Loksins, eftir allan þennan tíma.

Forstjóri Landhelgisgæslunnar sagði í fréttum Ríkisútvarpsins að "þegjandi samkomulag" hefði verið um það að Íslendingar þyrftu ekki að borga fyrir byssurnar 250 sem gerður hefði verið kaupsamningur um. 

Raunar höfðu fyrstu upplýsingarnar um málið bent til þess að byssurnar sem gæslan fengi væru miklu færri.

Nú segir fjölmiðlafulltrúi Norðmanna skýrt og skorinort að reikningur verði sendur til Landhelgisgæslunanr í samræmi við kaupsamning, sem sé í fullu gildi.

Hugsanlegt sé að hægt verði að semja um að dreifa greiðslum með afborgunum, en hins vegar alveg skýrt hvert kaupverðið sé og að það verði allt innheimt.

Það er búið að taka alla síðustu viku og hálfa þessa viku að toga þetta með töngum út úr þeim, sem hefðu átt að geta svarað því á fyrsta degi.

Merkilegt.  


mbl.is Senda reikning fyrir byssunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Trúverðugleiki.

Farinn út um.

Gluggann.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.10.2014 kl. 15:09

2 identicon

Af hverju í ósköpunum ætli Norðmenn séu ekki fyrir löngu búnir að senda reikning til Gæslunnar, þó svo að þeir hafi kannski ekki ætlað sér að ganga hart eftir greiðslum? Mig grunar að Gæslan sé að segja satt í þessu máli og að aldrei hafi staðið til, hvorki hjá Gæslunni né norska hernum, að greitt verði fyrir byssurnar, og að norski herinn sé nú að bjarga sér úr klípu sem hann kann að vera kominn í þegar málið er orðið opinbert.

Guðmundur (IP-tala skráð) 29.10.2014 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband