Hvað er jólabarn?

Nú má sjá frétt um það að fimm jólabörn hafi fæðst á fæðingadeild Landsspítalans síðan á miðnætti. Nú eru jólin reyndar ekki komin þegar þetta er skrifað svo að sú spurning vaknar, hvað felist nákvæmlega í skilgreiningunni á orðinu "jólabarn". 

Er það barn, sem hefur fæðst á tímabilinu frá klukkan 18:00 á aðfangadag til klukkan 24:00 annan í jólum? 

Er það barn sem hefur fæðst á tímabilinu frá klukkan 18:00 á aðfangadag til klukkan 24:00 á þrettándanum? 

Er það barn,sem hefur fæðst á aðfangadag eða einhverjum af þrettán jóladögunum? 

Eða barn sem hefur fæðst á tímabilinu frá Þorláksmessu til þrettándans?

Er það barn,semhefur fæðst á aðventunni eða á jólunum?

Venjulega er talað um þau börn, sem fæðast frá miðnætti á áramótum sem eins konar nýjársbörn, en þau sem fæðast á gamlárskvöld hins vegar ekki talin með.

En þetta virðist vera orðið eitthvað flóknara með jólabörnin. Eða hvað? 

Og nú má búast við að einhver setji það inn í athugasemd við þessar pælingar hvort það séu engin takmörk fyrir því hvað hægt sé að finna sér til að rökræða um á jólunum. 

En eru þau annars byrju þegar þetta er skrifað?


mbl.is Fimm jólabörn frá miðnætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Jól eru ein af trúarhátíðum kristinna manna og ein sú helsta á Norðurlöndunum.

Hinn eiginlegi jóladagur er 25. desember en víða stendur hátíðin yfir frá 24. desember til 5. janúar.

Kirkjuárið er almennt talið frá aðventunni, aðfarardögum jóla."

Jól

Gleðileg jól!

Þorsteinn Briem, 24.12.2014 kl. 17:54

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þrettándinn er 6. janúar, stytting á þrettándi dagur jóla og er almennt kallaður síðasti dagur jóla."

Þrettándinn

Þorsteinn Briem, 24.12.2014 kl. 18:03

3 identicon

Allar skilgreiningar eru huglægar.

Jól eru skilgreining.

Því eru jól huglæg.

---
Og rökhenduna að ofan mætti að ósekju kenna prestum.

Gleðilega huglæga skilgreiningu.

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 24.12.2014 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband