Unun að horfa á leikinn. Guðmundur getur verið stoltur.

Það var hrein unun að horfa á leik heimsmeistara Spánverja gegn frábæru liði Dana. Háspenna fram á síðustu sekúndur. 

Það skemmtilegasta: Þjálfaraeinvígi, þar sem Guðmundur hefur í fullu tré við þjálfara heimsmeistaranna og getur verið stoltur af frammmistöðu sinni. Dæmi: Guðmundur tekur leikhlé þegar Mikkel Hansen getur ekki lengur haldið liðinu á hraðsiglingu í sókninni og Spánverjar eru byrjaðir að skora. Hann passar sig á að Spánverjar fari ekki of langt fram úr, nokkuð sem Aron Kristjánsson og Dagur Sigurðsson hafa átt til að vera of seinir að gera. Guðmundur skiptir Mikkel Hansen út úr vörninni og endurskipuleggur varnarleikinn, sem skellir öllu í lás fyrir Spánverjum.

Spánski þjálfarinn lætur þetta ekki viðgangast og tekur sjálfur strax leikhlé til að móta svar við bragði Guðmundar.

Þetta var að mínum dómi besti leikur keppninnar og bæði þessi lið klassa fyrir ofan okkar lið ef ekki flest önnur á mótinu.  


mbl.is Meistararnir felldu Guðmund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband