Stigmögnun eykur áhættu. "Skipulagt brjálæði".

"Vígbúnaðurinn í Vestur-Evrópu er skipulegt brjálæði" sagði breski stjórnmálamaðurinn Lloyd George á nýjársdag 1914. Það átti eftir að koma betur í ljós síðar það ár. 

Leikur Pútíns og Vesturveldanna sem spilaður er í Austur-Evrópu, er leikur að eldinum. 

Þrátt fyrir allar framfarir í mannlegum samskiptum í gegnum fjarskipti nútímans og þrátt fyrir það að efnahagur þjóðanna sé margfalt meira samansúrraður nú en fyrir öld, er stigmögnun aðgerða í togstreitunni og átökunum milli vesturs og austur í Evrópu jafn áhættusöm og hún var fyrir réttri öld, sama hver í hlut á. 

Það er umhugsunarefni. 


mbl.is Bandarískir skriðdrekar til Austur-Evrópu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og svo af málæði:

Mörgum illa verður við,

vart sér munu láta lynda,

ef nefnast skulu soðin svið:

Sólbrún andlit ungra kinda!

Sjá:

http://www.visir.is/kokkalandslidid-bydur-upp-a-thorsk-og-lambamjodm/article/2014141129645

Þetta netfang er varið fyrir ruslpóstabottum, þú verður að virkja JavaScript til að sjá þ

Þjóðólfur bóndi (IP-tala skráð) 26.11.2014 kl. 10:10

2 identicon

Ekki eru þetta nú góðar fréttir. En það var slappleiki og afvopnunarstefna vesturveldana fyrir seinna stríð ekki heldur.
Rússar eru í gír, og eru að prófa hvað þeir komast upp með.

Jón Logi (IP-tala skráð) 26.11.2014 kl. 14:48

3 identicon

Það var  merkilegt að sjá til ástralska forsætisráðherrans á fundi helstu iðnríkja í Ástralíu nýlega.  Á meðan ástralski forsætisráðherrann hreykti sér af  því að hafa látið Pútín heyra það, þá var hann að leggja loka hönd á risa viðskiftasamning við Kína. Tíbet ekki nefnt.

           Þetta er undarlegur tvískinnungur þeirra sem taka þátt í að setja pressu á Rússa vega Úkraínu málsins. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.11.2014 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband