Jákvætt skref, en gildir í alltof stuttan tíma.

Uppbygging á rafbílavæðingu hér á landi rekst á margar hindranir. Sumar þeirra eru óþarfar, svo sem það að bíða þurfi fram á síðustu stundu eftir því að teknar séu ákvarðanir um skattaumhverfi bílanna.

Það er almennt viðurkennt að rekstrarumhverfi starfsemi verði að vera sæmilega stöðugt til þess að viðkomandi starfsemi geti þrifist og að það þarf miklu lengri gildistíma en eitt ár til þess að hægt sé að gera áætlanir fram í tímann.  


mbl.is Rafbílar áfram án skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Nái rafbílar einhverjum vinsældum verður þörf á að leggja alla þessa skatta á og auk þess kílómetragjald eins og á díselbíla hér áður fyrr. Skatta og gjaldafrelsi rafbíla er til bráðabirgða og jaðrar við lögbrot. Áætlanir fram í tímann verða að miðast við það að sá tími komi að rafbílar beri eðlileg gjöld eins og aðrir sem um göturnar aka.

Hábeinn (IP-tala skráð) 23.12.2014 kl. 02:38

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

RUGL:

"Nái rafbílar einhverjum vinsældum verður þörf á að leggja alla þessa skatta á og auk þess kílómetragjald eins og á díselbíla hér áður fyrr."

Þorsteinn Briem, 23.12.2014 kl. 06:53

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenska ríkið fengi að sjálfsögðu ekki bensíngjald vegna rafbíla, um 64 krónur af hverjum bensínlítra árið 2012.

Einkabíll í Reykjavík sem keyrður er 11 þúsund kílómetra á ári og eyðir 8 bensínlítrum á hverja hundrað kílómetra eyðir um 880 lítrum á ári og ríkið hefði því orðið þar af um 56 þúsund króna bensíngjaldi árið 2012.

Á móti kemur að ríkið fær meiri virðisaukaskatt af raforkukaupum íslenskra heimila vegna rafbílanna, heimilin greiða hæsta raforkuverðið og raforkusala Landsvirkjunar, sem er í eigu ríkisins, gæti aukist.

Ef íslensk heimili eiga tvo rafbíla hvert gætu raforkukaup þeirra tvöfaldast og virðisaukaskattur meðalstórra heimila í Reykjavík vegna raforkukaupa hækkað um 14 þúsund krónur á ári í um 28 þúsund krónur.

Og dýrir bensínflutningar um landið slíta götum og þjóðvegum.

Með rafbílum minnkar mengun og hávaði frá götum og vegum og ekki þarf hér hljóðmanir og hljóðeinangrandi rúðugler í þúsundum húsa vegna þeirra.

Þar að auki minnka innkaup á bensíni og varahlutum til landsins vegna rafbíla og þar með sparast erlendur gjaldeyrir en innkaupsverð á bensíni var um 94,50 krónur fyrir hvern lítra í febrúar 2012.

Þorsteinn Briem, 23.12.2014 kl. 06:57

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sparnaður heimila vegna notkunar á rafbílum í stað bensínbíla eykur að sjálfsögðu kaupmátt þeirra og sparnaðurinn er notaður til að kaupa aðrar vörur og þjónustu, sem greiða þarf af virðisaukaskatt, sem er með þeim hæstu í heiminum, 24% nú eftir áramótin.

Verð á bensíni mun að sjálfsögðu hækka mikið í framtíðinni því minna sem eftir verður af olíu í heiminum og ríki leggja sífellt meiri áherslu á umhverfisvernd með til að mynda sífellt hærri sköttum á olíu og bensín.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei haft vit á peningum, eins og dæmin sanna, gömul og ný.

Þorsteinn Briem, 23.12.2014 kl. 07:15

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.12.2014 (í dag):

Gott ár Nissan Leaf

Þorsteinn Briem, 23.12.2014 kl. 11:27

7 identicon

Íslenska ríkið fengi að sjálfsögðu tolla og virðisauka af innflutningi sem nú er gefinn eftir tímabundið. Og gjaldstofn til lagningar og viðhalds vega verður lagður á rafbíla þegar þessu tilraunar/þróunar tímabili er talið lokið. Rafbílar munu í framtíðinni bera eðlileg gjöld jafnt við aðra sem um göturnar aka, jafnræðisregla stjórnarskrár og græðgi stjórnvalda tryggir það.

Gjaldeyrissparnaður er enginn meðan verð á rafhlöðunni samsvarar 15-20 ára bensínnotkun. Með eðlilegum vaxtakostnaði er tap á því dæmi. Og varahlutir í rafbíla eru flestir þeir sömu og í aðra bíla, hafi þeir bremsur, bretti, rúðuþurrkur, ljós o.s.frv.

Hábeinn (IP-tala skráð) 23.12.2014 kl. 15:05

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Margbúið að svara þessu rugli ykkar nafnleysingja Sjálfstæðisflokksins.

Þorsteinn Briem, 23.12.2014 kl. 16:08

9 identicon

Ekki af neinu viti eða þekkingu, enda varla von á því.

Hábeinn (IP-tala skráð) 23.12.2014 kl. 16:19

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jafnræðisregla íslensku stjórnarskrárinnar bannar ekki að lægri gjöld séu á rafbílum en bensínbílum.

Jafnræðisreglan bannar hins vegar mismunun á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða.

"Í flestum löndum Evrópu eru lítil eða engin gjöld á Nissan Leaf og víða greiðir hið opinbera kaupendum fasta upphæð við kaup á svo vistvænum bíl."

23.12.2014 (í dag):

Gott ár Nissan Leaf

Þorsteinn Briem, 23.12.2014 kl. 16:30

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári, eða 30 kílómetrar á dag.

"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier)."

Nissan Leaf 2015


Og miðað við 11 þúsund kílómetra akstur á ári tekur um fimmtán ár að aka 161 þúsund kílómetra.

Þorsteinn Briem, 23.12.2014 kl. 16:38

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hefðbundnar bifreiðar nota mikið af rafbúnaði sem knúinn er af sprengihreyfli en honum fylgir margvíslegur og flókinn búnaður og mengunarskapandi útblástur.

Rafmótorinn hefur hins vegar einungis fáeina hreyfanlega hluti í stað hundruða.

Í rafbíl eru slitfletir margfalt færri og hitamyndun minni, sem skilar sér í lengri endingu.

Rafmótor þarf minna viðhald en hefðbundin bílvél
sem þarfnast olíu- og síuskipta, kertaskipta, ventlaskipta, tímareimaskipta, pústviðgerða, viðhalds á vatnsdælu, eldsneytisdælu, rafal og öðru sem fylgir flóknum sprengihreyfli.

Þorsteinn Briem, 23.12.2014 kl. 16:41

13 identicon

Stjórnarskráin okkar gildir ekki í flestum löndum Evrópu og skattlagning eldsneytis og ökutækja er heldur ekki eins. Á Íslandi eru samt lítil eða engin gjöld á Nissan Leaf, enda á undanþágu til bráðabyrgða eins og víða. Og það er ómálefnalegt sjónarmið að ætla að vegagerð sé ekki kostuð af öllum sem aka vegina, rafbíll slítur vegunum engu minna en bensínbíll. Sérstakt gjald er lagt á jarðefnaeldsneyti fyrir það að vera ekki vistvænt, önnur gjöld koma umhverfisvernd ekkert við og munu því verða yfirfærð á rafbíla. Annað er ómálefnalegt. Undanþágur rafbíla eru ekki varanlegar og ekkert sem kallar á endurnýjun að ári.

Hábeinn (IP-tala skráð) 23.12.2014 kl. 17:02

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nafnleysingjar Sjálfstæðisfokksins halda að sjálfsögðu að engin jafnræðisregla sé í Evrópusambandsríkjunum, samkvæmt til að mynda dómum Evrópudómstólsins.

Rafbílum fylgja aukin lífsgæði.

Bensínbílum fylgir mengunarskapandi útblástur og hávaðamengun alla daga í til að mynda borgum og því að sjálfsögðu ekki ómálefnalegt sjónarmið að gjöld á rafbílum séu lægri en á bensínbílum.

Þegar menn geta sparað á einu sviði eyða þeir því fé í kaup á öðrum hlutum og greiða af þeim virðisaukaskatt, sem einnig fer meðal annars í vegagerð ríkisins.

Þorsteinn Briem, 23.12.2014 kl. 18:00

15 identicon

Það er jafnræðisregla í Evrópusambandsríkjunum, en þar eins og hér eru tímabundnar undanþágur.

Það eru lögð sérstök gjöld á vegna mengunar. Og ekkert að því að rafbílar sleppi við þau. Önnur gjöld koma mengun ekkert við og engin rök eru fyrir langtíma undanþágu frá þeim.

Það er ekki gefið að menn eyði því sem sparast, hvað þá að þeir eyði því hérlendis eða í sama vsk þrepi.

Hábeinn (IP-tala skráð) 23.12.2014 kl. 19:10

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sá sem á engan bíl greiðir að sjálfsögðu virðisaukaskatt af öðrum vörum, sem fer meðal annars í vegagerð ríkisins og virðisaukaskattur hér á Íslandi er með þeim hæstu í heiminum, 24% nú eftir áramótin á langflestu af því sem fólk kaupir fyrir utan matvörur.

Verð á rafhlöðum í rafbíla fer lækkandi og drægni þeirra eykst en verð á olíu og bensíni mun hækka mikið í framtíðinni þar sem olía í heiminum fer minnkandi og ríki vilja minnka daglega mengun vegna olíu og bensíns.

Þorsteinn Briem, 23.12.2014 kl. 19:42

17 identicon

Það að þú borgir virðisaukaskatt af fótanuddtækinu réttlætir á engan hátt skattleysi rafbíla. Og sérstakir skattar til vegagerðar eru lagðir á aðra bíla.

Það er ekki nema hið besta mál ef verð árafhlöðum í rafbíla lækkar. En meðan svo er ekki verða umhverfismeðvitaðir að sætta sig við það að eini ávinningurinn er hreinna loft. Fjárhagslega er dæmið ekkert fagnaðarefni, og á eftir að versna þegar ríkið fer að heimta sitt.

Hábeinn (IP-tala skráð) 23.12.2014 kl. 20:39

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég hef afskaplega lítinn áhuga á að vera pennavinur þinn hér út í það óendanlega, "Hábeinn".

Enda þótt ég keypti aldrei lambakjöt greiði ég með mínum sköttum hluta af niðurgreiðslum ríkisins á lambakjöti og þótt ég færi aldrei á sjúkrahús greiði ég með tekjuskatti og virðisaukaskatti hluta af kostnaði ríkisins við rekstur Landspítalans.

Þeir sem eiga rafbíla greiða ekki lægri skatta til ríkisins en aðrir, enda þótt þeir greiði lægri gjöld af þeim en greiddir eru af bensínbílum, þar sem þeir greiða virðisaukaskatt af öðrum hlutum sem þeir kaupa fyrir sparnaðinn af því að eiga rafbíl.

Það kostar um 2 krónur að aka Nissan Leaf hvern kílómetra og rafhlaðan endist í að minnsta kosti fimmtán ár, miðað við meðalakstur einkabíla í Reykjavík.

Ríki vilja minnka daglega mengun vegna olíu og bensíns og hygla því eigendum rafbíla með lægri sköttum af þeim en bensínbílum.

Þorsteinn Briem, 23.12.2014 kl. 21:32

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.9.2013:

""Við hjónin látum okkur ekki muna um að skreppa frá Reykjavík austur á Flúðir og það kostar aðeins 200-kall," segir Halldór Jónsson húsgagnabólstrari og Nissan Leaf-eigandi.

[Kostnaðurinn er því um tvær krónur á kílómetra.]

"Áður var þetta eldsneytiskostnaður upp á 5-6 þúsund krónur fram og til baka.

Eystra hleð ég bílinn yfir nóttina og þar er ég bara með 16 ampera öryggi en bíllinn er tilbúinn um morguninn.

Heima
er ég hins vegar með hleðslustöð sem hleður rafgeyminn á 2½ klukkustund," segir Halldór Jónsson."

Kostar 200 krónur að aka Nissan Leaf frá Reykjavík austur á Flúðir

Þorsteinn Briem, 23.12.2014 kl. 21:36

20 identicon

Þegar þú þarft að byrja á því að borga nærri tvær milljónir aukalega fyrir rafbílinn þá þarf að aka nokkuð langt og lengi áður en kostnaðurinn fer niður í 2 kr kílómeterinn. Miðað við að meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári og ending rafhlöðunnar 15 ár þá kostar hver kílómetri um 10 krónur fyrir utan rafmagn, 12 krónur með rafmagni. Vaxtakostnaður, eða tapaðar vaxtatekjur, á þessum 15 árum eru rúmlega 800.000 miðað við 6% vexti og jafnar greiðslur. Sem gerir aðrar 5 krónur. Orkukostnaður per kílómeter er því auðveldlega kominn í 17 krónur, sem er sami kostnaður og bíll sem eyðir 8,5 lítrum af bensíni á hundraðið. Og 8,5 lítrar á hundraðið er tvöfalt það sem bensínbíll í stærð Nissan Leaf eyðir. Kostnaðurinn við það að aka rafmagns Nissan Leaf er því tvöfalt hærri en ef bensínvél væri sett í bílinn.

Hábeinn (IP-tala skráð) 23.12.2014 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband