Nýtt og varanlegt afbrigði af handboltafrægð Íslands?

Silfurverðlaun Íslendinga á Ólympíuleikum vakti athygli og undrun á því hvernig örþjóð getur komist svo langt í hópíþrótt þar sem tefla þarf fram á annan tug leikmanna í hæsta gæðaflokki.

Nú blæs ekki byrlega hjá íslenska landsliðinu en þá kemur upp alveg ný staða á HM, sem sé sú að fjórir af landsliðsþjálfurunum á mótinu eru íslenskir og að þrír þeirra geti fylgt liðum sínum áfram upp í úrslitakeppnina.

Raunar voru þrír af fjórum landsliðsþjálfurum einn keppnisdaginn við stjórn sinna liða á sama tíma.

Tveir þjálfaranna hafa tekið við að frægum þjálfurum hjá tveimur af helstu handboltaþjóðunum, Þýskalandi og Danmörku, og það eitt að stýra liði stórveldis á öllum sviðum segir mikið um getu og álit Dags Sigurðssonar.  

 


mbl.is Sjálfstraustið geislar af Degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband