Nær aldargamalt deiluefni hér á landi.

Á fyrstu árum fullveldisins sóttu kommúnistar og róttækir verkalýðssinnar mjög í sig veðrið hér á landi og átök á milli þeirra og lögreglu urðu tíð. Í kjölfar hinna hatrömmu átaka um útlenda drenginn, sem Ólafur Friðriksson kom með til landsins vildu margir að lögreglan yrði efld á sem víðtækastan hátt. 

Á kreppuárunum urðu þessi átök algengari og hatrammari og stjórnmálamenn deildu um hve langt ætti að ganga í því að efla lögregluna, enda var harðsnúinn hópur innan raða kommúnista sem taldi að til greina kæmi að ná völdum með ofbeldi til að framkalla byltingu.

Þá, eins og nú, kom af og til upp álitaefnið um það hve langt ætti að ganga í því að vopna lögregluna og eins og nú virtust hægri menn öllu hrifnari af vígbúnaði lögreglunnar en aðrir. 

Svipað virðist þetta vera í Bandaríkjunum þar sem hægri menn eru hlynntari almennri byssueign og sterkri og öflugra lögregluvaldi og ríkisvaldi en aðir.  

Þrátt fyrir öll stóryrðin kom þó aldrei til þess þegar ófriðlegast horfði á árunum 1930 til 1950 að byltingarróttæklingar reyndu beitingu ofbeldis til að ná völdum hér á landi, en sagnfræðingar eru ekki á einu máli um það hve litlu munaði að þetta yrði framkvæmt eða hve langt þeir hörðustu voru raunverulega tilbúnir að ganga.

Síðan 1999, þegar íslenskir ráðamenn stóðu fyrir því að NATO æfði sig í viðbrögðum við ógn við íslenska ríkið á þann hátt að æfa beitingu öflugustu orrustu- og sprengjuþotna heims gegn náttúruverndarfólki á hálendi Íslands virðist hin gamla tilhneiging sumra íslenskrar ráðamanna til að heimta aukinn vígbúnað lögreglunnar vera komin hressilega á kreik að nýju.

Trúin á mátt vopnanna í samfélaginu hefur beðið skipbrot í Bandaríkjunum. Það hafa vopn kallað á vopn og hvergi í vestrænum ríkjum eru fleiri drepnir með vopnum og hvergi er ótti við ógn vopnanna meiri.

Eitt af fjórum tegundum frelsis sem Roosevelt Bandaríkjaforseti boðaði að sækja skyldi eftir, er frelsi frá ótta og í ljósi þess er ástandið í Bandaríkjunum enn nöturlegra en ella.

Undarlegt er að sumir þeirra sem réttilega gagnrýndu harðlega lögregluríki í alræðisrikjum kommúnista á dögum Kalda stríðsins virðist nú vera hlynntir því að innleiða vígbúið lögregluríki hér.  

 

  


mbl.is „Vopn kalla á vopn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allir íslendingar eru orðnir vanir svona stjórnsýslu -- sem er eins loðin og óljós og hugsast getur. Hví ættum við að furða okkur á einræðisákvörðunum sem þessum? 

Við erum með heimsmetið í að finna upp ferkönntuð stjórnsýslu-hjól, en frá sjálfstæði höfum við dáð labbakúta-kratíuna, sem engri annari þjóð frá tímum forngrikkja kom til hugar, nema okkur.  Við megum vera stollt af þessu.

J.

Jonsi (IP-tala skráð) 22.10.2014 kl. 19:21

2 identicon

Að vera með skotvopn í læstri geymslu líkist nú hugmyndafræði Roosevelts

 "speak softly, and carry a big stick."  

Grímur (IP-tala skráð) 22.10.2014 kl. 22:02

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Vopn hafa engan mátt, það eru þeir sem stjórna þeim sem hafa máttinn, og gildir einu hvert vopnið er, hráki, stein, eða kúkur.  Boðum lögreglu á að hlíða.   

Hrólfur Þ Hraundal, 22.10.2014 kl. 22:18

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki veit ég við hvaða aðstæður væri réttlætanlegt að skjóta fólk með hríðskotabyssum hér á Íslandi, 800 skotum á mínútu.

Hins vegar er bannað að skjóta hér álftir, enda hlýða þær alltaf fyrirmælum lögreglu.

Gæti best trúað að Framsóknarflokkurinn endurreisi Skothúsið við Tjörnina og skjóti þaðan á allt kvikt.

Þorsteinn Briem, 22.10.2014 kl. 22:50

5 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ekki veit ég hvernig Steini Briem ætlar að ná að skjóta 800 skotum á mínútu úr svona byssu ef hann hefði slíkt vopn undir höndum, þarf að vera skjótari en skugginn til að ná því. Svona byssur hafa yfirleitt á bilinu 32 - 40 skot (algengast 37) í magasíni, þannig að ekki er einusinni tími til að skipta um magasín. Svo má við bæta að þessar byssur þola líklega ekki að skotið sé 800 skotum á mínútu þar sem þær myndu líklegast ofhitna eftir fyrstu 400 skotin, jafnvel fyr.

Annars má líkja þessu við (þó kanski óviðeigandi) jeppakallana sem fara sér að voða og þurfa á björgun að halda. Björgunarsveitin þarf þá öflugri jeppa til að ná til þeirra.

Byssueign landsmanna er frekar mikil og eru þess dæmi að lögreglan hafi þurft að eiga við menn í misjöfnu ástandi veifandi slíkum vopnum. Sem betur fer eru ekki mörg tilfelli (1 skráð) þar sem lögreglan hefur "þurft" að svara fyrir sig með því að skjóta á móti. Þessi tilfelli ættu að vera næg ástæða til að hafa þessi vopn í nágreninu, þó ekki á hverjum og einum lögreglumanni.

Tek fram að ég setti gæsalappir utan um orðið "þurft", þar sem ég get ekki alhæft að sú sé raunin varðandi það mál, tel mig ekki þekkja nóg til.

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 22.10.2014 kl. 23:45

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Vélbyssurnar sem sérsveitin notar eru bæði ákaflega hraðvirkar og nákvæmar.

Hægt er að skjóta 800 skotum úr byssunni á einni mínútu og ekki tekur nema þrjár sekúndur að tæma hverja hleðslu."

Hægt er að skjóta 800 skotum úr byssunni á einni mínútu

Þorsteinn Briem, 22.10.2014 kl. 23:53

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mjög öflug vopn. Enda heyrðist mér á sjallastráknum sem sunnlendingar kusu á þing, að megin kosturinn væri hve auðvelt væri fella menn með hríðskotabyssu.

Nú, að öðru leiti hafa þau rök komið, að löggan útá landi þufi að hafa svona vopn því Víkingasveit sé svo lengi á leiðinni á Vestfirði eða á N-A land.

Þá er því til að svara, að áhyggjur manna eru nú ekki meiri af því en þær, að það hafa verið lagðar niður löggustöðvar víða um land á plássum með nokkur hundruð íbúa.

Ok. á vetrum er oft ófært hálfu og heilu dagana, stundum marga í röð. Dæmi frá bara í fyrra þar sem gjörófært var marga daga. (Það hefði ekki einu sinni verið hægt að stöðva slagsmál sjómanna í landlegu ef sú staða hefði komið upp - nema þá að heimamenn eða aðrir sjómenn hefðu tekið sig saman um það.)

Þá er nú til lítils að hafa hríðaskotabyssur í fjórðungnum þegar gjörófært getur verið á fjölda staða.

Þegar af þessum sökum halda rökin sem fram hafa verið færð engu vatni.

Svona vopn eiga auðvitað að vera hjá víkingasveit eða sérsveitum og til taks ef upp koma slíkar aðstæður. Til þess er víkingasveit. Almennar löggur hafa ekkert við þetta að gera.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.10.2014 kl. 00:18

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Landhelgisgæsla Íslands og Víkingasveitin nota MP5 byssur."

Heckler & Koch MP5


"Hríðskotabyssa er al- eða hálfsjálfvirkt handskotvopn sem skýtur skammbyssuskotum, oftast 9 mm.

Hríðskotabyssa er mun léttari og meðfærilegri en vélbyssa, en mun skammdrægari.

Er einnig léttari og skammdrægari en hríðskotariffill.

Dæmi um þekktar hríðskotabyssur eru MP40 (þýsk), Uzi (ísraelsk) og MP5 (þýsk)."

Hríðskotabyssur

Þorsteinn Briem, 23.10.2014 kl. 00:31

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rate of fire:

  • 800 rounds/min (MP5A series, MP5/10 and MP5/40)
  • 700 rounds/min (MP5SD series)
  • 900 rounds/min (MP5K series)

Þorsteinn Briem, 23.10.2014 kl. 00:51

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Byssurnar sem íslenska lögreglan hefur fengið eru meðal vinsælustu hríðskotabyssa í dag.

Um er að ræða þýska hríðskotabyssu sem heitir MP5, sem stendur fyrir Maschinenpistole 5
."

"Útgáfan sem íslenska lögreglan fékk senda frá Noregi notar 9mm skot en það er sama stærð og notuð er í skammbyssur lögreglunnar.

Þær eru af gerðinni Glock 17 og eru til staðar á lögreglustöðvum víða um landið nú þegar.
"

Hríðskotabyssan sem lögreglan var að fá

Þorsteinn Briem, 23.10.2014 kl. 01:58

13 identicon

Almenningur getur eignast vopn sem mp-5 á ekkert roð í. Bara ekki hríðskota.
Og Steini, - ekki rugla saman ROF og því sem raunverulega er hægt á einni mínútu.
MP-5 notar sömu hlaupvídd og Glock, jafnvel sömu skot.
Svo má nefna eitt. Gamla Thompson byssan réði við 1.200 rof með .45 skot sem eru öflugri en 9mm. Og engin smá læti þegar skotið er. 40 skot á 2 sekúndum með þeirri útgáfunni.

Jón Logi (IP-tala skráð) 23.10.2014 kl. 08:44

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vanalega er ég dauður áður en ég hef verið skotinn 800 sinnum.

Þorsteinn Briem, 23.10.2014 kl. 10:49

15 identicon

80-90% lifa af byssuskot. Eitt þ.e.a.s. Flest hitta ekki. Og 800 sinnum ekki. En það eru a.m.k. 20 magasín.
Vanalega? Ertu vanur þessu? Þá hefurðu verið hittur í hausinn.

Jón Logi (IP-tala skráð) 23.10.2014 kl. 15:29

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þegar skotið er á mann með hríðskotabyssu 800 sinnum er 100% öruggt að hann lifir það ekki af.

Þorsteinn Briem, 23.10.2014 kl. 16:57

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eina mínútu tekur að skjóta 800 skotum úr þessari hríðskotabyssu.

Rate of fire:


800
rounds/min (MP5A series, MP5/10 and MP5/40).

Meðalgönguhraði er um fimm kílómetrar á klukkustund, um 83 metrar á mínútu, hvort sem gengið er í eina mínútu, hálftíma eða klukkutíma.

"Til eru um 30 tegundir af MP5 byssum, t.d. MP5 A5, MP5 K, MP5 SD3 og MP5 A4, en upprunalega tegundin er MP5 A1.

Þau skot sem oftast eru notuð í byssuna eru 9×19 mm NATO skot og komast yfirleitt 15-30 þannig skot í magasínin."

Heckler & Koch MP5

Þorsteinn Briem, 23.10.2014 kl. 17:35

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Er farið að líta soldið mikið þannig út, að framsóknarmenn geti hreinlega aldrei sagt satt orð.

Svo þarf þjóðin að borga þessu ofurlaun fyrir að gera lítið annað en ganga um sí-ljúgandi og færa fjármuni frá hinum verr settu til hinna betur settu í samfélagi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.10.2014 kl. 19:12

21 identicon

"Þegar skotið er á mann með hríðskotabyssu 800 sinnum er 100% öruggt að hann lifir það ekki af"

Tja, það fer eftir því hvort þú hittir.

Þú gætir t.d. tæmt 800 skot (á nokkrum mínútum) með mp5 á mig á 500 m. færi, og það væru verulegar líkur á því að þú hittir mig ekki.
Það væri verra ef þú værir með m16, nú eða bara 22-250 og eitt skot.
Hefurðu stundað skytterí Steini?

Jón Logi (IP-tala skráð) 24.10.2014 kl. 07:24

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það eru 100% öruggt að sérsveitarmaður myndi hitta framsóknarmann með 800 skotum úr hríðskotabyssu.

Hef notað alls kyns skotvopn með vini mínum Jóhanni Vilhjálmssyni byssusmið og við ætluðum fyrir margt löngu að gefa út bók um skotvopn og byssusmíði.

Punktur.

Þorsteinn Briem, 24.10.2014 kl. 08:16

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Haltu bara áfram að skjóta svani.

Þorsteinn Briem, 24.10.2014 kl. 08:26

24 identicon

Tja, - þú hlýtur að vera góð skytta ef þú ætlar að sprauta 800 skotum í ekki-framsóknarmann á harðaspretti á 500 metra færi. Líklegra að þú næðir álft á 50 metrum, og þá myndi ég klappa fyrir þér. Lestu nýjasta tölublað bændablaðsins. Bendi reyndar á, að sá sem fyrir þessu álftar-tjóni varð kemur ekki nálægt skotvopnum.
Svo viðbótar upplýsingar. Svo best ég veit er meðhöndlun mp5 kennd í lögregluskólanum. Sérveitin er með mp5. Sum embættin eru með glock 9mm á stöðvum og á stundum í skottinu. En hvað lögregluembættin um land allt hafa að gera með mp5, tja, - til að veifa þeim?

Jón Logi (IP-tala skráð) 24.10.2014 kl. 14:20

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki veit ég til þess að menn hafi verið að gapa hér um hálfs kílómetra færi.

Effective firing range:

  • 200 m (656 ft) (MP5A2, MP5A3, MP5A4, MP5A5)
  • 100 m (328 ft) (MP5/10)
  • 70 m (230 ft) (MP5/40)
  • 100 m (328 ft) (MP5K, MP5KA1, MP5KA4, MP5KA5, MP5K-PDW)

Þorsteinn Briem, 24.10.2014 kl. 14:37

26 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Held að menn þurfi að kynna sér aðeins hve öflug vopn lögreglan er með og þá er ég ekki að tala um einhverjar smábyssur eins og þessar MP% eru.

Það má til dæmis benda á þessar: http://en.wikipedia.org/wiki/Steyr_SSG_69 

Og þessar: http://en.wikipedia.org/wiki/Heckler_%26_Koch_G36 

Og nokkrar gerðir í viðbót, eins og: http://en.wikipedia.org/wiki/Blaser_93_Tactical 

Og þessar ekki má gleyma þessum: http://en.wikipedia.org/wiki/Glock_17

og hvað þá haglabyssunni: http://en.wikipedia.org/wiki/Mossberg_500

...

Af þessari upptalningu lokinni er kanski best að gleyma þessu MP5 máli þar sem þær eru hálfgert pjátur við hliðina á sumum af þessum byssum sem löggan hefur hvort eð er haft.

"Sniper" riflarnir mjög öflugir og þeir sem hafa "copy-paste"að hvað mest hér og þykjast hafa vit á skotvopnum ættu þá að vita hverskonar vopn þetta eru. Kanski þá óþarfi að benda á að G36 hríðskotabyssan er með skothraða uppá 700 skot og er með drægi uppá 800 metra, semsagt töluvert öflugra en MP5...

Góða helgi

Ólafur Björn Ólafsson, 24.10.2014 kl. 17:07

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alltaf að ráðast á þá sem birta staðreyndir.

Þorsteinn Briem, 24.10.2014 kl. 17:47

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Forsvaret har faset ut sine MP5-er. Bare spesialstyrkene skal beholde maskinpistolen som ekstravåpen.

Lengde: 490-680 mm

Kaliber: 9x19 mm

Magasinkapasitet: 15-30

Vekt (uladet): Cirka 2,5 kg

Utgangshastighet: 400 m/sek

Skuddtakt: 13-14 skudd/sek

Kilde: Forsvaret, politiet, Heckler & Koch"

Þorsteinn Briem, 25.10.2014 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband