Óeðlileg ráðstöfun vildarpunkta.

Það er óeðlilegt að einstakir starfsmenn hjá hinu opinbera fái persónulega til sín vildarpunktana hjá Icelandair fyrir flugmiða sem ríkið borgar fyrir ferðir þeirra á sínum vegum.

Slíkt fyrirkomulag getur virkað eins og persónulegur hvati fyrir þá sem vinna hjá opinberum fyrirtækjum til þess að fljúga sem mest með Icelandair á opinberan kostnað og uppskera jafnvel ókeypis flugfargjöld fyrir sjálfa sig síðar meir þegar þeir nýta þá í einkaerindum. 

Það má furðu gegna hve lengi þetta fyrirkomulag hefur verið í gildi án þess að nokkuð hafi verið hróflað við því. 

 


mbl.is Gæti sparað hundruð milljóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fullkomlega óeðlileg spilling.  Og þó vafasamt að hróflað verði við þessu enda er spilling góð ef ég nýt góðs af henni.  Og af þessari spillingu njóta ansi margir góðs.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 24.1.2015 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband