Rússar luma á ýmsum vörum.

Rússar og Íslendingar áttu mikil viðskipti frá árinu 1953 til hruns Sovétríkjanna 1991.1280px-Niva2123RCN1 

Samt ríkti svo slæmt ástand einræðis og kúgunar í Sovétríkjunum að stjórnarfar Pútíns kemst ekki í neinn samjöfnuð við það.

Viðskiptin minnkuðu ekkert þótt Sovétmenn réðust inn í Ungverjaland 1956 og Tékkóslóvakíu 1968.Red_Lada_Niva_Cossack_1.7i_in_Schomberg,_Ontario,_Canada

Þessi viðskipti voru jafn farsæl og raun bar vitni vegna þess að aðilar sýndu hvor öðrum gagnkvæmt traust og Rússar reyndu aldrei að nýta sér þau sér í hag í pólitísku skyni.

Stóð þó Kalda stríðið allan þennan tíma.

Þessi viðskipti voru okkur sérstaklega mikilvæg vegna þess, að annars hefði viðskiptabann Breta á íslenskan fisk bitnað harkalega á íslensku efnahagslífi. Rússar komu okkur hreinlega til bjargar þessi erfiðu ár og nafn þeirra sem þjóðar kom aftur upp þegar Bretar settu á okkur hryðjuverkalög 2008. Lada_Niva_5_Door_Wagon

Vegna gjaldeyrishafta voru þessi viðskipti hrein vöruskipti og mikilvæg fyrir íslenskan iðnað og verslun, til dæmis fyrir mikinn iðnað á Akureyri, sem hrundi að vísu samtímis hruni Sovétríkjanna. 

Frá Rússum fengum við hrávörur eins og olíu og timbur og auk þess bíla, sem að vísu voru ekki í hinum fíngerða og þróaða gæðaflokki og vestrænir bílar en hins vegar mjög heppilega hannaðir fyrir íslenskrar aðstæður og dugðu því afar vel hér á landi.

Frægt varð þegar því var haldið fram 1958 að Íslendingar hefðu látið rússneskt bensín eða olíu leka í gegnum leynileiðslu til varnarliðs Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli!  

Í staðinn fengu Rússar frá okkur fisk, rétt eins og þeir hafa fengið að undanförnu, makríllinn núna, síldin forðum.1280px-Lada_Niva_21310_on_Studencka_street_in_Kraków_(5)

Við Íslendingar höfum ekki látið deilur okkar eða hugmyndafræðilegan ágreining við aðrar þjóðir bitna á viðskiptum. Þegar Þorskastríðin stóðu sem hæst keyptum við áfram bíla og ýmsar vörur af Bretum.

Rétt eins og Rússar komu til skjalanna 1953 þegar við áttum í vandræðum, getum við bryddað upp á viðskiptum við þá núna, burtséð frá stjórnarfari Pútíns og deilum við Vesturveldin.

Auk olíu, timburs og fleiri hrávara, framleiða Rússar enn bíla, sem gætu nýst hér á landi. uaz_469_1st_suv5d-4779_780x520

Eftir hrun Sovétríkjanna hafa þeir fengið ýmsa tæknilega aðstoð frá vestrænum bílaframleiðendum til að framleiða betri bíla en fyrr. 

Dæmi um það er Chevrolet Niva jepplingur, (sjá mynd) sem að vísu er byggður á grunni Lada Niva. 

Hinn gamli UAZ jeppi, arftaki Rússajeppanas GAZ 69, er enn framleiddur sem UAZ 469 og nú með gormafjöðrun að framam og nýtískulegri vél. Einnig er gamli frambyggði Rússinn UAZ 452 enn framleiddur.  

Hætt er að framleiða Lada Nova fólksbílinn og aðrir hafa komið í staðinn. En Rússar hafa ekki getað hætt að framleiða Lada Niva ( Lada Sport hér á landi ) vegna þess að þessir bílar njóta enn svo mikilla vinsælda, bæði heima fyrir og erlendis og eru farnir að sjást aftur hér á landi. 

Lada Niva var tímamótabíll 1977 og 20 árum á undan öðrum sambærilegum bílum í hönnun.

Nú, eins og þá, var hann einstaklega duglegur við íslenskar aðstæður og er það jafnvel frekar nú en þá vegna þess hve að flestir vestrænu "jepplingarnir, "sportjepparnir" og "jepparnir standa ekki lengur undir nafni hvað torfærugetu snertir.

Ég notaði Lada Niva á árunum 2010 til 2013 og þeir gáfust vel, fóru alltaf í gang og biluðu aldrei svo mikið að þeir yrðu óökufærir. Smábilanir gátu samt látið á sér kræla sem fyrr.

Núna standast þeir vestrænar kröfur um mengun og fleira og yrðu langódýrustu jepparnir á markaðnum hér ef þeir yrðu flyttir inn, hvort sem það yrði í vöruskiptum eða ekki.

Og það eru meira að segja framleiddir lengri gerðir Lada Niva, með fimm dyrum.  

 

 

 

 


mbl.is „Látum aðrar þjóðir um fjandskap við Rússa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

 Þegar til á að taka er hver sjálfum sér næstur. Þessu kynntumst við vel þegar við lágum á fjórum fótum eftir hrunið. Þá voru þær þjóðir sem krefjast samstöðu um aðgerðir gegn Rússum ekki að sýna okkur neina sérstaka samastöðu. Reyndar fóru sumar þessara þjóða, sem við köllum okkar samherja, fram með þvílíku ranglæti gegn okkur að vandi okkar varð mun meiri en þurfti. Þarf þar einungis að nefna tvö dæmi; icesave deiluna og hryðjuverkalögin. Því eigum við ekki að láta þessar þjóðir segja okkur til verka þegar kemur að viðskiptum.

 Við eigum að stunda okkar viðskipti við Rússa sem aðrar þjóðir. Ef þarf að taka upp vöruskipti við Rússa, til að halda þeim viðskiptum áfram, verður svo að vera. Þar er af nógu að taka og margt ekkert síðra en frá vestrænum ríkjum. Þú nefnir bílaiðnað Rússa, Ómar. Þar má vissulega gera góð viðskipti, þó sumum þyki Rússar vera nokkuð á eftir öðrum á því sviði. Kannski er kominn tími fyrir okkur sem þjóð að skoða eiginn rann. Vissulega hagar þannig til hjá okkur þörf fyrir fjórhjóladrifs bíla og jeppa er töluverð. En er einhver þörf á að flytja eingöngu inn jeppa sem kosta á annan tug milljíona króna, þegar hægt væri að fá jafn öfluga, ef ekki öflugri jeppa fyrir mun minni pening? Er lúxusinn okkur nauðsynlegur?

 Þegar kemur að viðskiptum við önnur lönd eigum við fyrst og fremst að líta til þess sem okkur sjálfum kemur best. Heimspólitík á ekki að skipta þar nokkru máli.

Gunnar Heiðarsson, 25.12.2014 kl. 19:45

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hugmyndir þínar um Rússland og nútíma viðskipti eru sífellt skemmtilegri, Ómar Ragnarsson.

Evrópusambandsríkin greiða
einfaldlega hæsta verðið fyrir íslenskan fisk og íslenskir fiskútflytjendur vilja að sjálfsögðu ekki missa þann markað, sem þeir hafa þar að auki byggt upp á löngum tíma.

Íslensk fiskiskip fóru hins vegar nýlega að veiða makríl í miklu magni hér á Íslandsmiðum, sem meðal annars hefur verið seldur til Rússlands.

En viðskipti Íslendinga og Rússa eru ekki lengur miðstýrð af hálfu rússneska og íslenska ríkisins samkvæmt fimm ára áætlunum Sovétríkjanna.

Kaupi við Íslendingar rússneskar vörur greiðum við einfaldlega fyrir þær með erlendum gjaldeyri og Rússar nota þann gjaldeyri til að kaupa héðan makríl, vilji þeir frekar nota hann til að kaupa makríl en aðrar vörur frá öðrum ríkjum.

Rússneska ríkið hefði ekki lánað okkur Íslendingum erlendan gjaldeyri haustið 2008 vegna þess að þeir þurftu þá sjálfir á honum að halda.

Hvorki íslenska krónan né rússneska rúblan eru gjaldmiðlar sem notaðir eru í alþjóðlegum viðskiptum, eins og til að mynda Bandaríkjadollar og evran.

Og við Íslendingar höfum selt Japönum frysta loðnu og loðnuhrogn, sem þeir geta greitt fyrir í japönskum jenum sem eru gjaldgeng í alþjóðaviðskiptum.

Þorsteinn Briem, 25.12.2014 kl. 20:25

3 identicon

Rússar kaupa af okkur fisk. Annað hvort af því að sá er ekki markaðsvara innan ESB, eða af því að þeir meta hann hærra. Ég held að útgerðirnar spái nú aðallega í peningnum sko.
Undirritaður hefur unnið í pökkun á Rússafiski. Alveg hellings magn!

Jón Logi (IP-tala skráð) 25.12.2014 kl. 23:47

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sovétríkin keyptu frystan karfa og þorsk en hærra verð fæst fyrir hann í Evrópusambandsíkjunum.

Þorsteinn Briem, 25.12.2014 kl. 23:51

5 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ef vilji er fyrir hendi er hægt að gera gjaldmiðlasamninga við rússa eins og þeir hafa verið að gera við aðrar þjóðir.Þá eru peningamálin leyst.

Rússar eiga svo eina vöru sem er eftirsótt á Íslsndi.Þeir framleiða farsíma sem er einn sá sá flottasti á markaðnum í dag.

Borgþór Jónsson, 25.12.2014 kl. 23:52

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rússar þurfa að eiga erlendan gjaldeyri til að geta keypt vörur frá Evrópu og stórlækki heimsmarkaðsverð á olíu eins og nú og haustið 2008 eiga þeir að sjálfsögðu mun minna af erlendum gjaldeyri en áður.

Og Íslendingar geta keypt núna rússneskar vörur hafi þeir áhuga á því.

Þorsteinn Briem, 26.12.2014 kl. 00:07

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rússar höfðu ekki erlendan gjaldeyri til að lána íslenska ríkinu haustið 2008.

22.12.2014 (síðastliðinn mánudag):

"Heims­markaðsverð á hrá­ol­íu hef­ur lækkað um tæp 40% síðastliðna tólf mánuði, sem er hraðasta lækk­un olíu­verðs frá því að það hrundi í kjöl­far alþjóðlegu fjármálakrepp­unn­ar árið 2008 þegar heims­markaðsverð á flest­um hrávör­um lækkaði veru­lega."

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað um tæp 40% síðastliðna 12 mánuði

Þorsteinn Briem, 26.12.2014 kl. 00:22

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

50% of Russia's government revenue comes from oil and gas.

68% of Russia's total export revenues in 2013 came from oil and natural gas sales.

33% of these were crude oil exports, mostly to Europe.

Þorsteinn Briem, 26.12.2014 kl. 00:26

9 Smámynd: Borgþór Jónsson

Steini .Ekki veit ég hvaðan þú hefur fengið þá flugu í höfuðið að rússar hafi ekki getað lánað okkur pening 2008

Um mitt ár 2008 var gjaldeyrisvarasjóður rússa 600 milljarðar dollara og jákvæður mánaðarlegur vöruskiftajöfnuður um 17 milljarðar dollara.

2009 fór þetta lægst í 350 milljarða og 6 milljarða gjaldeyrisafgang á mán.

Það er líklega á þessum árum sem þeir greiða upp IMF lánið sem þeir fengu 1998 eða 9

Mig minnir að lánsþörf okkar hafi verið um 4 miljarðar dollara.

Í dag er gjaldeyrisvarasj þeirra um 385 milljarðar og afgangur af vöruskiftum hefur fallið úr um 20 milljörðum í júní í 13,5 miljarða dollara.Líklega fer hann niður fyrir 10 milljarða á mán í einhvern tíma að minnsta kosti,en það er ekkert sem bendir til að það verði vöruskiftahalli.Raunar batnaði vöruskiftajöfnuður þeirra um 1 miljarð dollara milli tveggja síðustu mánaða.

Staðan er nokkuð flókin.Á síðasta ári lækkaði gjaldeyrisvarasj rússa um ca 100 miljarða dollara,en það er ekki endilega glatað fé því að einhver hluti þessa fjár ,hugsanlega verulegur, fór til rússneskra fyrirtækja sem komu sér upp eigin gjalldeyrisvarasjóði,til dæmis fékk Gasprom stórt lán sem þeir fóru rakleitt með og keyftu gjaldeyri. Enginn veit í dag hversu mikið fé þetta er,en það er líklega umtalsvert.Þetta mun minnka álagið á gjaldeyrisvarasjóð ríkisins í framhaldinu.

Afborganir og endurfjármögnunarþörf rússneska ríkisins og fyrirtækja á næsta ári eru um 150 milljarðar dollara.20 miljarðar verða endurfjármagnaðir í Kína. Einhver hluti fyrirtækja er sjálfbjarga með afborganir og vöruskiftajöfnuður verður væntanlega hagstæður um 70 til 100 miljarða.

Álagið á gjaldeyrisvarasjóðinn ætti því ekki að verða neitt óbærilegt,nema það takist að gera aðra árás á rúbluna.Mér finnst það samt ekki líklegt,panikkið er einfaldlega liðið hjá.

Árið 2018 verður svo viðsnúningur þegar stóru gassamningarnir við Kína og síðar hugsanlega Tyrki fara að tikka inn.

Vandamálin verða því aðallega innanlands í sambandi við háa vexti og mikinn samdrátt hjá ríkinu.Það er spurning hvernig tekst að greiða úr því.

 Olíu og gasiðnaður rússa er í engri hættu af því að vinnslukostnaður þeirra er mjög lágur (4 dollarar á tunnu),en vandamálin tengjast aðallega afkomu ríkissjóðs.Heimildir mínar af götunni í Rússlandi segja mér að það hafi verið gripið til harkalegra aðhaldsaðgerða í kerfinu.

Borgþór Jónsson, 26.12.2014 kl. 02:50

10 identicon

Þeir kaupa loðnu, - altso hænginn. Veit ekki með mjöl...
Hrygnan selst vel til austurlanda, t.d. Japans. Eða svona var þetta alla vega.

Jón Logi (IP-tala skráð) 26.12.2014 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband