Loksins eðlileg hönnun.

Stór jeppadekk fyrir jöklajeppa taka margfalt meira rými en venjulegir hjólbarðar.  Stærðin og rýmið eru nauðsynleg til að skapa meiri flotgetu á snjó fyrir bílinn og til þess að það sé hátt undir bílinn og hann geti komist yfir grófara landslag og stærri ójöfnur. 

Þegar venjulegum jeppa er breytt neyðast menn til að láta hin stóru dekk standa út fyrir bílinn vegna þess að rými fyrir þau er takmarkað innan í hjólskálunum og einnig aðþrengt að grind eða grindarbitum.

Þegar felgur eru breikkaðar þannig að þær verða ekki lengur við miðju hjólaleganna vill myndast slit í legunum og þær endast mun skemur en ella. 

Flestir breyttir jeppar eru á bilinu 1,80-1,90 sm breiðir óbreyttir en verða 2,05-2,20 m breiðir þegar dekkin breikka þá og gera verður stærðar brettakanta.

Þar með eru 20-35 sentimetrar af breiddinni ekki notuð fyrir farþegana.

Það er sérstakt gleðiefni að það skuli vera Íslendingar sem hanna svona bíla frá grunni á réttan og rökréttan hátt að öllu leyti.

Sjálfur hef ég verið haldinn ástríðu til að teikna bíla frá barnæsku og síðustu áratugina hafa allir jepparnir mínir verið þannig að breidd þeirra hefur verið fullnýtt fyrir farþega og farangur, hvort sem þeir hafa verið litlir eða stórir.

Ég hlakka til að sjá meira af íslenska bílnum, svo sem útfærslu á drifbúnaði og fjöðrun, einkum að framan þar sem nauðsynlegt er að driföxlarnir séu sem lengstir þannig að fjöðrunarvegalengdin verði nógu löng.   


mbl.is Svona er fyrsti íslenski bíllinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Synist Rússarnir komnir áleiðis í sömu átt....

http://www.youtube.com/watch?v=1kQ_k5liAJI

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 24.10.2014 kl. 20:59

2 Smámynd: Aztec

Hvað ætli þessi jeppi muni geta hallazt á hlið án þess að velta? Meira en 50°? Það er ekkert minnzt á það. Þetta hlýtur að vera mikilvægt hönnunaratriði, ef hann á að komast um allar trissur.

Aztec, 24.10.2014 kl. 22:32

3 identicon

"Ég hlakka til að sjá meira af íslenska bílnum, svo sem útfærslu á drifbúnaði og fjöðrun, einkum að framan þar sem nauðsynlegt er að driföxlarnir séu sem lengstir þannig að fjöðrunarvegalengdin verði nógu löng."

Þetta sést ágætlega á þeessu myndbandi

https://www.facebook.com/video.php?v=362009043966676&set=vb.269834869850761&type=2&theater

Haddi (IP-tala skráð) 25.10.2014 kl. 00:27

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í íslenskri torfærukeppni og jöklaferðum er einn lærdómur, sem hefur verið geirnegldur: Því lægri sem þyngdarpunkurinn er miðað við stöðu hjólanna, því betra.

Þess vegna eru hjólin höfð sem næst hornum bílsins og vél, drifbúnaður, ökumaður, farþegar og annað, sem þyngd er í, - allt þetta haft eins neðarlega og hægt er jafnframt því sem sóst er eftir nægri hæð frá jörðu.

Mér sýnist vera viðleitti til þessa á íslenska bílnum. Hann er til dæmis líklega með niðurdrif úti í hjólunum eins og er á Unimog og Hummer.

Ómar Ragnarsson, 25.10.2014 kl. 17:50

5 identicon

svo margt rangt við þessa frétt þar sem þetta er ekkert fyrsti á neinu sviði og ekki einu sinni fyrsti götu jeppinn og verst þykir mér að þeir reyna segja að þetta er fyrsti bílinn hannaður fyrir þessa dekkjastærð með óbyggðir í huga.. hvað með alla þessa torfærujeppa okkar sem hafa verið framleiddir síðustu áratugi.

héld að Benni í bílabúð benna framleiddi fyrsta götu jeppann , torfæru jepparnir og rally jeppar minnir mig að tomcat voru þeir fyrstu , háskólarnir í rafmagns bílunum.

Davíð (IP-tala skráð) 26.10.2014 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband