Hvað þýðir talan "rúmlega hálft prósent"?

Í frétt í blaði var þess getið að NA-SV brautin, svonefnd "neyðarbraut" á Reykjavíkurflugvelli aðeins verið notuð í "rúmlega hálft prósent" lendinga á vellinum á síðasta ári. 

Með því að flagga svona lágri tölu er augljóslega verið að draga nytsemi vallarins stórlega niður. 

En hvað þýðir þessi tala?  Jú, "rúmlega hálft prósent" notkun brautarinnar samsvarar því að vegna þess að ófært var til lendinga á öðrum brautum vallarins í hátt í þrjá sólarhringa hafi neyðarbrautin verið í notkun þessa daga þetta ár.

Vel getur verið að brautin hafi verið notuð meira önnur ár í hvimleiðum óveðraköflum með hvassri suðvestanátt með dimmum éljum.  

Nú er það svo að það, að enda þótt önnur af tveimur aðalflugbrautum vallarins sé notuð umfram hina þýðir það ekki sjálfkrafa að ófært sé til lendinga á hinni. 

En reglurnar um neyðarbrautina eru þess eðlis að heitið "neyðarbraut" lýsir best notkun hennar. 

Hún er langstysta brautin og hindranir í framhaldi af norðausturenda hennar eru nógu háar til þess að flugtök til norðausturs eru bannaðar. 

Vegna þessara hindrana, sem væru ansi háar í aðflugi í logni, er brautin aðeins notuð þegar ófært er til lendinga á hinum brautunum tveimur. 

Þá er aðflugið flogið mun brattar og hægar miðað við jörð, vegna þess hve mótvindurinn er mikill. 

Það munar um það ef bæði Keflavíkurflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur eru lokaðir í hvassri suðvestanátt fyrir innanlandsflugið, því að NA/SV braut Keflavíkurflugvallar hefur verið lokuð í mörg ár. 

Dagarnir, sem neyðarbrautin í Reykjavík er notuð, eru yfirleitt dagar erfiðleika í samgöngum á landi og í lofti að vetrarlagi. 

Sé neyðarbrautin lokuð eru allir aðrir innanlandsflugvellir landsins sjálfkrafa lokaðir líka í þjá daga á ári eða meira, því að Reykjavíkurflugvöllur er endastöð allra flugleiðanna. 

Fyrir landshlutana, sem þessir flugvellir eru í, munar um þrjá aukadaga, sem lokað er þangað til flugs einmitt þegar mest liggur við.

Það er hreinn óþarfi að loka neyðarbrautinni eins og ég hef áður bent á hér á blogginu. Aðeins þarf að breyta þannig skipulaginu á Hlíðarendareitnum, að auðu svæðin, sem nú stendur til að verði fjær brautarendanum, verði í staðinn við brautarendann, en byggingar, sem nú stendur til að verði við brautarendann, verði fjær brautarendanum.  


mbl.is Viljandi gerður að verri kosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.2.2012:

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu - Stjórnarskrárvarinn eignarréttur


"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og að meina öðrum að nota hann."

Sjálfstæðisflokkurinn
hefur hins vegar engan áhuga á eignarréttinum.

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:

Þorsteinn Briem, 19.11.2014 kl. 20:18

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hættan á flugslysum er einna mest við enda flugbrauta.

Þorsteinn Briem, 19.11.2014 kl. 20:19

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 19.11.2014 kl. 20:20

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.10.2013:

"Í framhaldi af undirritun meðfylgjandi samkomulags milli ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group munu ríki og Reykjavíkurborg vinna í samræmi við áður undirritaða samninga.

Undirbúningur eftirfarandi verkefna mun þegar hefjast:
"

"... ii) Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári [2013]. ..."

"iii) ... Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endurbyggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má."

Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)

Þorsteinn Briem, 19.11.2014 kl. 20:23

5 identicon

Það var í tísku að hver sem hafði flugpróf ritaði ævisögu sína. Í einni þeirra sgir frá hvernig flugvél á leið frá Evrópu, með marga farþega, bjargaði sér á síðustu eldsneitisdropunum inn á neyðarbrautina. Allt slapp vel, hún kom lágt yfir Milkubraut 1.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 19.11.2014 kl. 23:19

6 identicon

Staðreyndin um kosningu Reykjavíkurflugvallar sem flestir vilja horfa framhjá og núverandi borgarstjóri og borgarstjórnarmeirihluti hundsar.

Kosning um Reykjavíkurflugvöll 2001

Mbl. MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001.

BORGARRÁÐ Reykjavikur samþykkti með fjórum samhljóða atkvæðum R-listans i gær hvaða spurning verður lögð fyrir borgarbúa i atkvæðagreiðslu þann 17. mars nk. um framtíðarnýtingu Vatnsmýrarinnar.

Spurt verður: „Vilt þú að flugvöllur verði i Vatnsmýri eftir árið 2016 eða vilt þú að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri eftir árið 2016?“

 Ennfremur samþykkti meirihluti borgarráðs i gær, með vísan í sveitarstjórnarlög, að atkvæðagreiðslan yrði bindandi ef að minnsta kosti 75% atkvæðisbærra manna tækju þátt í henni. Ef hinsvegar þátttaka í atkvæðagreiðslunni nær ekki 75%, hefur verið ákveðið að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verði bindandi ef að minnsta kosti 50% atkvæðisbærra manna greiða atkvæði á sama veg. Borgarfulltrúar minnihlutans sátu hjá við atkvæðagreiðslu um þetta mál i borgarráði i gær

Skömmu síðar sagði borgarstjóri á fundi í borgarstjórn, að ef kosningin yrði bindandi í samræmi við þessar reglur myndi niðurstaðan endurspeglast í skipulagsvinnu næstu árin. Sterk rök þyrfti þá til að fara gegn henni í umfjöllun um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Málið hlyti þá einnig að koma til umfjöllunar í næstu borgarstjórnarkosningum.

Mbl. ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001.

Af þeim 30.219 borgarbúum sem tóku þátt í kosningum um framtíð Vatnsmýrarinnar og staðsetningu Reykjavíkurflugvallar vilja 14.913 eða 49,3% að flugvöllurinn verði fluttur annað en 14.529 eða 48,1% að hann verði áfram í Vatnsmýrinni.

Auðir og ógildir seðlar voru 777, eða nærri 2,6%.

Á kjörskrá voru 81.258 og var kjörsókn því 37,2%. Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu vilja 50,6% að flugvöllurinn fari en 49,4% að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri.

Niðurstaða kosninga:

Í samræmi við ofangreind skilyrði sem Borgaráð samþykkti , þá náði þátttaka ekki nægu hlutfalli  atkvæðisbærra manna. Jafnframt voru 49,3% þeirra sem kusu meðfylgjandi flutningi og það nær heldur ekki því skilyrð að 50% atkvæðisbærra manna kjósi á sama veg. Kosningin er því gjörsamlega ómarktæk

Kjartan (IP-tala skráð) 20.11.2014 kl. 07:57

7 identicon

Og allt í einu öllum aö óvörum kemur tengill á 'Rögnunefndina' í athugasemdunum.  Maður var eiginlega farinn að sakna tengilsins, Ómar bloggar greinilega ekki nógu oft um flugvöllinn.

ls. (IP-tala skráð) 20.11.2014 kl. 10:25

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta mál snýst engan veginn um einhverjar hljóðmanir eða hvað Ögmundi Jónassyni finnst um "kvak vélfugla".

Og menn eiga að standa við það sem þeir hafa skrifað undir.

Þar að auki er ekkert vit í því að 600 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu verði við enda flugbrautar, enda er hættan á flugslysum einna mest við enda flugbrauta.

Undirritaður bjó í mörg ár á Akureyri og enginn getur fullyrt að velvilji Reykvíkinga til flugvallar á höfuðborgarsvæðinu sé minni en velvilji Akureyringa til Akureyrarflugvallar, enda þótt Reykjavíkurflugvöllur verði fluttur á annan stað á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars vegna nýrrar íbúðabyggðar og háskólastarfsemi á Vatnsmýrarsvæðinu.

Útivistarsvæði Reykvíkinga eru allt í kringum Reykjavíkurflugvöll, Ægisíða, Nauthólsvík, Öskjuhlíð og Hljómskálagarðurinn.

Undirritaður hefur flogið frá Reykjavíkurflugvelli til Vestmannaeyja, Hornafjarðar, Egilsstaða, Húsavíkur, Akureyrar, Ísafjarðar, Önundarfjarðar og í kringum allt landið og beinlínis fáránlegt að halda því fram að þeir sem vilja færa flugvöllinn frá Vatnsmýrarsvæðinu séu á móti flugi og flugvöllum.

Þorsteinn Briem, 24.11.2014 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband