdir við nýjan Álftanesveg eigi að hefjast þar í dag. Reynir Ingibjartsson formaður Hraunavina, sem hafa mótmælt aðgerðinni, sagði í samtali við Vísi að hann hafi verið borinn út af framkvæmdasvæðinu og skipað...." http://www.visir.is/logreglumenn-fjarlaegja-motmaelendur-i-galgahrauni/article/2013131029914

Og eitt ár í viðbót mun fjölga lögreglumönnum í huga hraunheila í 150, ókomin byggð stækkar í stærð reykjavíkur og Gamli Álftanesvegurinn svo öruggur að fólk ók hann sér til heilsubótar. Túrbínu hvað? Ímyndanir og ýkjur hraunheila ganga á öllum 8 með forþjöppu og nítró. Aðal áhugamál Ómars virðist ansi oft vera sögufölsun.

Vagn (IP-tala skráð) 22.10.2014 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband