Hafa bjargað mörgum mannslífum.

Það eru liðin talsvert mörg ár síðan sú nýjung var tekin upp að koma fyrir neyðarfallhlífum á eins hreyfils flugvélum.

Upphaflega var þetta í boði fyrir allra minnstu flygildin, sem þá og enn eru margar með tvígengisvélar, sem endast ekki vel og framleiðendurnir taka meira að segja fram að séu ekki hannaðar upphaflega með loftför í huga. IMG_4857

Undir þann leka er sett að nokkru leyti með kröfum um að viðkomandi loftför geti komist niður á vissan lágmarkshraða í flugi og þar af leiðandi átt meiri möguleika á að sleppa án verulegra meiðsla flugmanna, ef drepst á hreyfli og grípa verður til nauðlendingar. IMG_4850

Á flygildinu "Skaftinu" sem ég fer kannski að fljúga aftur í vor eftir 16 ára hlé, er lendingarhraðinn aðeins tæplega 30 mílur eða um 45 km/klst og það eykur mjög möguleikana á því að finna nothæfan nauðlendingarstað, jafnvel í logni, sem er kannski ekki nema um 50 metra langur. 

Á þeim áratug, sem ég flaug Skaftinu, þurfti ég að nauðlenda nokkrum sinnum vegna vélarbilunar, sem í lokin kom í ljós að var vegna þess að sá sem smíðaði þetta heimasmíðaði flygildi hafði að vísu fylgt kröfum framleiðandans í einu og öllu um efni og samsetningu, en hugðist í lokin spara sér smávegis með því að setja pappasíu í blöndunginn í stað vírnetssíu. IMG_4843

En hann gleymdi því að pappasía á tvígengisvél dregur smám saman í sig olíuna, sem blandað er í hlutföllunum 1:50 á tvígengisvélar, þannig að það myndast svelti sem að lokum velur því að hreyfillinn yfirhitnar og missir afl. 

Fallhlíf er einkar heppileg á eins hreyfils vélum sem rétt ná því að uppfylla kröfur um vél með einum hreyfli um nógu lága lágmarks flughraða. Sú krafa er um 70 mílna lágmarkshraða, eða 113 kílómetra hraða. 

Augljóst er hve miklu munar á slíkum hraða í nauðlendingu eða rúmlega 80 kílómetra hraða á algengustu eins hreyfils vélunum, að ekki sé talað um 45 kílómetra hraðann á örfisunum.SR22-Teenflight 

Neyðarfallhlífar hafa bjargað mörgum mannslífum erlendis, og Cirrus-vélarnar, sem eru með háan lendingarhraða, eru framleiddar með neyðarfallhlíf sem staðalbúnað. 


mbl.is Sjáið vélina hrapa í Kyrrahafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er það sem að er að, þegar ekkert er að, en samt er eitthvað að? Stíflað bensínlok?

Fyrsta lendingin þín hjá mér Ómar, var á skaftinu, og út af bensín-vandræðum ;)

Gæti hafa verið 1998.

Jón Logi (IP-tala skráð) 29.1.2015 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband