Komið mál til hjá 11. forsetanum í tíð Kastrós.

Síðan Fidel Castro og menn hans steyptu Batista einræðisherra á Kúbu af stóli á gamlársdag 1959 hafa ellefu menn verið við völd í Bandaríkjunum. 

Ekki verður tölu komið á þau morðtilræði, sem Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur reynt til að drepa karlinn og hann tórir þó enn, en sex af ellefu forsetum Kananna á þessum tíma eru látnir. 

Ekki er aðeins fullreynt að þessi óskaplegi fjandskapur við Kúbverja hefur ekki gert neitt gagn fyrir Bandaríkjamenn og því síður Kúbverja, heldur var hann fyrir löngu búinn að ganga sér til húðar.

Því harðar sem Kanar gengu fram, þvi auðveldara var fyrir ráðamenn á Kúbu til að benda á sameiginlegan erlendan óvin þjóðarinnar.  

Eftir því sem styttist í því að Fidel haldi á vit feðra sinna aukast líkurnar á því smám saman sé hægt að losa um ýmis þau heljartök, sem yfirvöld í landinu hafa haft á þjóðlífinu. 

Þíða í frostinu á milli Bandaríkjanna og Kúbu mun einungis geta flýtt fyrir því, en áframhaldandi frost hefði bara haldið áfram að gera illt verra eins og hingað til. 


mbl.is „Ég held að allt muni breytast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er sálfræðihernaður sem beint er gegn Rússum.  Þetta er ekki búið.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.12.2014 kl. 08:24

3 identicon

Stóð ekki til að loka fangabúðunum í Guantanamo?  Verður fangelsum á Kúbu kannski fjölgað í nafni náinnar samvinnu og bræðralags þjóðanna tveggja?  

http://www.ruv.is/frett/bandarikjastjorn-hvott-til-ad-sleppa-fanga

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.12.2014 kl. 08:10

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Síminn hjá Repúblíkönum er 202-863-8500.

Þorsteinn Briem, 19.12.2014 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband