Búið að snúa við slagorðinu "ekkert kemur í stað rúmtaks!"

Á blómatíma "kraftabílanna" (muscles cars) í Bandaríkjunum varð til slagorðið "Ekkert kemur í staðinn fyrir rúmtak!" ( "there´s no subtitude for cubics!")

Fyrir bragðið stóðu Kanarnir nær ráðalausir í nokkur ár þegar hertar mengunarvarnir og verðsprenging á olíu varð til þess að fimm lítra amerískar vélarsleggjur fóru niður í 115 nettóhestöfl í afli og eyddu 20 á hundraðið og þaðan af meira.

Aflið var aðeins 23 hestöfl á lítra rúmtaks og minna afl en núna er kreist út úr þriggja strokka vél með fimm sinnum minna rúmtaki.

Ecoboost vélarnar hjá Ford og þar á undan tveggja strokka Tvin Air vélarnar hjá Fiat björguðu bensínvélunum frá því að bíða ósigur fyrir dísilvélunum hvað varðar sparneytni, sem er kjörorð okkar tíma.

Þessi þróun nýrrar tækni í innspýtingu, notkun forþjöppu og fleiri atriðum er enn í gangi og er afar spennandi.

Og ef menn vilja endilega mikla krafta er búin til blanda af forþjöppu (turbo) og samþjöppu (kompressor) eða þá bara settar fjórar forþjöppur á vél eins og vélina í Bugatti Veyron, og þá nægir átta lítra vél til að framleiða 1200 hestöfl eða 150 hestöfl á hvern rúmtakslítra, sem gefur bílnum getu til að ná meira en 400 kílómetra hraða.  


mbl.is Lítil en öflug vél í hagkvæmum bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og ekki spillir að bílarnir verða stöðugt léttari og "umhverfisvænni" vegna aukinnar álnotkunar. wink

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.1.2015 kl. 02:32

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu þarf enga orku til að framleiða ál.

Þorsteinn Briem, 28.1.2015 kl. 03:13

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Fljótsdalsstöð fer fram raforkuvinnsla Kárahnjúkavirkjunar, afl stöðvarinnar er 690 MW og raforkan fer öll til álvers Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði.

Þorsteinn Briem, 28.1.2015 kl. 03:54

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nettóskuldir Landsvirkjunar voru 1. janúar 2013 309,4 milljarðar króna, samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2012, andvirði tveggja Kárahnjúkavirkjana.

Þorsteinn Briem, 28.1.2015 kl. 03:55

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

5.4.2014:

Framleiðsla á koltrefjum í bígerð - Smellpassar við Sauðárkrók segir Össur Skarphéðinsson fyrrverandi iðnaðarráðherra


6.4.2014:


svari iðnaðarráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar þingmanns Samfylkingarinnar segir að horfur séu á miklum vexti í framleiðslu bifreiðahluta úr koltrefjum á næstu árum og einnig framleiðslu vindmylluspaða."

"Þessi aukna eftirspurn skapar Íslandi tækifæri á þessu sviði og er áhugaverð framleiðsla fyrir okkur Íslendinga, þar sem hver verksmiðja notar einungis 15-20 megavött af raforku, segir í svarinu."

Koltrefjaframleiðsla hér á Íslandi

Þorsteinn Briem, 28.1.2015 kl. 04:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband