Vandamál fíkilsins.

Efnahagslíf heimsins hefur mörg einkenni fíkilsins sem getur ekki verið án fíkniefna. 

Fíkniefni mannkynsins, sem ekki er hægt að neita sér um, nefnist "hagvöxtur" sem aðallega er knúinn áfram af tvennu:

1. Neyslu á kostnað komandi kynslóða með rányrkju á takmörkuðum auðlindum jarðarinnar. 

2. Lánum á borð við þau sem settu efnahagskerfið á hliðina 2008 eða lánum á borð við þau sem viðhalda fjárlagahalla í Bandaríkjunum. 

Hvort tveggja, rányrkjuneyslan og lánin, eru hliðstæð vaxandi fíkniefnaskömmtum til að viðhalda vímunni, sem fíkillinn getur ekki verið án. 

Þegar ekki er hægt að halda vímunni uppi koma slæmir timburmenn, fráhvarfseinkennin í formi stöðnunar til sögunnar og þá stefnir í áfall skjálfandi fíkils, sem hrynur saman ef hann fær ekki skammtana sína áfram. Áfallið felst efnahagslega í auknu atvinnuleysi, samdrætti og jafnvel verðhjöðnun. 

David Cameroun varar við slíku áfalli en bendir ekki á neinar lausnir, því að innspýting í formi aukinnar rányrkju er ávísun á ennþá stærra hrun, fyrr eða síðar.  


mbl.is Óttast að nýtt hrun nálgist óðfluga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hef það á tilfinningunni að Ómar sér á móti hagvexti surprised

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.11.2014 kl. 14:19

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."

Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor í hagfræði


Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD

Þorsteinn Briem, 17.11.2014 kl. 18:39

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Hagvöxtur er samfélaginu aðeins til góðs að svo mikleu leyti sem jöfnuður ríkir. Hagvöxtur ásamt ójöfnuði - sem er reglan í kapítalískum samfélögum - stuðlar að meiri ójöfnuði, meira arðráni, meiri samþjöppun auðs og því sterkari krepputilhneigingu. Cameron hefur lausnina ekki á valdi sínu, ekki frekar en aðrir borgaralegir stjórnmálamenn, vegna þess að hann sér ekki út fyrir kapítalismann. Það þýðir ekki að lausnin sé ekki til. Hún heitir félagsvæðing. Ég leyfi mér að vísa í stefnuskrá Alþýðufylkingarinnar, sem snýst í aðalatriðum um félagsvæðingu -- og enn fremur í erindi Þorvaldar Þorvaldssonar: Félagsvæðing fjármálastarfseminnar.

Vésteinn Valgarðsson, 17.11.2014 kl. 22:36

4 identicon

Enginn vöxtur gengur til lengdar. Þetta er ekki hagfræði, heldur einföld stærðfræðiregla.

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.11.2014 kl. 12:41

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vésteinn, það er búið að prófa kommúnismann. Viltu prófa meira?

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.11.2014 kl. 10:47

6 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Gunnar, kapítalisminn er fastur í kreppu sem hann kemst ekki upp úr. Auðvitað eigum við að segja skilið við hann. Þú vilt það greinilega ekki. Ég hef á tilfinningunni að þú viljir bara mæna á gullkálfinn á meðan þú sekkur ofan í kviksyndið.

Vésteinn Valgarðsson, 19.11.2014 kl. 15:26

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Kapitalisminn gengur stundum vel, stundum illa en er þó það skásta sem mannskepnan hefur gert í samfélagsmálum.

Það er rétt hjá þér, Vésteinn, ég vil ekki segja skilið við kapitalismann. Ég vil ekki að kommúnismi segi mér hvað er sjálfum mér og þjóðfélaginu fyrir bestu. 

Þegar ég var um tvítugt fannst mér kenningar Karl Marx og Engels áhugaverðar og trúði að þetta gæti gengið.

Svo þroskaðist ég. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.11.2014 kl. 13:04

8 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Nei, Gunnar, þú skildir aldrei neitt í þessu, hvorki þá né nú.

Vésteinn Valgarðsson, 20.11.2014 kl. 15:34

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jæja, og þú ætlar að snúa þér að pólitík. Áttu von á því að þér verði eitthvað ágengt á því sviði með svona fullyrðingu? Heldur þú að einhver nenni að eiga við þig pólitísk samskipti með svona röksemdum? Eða ætlar þú og Þorvaldur Þorvaldsson, fyrrverandi form. BSK (Baráttusamtök fyrir stofnun kommúnistaflokks) að sleppa því að ræða við fólk og beita ofbeldi til að ná völdum, eins og ég hef heyrt Þorvald segja að sé eina færa leiðin fyrir öreigana?

Ég hef kynnst nokkrum eins og þér. Þessi hugmyndafræði eldist af mönnum, með örfáum undantekningum. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.11.2014 kl. 23:08

10 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Geisp. Þú ert fyndinn þegar þú setur þig á háan hest, Gunnar. Þú mátt eiga það.

Vésteinn Valgarðsson, 20.11.2014 kl. 23:26

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Helmuth Kohl, fyrrum kanslari V-Þýskalnds var eitt sinn "sakaður" um að hafa verið kommúnisti á stúdentaárum sínum. Kohl svaraði: 

"Sá sem er ekki kommúnisti þegar hann er tvítugur, er hjartalaus. Sá sem er það enn þegar hann er fertugur, er heilalaus."

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.11.2014 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband