Loksins, loksins !

Vandi Ríkisútvarpsins á rætur að rekja meira en 30 ár aftur í tímann þegar ákveðið var að byggja þrjú risavaxin hús við Efstaleiti, eitt fyrir útvarpið, yfirstjórnina og skrifstofur, annað fyrir Sjónvarpið og hið þriðja sem tækjahús. 

Nefnd um opinberar framkvæmdir stöðvaði sem betur fer þessi áform, en í stað þess að láta hanna húsið frá grunni upp á nýtt, var ákveðið að halda sig við byggingu hússins fyrir útvarp og skrifstofur, en troða þar inn sjónvarpinu og tækjadeild. 

Ofan á allt of stórt hús varð til óhagkvæmt hús, að stórum hluta alls ekki hannað fyrir sjónvarp og háir það bæði starfseminni og skapar illa nýtt rými. 

Erfitt var að koma á framfæri gagnrýni á húsið, en sem fulltrúi í samráðsnefnd um það, varð mér ljóst í hvílíkt óefni var stefnt. 

Í sjónvarpi fékkst aðeins rökræn umræða um húsi í þriggja mínútna frétt, þar sem ég fékk 40 sekúndur til umráða til að koma sjónarmiðum starfsfólks, hollvina og listamanna á framfæri. 

Ástæðan var sögð sú að það svo erfitt að láta Ríkisútvarpið fjalla um sjálft sig! 

Nú loksins hillir undir að smá leiðrétting fáist á þessum afdrifaríku mistökum í boði íslenskra stjórnmálamanna, en eftir sem áður er húsið mislukkað hvað snertir tilhögun og ekki síst fáránlegt og dýrt loftræsti- og hitunarkerfi, sem tekur heilan aukakjallara undir kjallara hússins vegna þess að við hönnun hússins var brotið meira en þúsund ára gamalt lögmál um loftræstingu húsa allt frá dögum Rómverja, sem má meðal annars sjá í mörgum af þekktustu byggingum heims svo sem Louvre-safninu, byggingunum í London og Pentagon í Bandaríjunum.

Loksins! Loksins!  

 


mbl.is RÚV leigir Reykjavíkurborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 29.1.2015 (í dag):

"Um miðjan október á síðasta ári skrifaði ég ykkur um það að hugmyndasamkeppni um RÚV-lóðina í Efstaleiti væri í undirbúningi.

Nú eru samningar um það í höfn ásamt tveimur öðrum sem við samþykktum í borgarráði áðan.

Í fyrsta lagi gerðum við samkomulag um að 20% af byggingarrétti á svæðinu renni til Reykjavíkurborgar til uppbyggingar á leiguhúsnæði, stúdentaíbúðum eða búseturéttaríbúðum.

Í öðru lagi blásum við til skipulagssamkeppni um deiliskipulag á lóðinni og uppbyggingu á henni.

Þriðji samningurinn kveður á um að borgin leigi af Ríkisútvarpinu efstu hæðirnar í útvarpshúsinu undir þjónustumiðstöð Laugardals, Háaleitis og Bústaða sem hingað til hefur verið staðsett í frekar leiðinlegu húsnæði í Síðumúla 39."

Fallegur og skynsamur maður, borgarstjórinn okkar.

Þorsteinn Briem, 29.1.2015 kl. 19:29

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Skárst væri að Reykjavíkurborg og vinstraliðið tæki alfarið við þessu, húskofanum og lóðinni og greiðslan fyrir það færi upp í skuldir og rúvvið yrði lagt niðuR.Borgarstjórinn hefur vissulega betra útlit en Sörlaskjólsskáldið, en er ekki gæfa betri en gjörvileiki.

Sigurgeir Jónsson, 29.1.2015 kl. 22:25

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nýja sjónvarpsstöðin gæti sjálfsagt útvarpað einhverju líka sem hlustandi væri á sérílagi ef Omar Ragnarsson gengi til liðs við fyrri og núverandi félaga sína.

Sigurgeir Jónsson, 29.1.2015 kl. 22:28

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Allt er betra og lítur mun betur út en teboðsskríllinn sem þú tilheyrir, Sigurgeir Jónsson.

Þorsteinn Briem, 29.1.2015 kl. 22:29

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Skynsemi Sörlaskjólsskáldsins og Borgarstjórans geta menn síðan haft ýmsar skoðanir á, sér í lagi skáldsins.

Sigurgeir Jónsson, 29.1.2015 kl. 22:31

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki vantar skítkastið frá þér frekar en fyrri daginn, Sigurgeir Jónsson.

Þorsteinn Briem, 29.1.2015 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband