Gömlu Kveldúlfshúsin og Völundur.

Engar fjálgar yfirlýsingar um dýrmætar minjar úr atvinnusögu þjóðarinnar líkt og nú heyrast á Grandagarði heyrðust þegar gömlu Kveldúlfshúsin og hús Timburverslunarinnar Völundar við Skúlagötu voru rifin. 

Þessi hús skiptu engum sköpum um það hvort hægt yrði að reisa nýjar íbúðablokkir í Skuggahverfinu af slikum ákafa að sú nýjasta lokar fyrir dýmætt útsýni frá Klapparstíg til Esjunnar.

Háhýsin og blokkirnar gátu alveg orðið nógu margar þótt Kveldúlfshúsið og hús Völundar fengju að standa.  

Kveldúlfshúsið hlaut nafnið Skúlaskáli eftir að blómaskeiði Kveldúlfs lauk og varð í raun enn verðmætari fyrir bragðið.  Það hús og Hús Völundar voru söguleg verðmæti rétt eins og Franski spítalinn sem seinna varð að Gagnfræðaskólanum við Lindargötu, og var sem betur fór ekki rifinn.  

Hús Völundar var fallegt timburhús, sem tók sáralítið rými.  


mbl.is Gamalt hús lítur dagsins ljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bernhöftstorfuhúsin, sem reist voru á árunum 1834-1838, átti að rífa árið 1973 þegar Birgir Ísleifur Gunnarsson var borgarstjóri (1972-1978).

Fjalakötturinn
við Aðalstræti, þar sem byrjað var sýna kvikmyndir árið 1906, var rifinn 1985 í borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar (1982-1991).

Kveldúlfur
var stofnaður árið 1912 og Kveldúlfshúsið við Skúlagötu var rifið.

Völundarhúsið
við Skúlagötu, reist á árunum 1904-1905, var rifið 1987 í borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar.

Völundarhúsið rifið - Mynd

Þorsteinn Briem, 23.10.2014 kl. 16:40

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fjalakötturinn var fyrsta kvikmyndahúsið á Íslandi og var í sama sal og Breiðfjörðsleikhúsið, Aðalstræti 8, Reykjavík.

Þar var tekið að sýna kvikmyndir 2. nóvember 1906 og salurinn tók 300 manns í sæti."

"Þrátt fyrir að þar hafi verið rekið sögufrægt leikhús og síðar kvikmyndahús, sem sagt var elsta uppistandandi kvikmyndahús í heimi, var Fjalakötturinn rifinn árið 1985 í borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar.

Nú stendur hús Tryggingamiðstöðvarinnar á sömu lóð.

Ákvörðunin um niðurrif hússins var mjög umdeild og um hana stóð töluverður styr."

Þorsteinn Briem, 23.10.2014 kl. 16:44

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.11.2013:

Bernhöftstorfan seld fyrir um einn milljarð króna


"Síðastliðin [fjörutíu] ár hafa Torfusamtökin verið í fararbroddi vakningar um gildi húsverndar.


Ævintýrið byrjaði árið 1973 þegar nokkrir einstaklingar með auga fyrir sérstakri fegurð gamalla íslenskra húsa og áhuga á menningarsögulegum verðmætum þeirra björguðu Bernhöftstorfunni frá niðurrifi með því að mála hana alla á einni nóttu."

Þorsteinn Briem, 23.10.2014 kl. 16:46

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef 200 þúsund erlendir ferðamenn á ári gætu til að mynda séð gamlar og nýjar kvikmyndir um sögu Reykjavíkur í Fjalakettinum og greiddu fyrir það 500 krónur hver væri aðgangseyririnn 100 milljónir króna á ári, einn milljarður króna á tíu árum.

Þorsteinn Briem, 23.10.2014 kl. 16:50

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Turnvæðingin meðfram Skúlagötunni og í Skuggahverfinu er eitthvert mesta umhverfisslys sögunnar hér á landi. Gjörsamlega glórulaust og þeim til ævarandi skammar, sem heimiliðu þennan viðbjóð.

Halldór Egill Guðnason, 23.10.2014 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband