Hvenær eru "varahlutirnir" orðnir of gamlir?

Í frétt um líffæragjafir er þess getið að 18 ára aldur sé skilyrði fyrir því fólk geti gefið líffæri eftir sinn dag. 

Fróðlegt væri að vita hvort eitthvert aldurtakmark er í hinum enda ævinnar, eða hvort það sé matsatriði hvort viðkomandi líffæri sé nothæft. 

Ef eitthvað af mínum líffærum er nothæft, þótt ekki væri nema í neyð, myndi ég láta skrá samþykki mitt fyrir slíkri gjöf. 

Í Danmörku eru lögin víst þannig að fólk verður að lýsa yfir því að það vilji ekki gefa líffæri eftir andlát sitt, en annars teljist aðgerðarleysi sama og samþykki. 

Þetta byggist á því að með sívaxandi tækni vex skorturinn á líffærum og að það megi ekki gerast að óþörfu að manneskja láti lífið vegna þess að það vantaði "varahlut".  


mbl.is Allir geta tekið afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ástand líffæranna skiptir væntanlega mestu máli og móðurafi minn lifði öldum saman, fæddist árið 1899 og dó 2000.

Um að gera að skrá sig og svo kemur í ljós hvort eitthvað er nothæft eftir alla kókdrykkjuna og prins póló-átið.

En Framsóknarmenn vilja örugglega ekki fá heilann.

Af­staða til líf­færa­gjaf­ar á heimasíðu Land­læknisembætt­is­ins

Þorsteinn Briem, 30.1.2015 kl. 00:51

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"All­ir sem orðnir eru 18 ára geta tekið af­stöðu til líf­færa­gjaf­ar á vefsíðu Land­læknisembætt­is­ins.

Jór­laug [Heim­is­dótt­ir verk­efn­is­stjóri hjá embætt­inu] seg­ir hvorki ald­ur né heilsu­far skipta þar máli; komi líf­færa­gjöf til greina séu fram­kvæmd­ar rannsóknir til að skera úr um hvort líf­færa­gjöf er mögu­leg og hvaða líf­færi viðkom­andi get­ur gefið."

Þorsteinn Briem, 30.1.2015 kl. 04:26

3 identicon

Sæll Ómar

Ekkert aldurshámark, við skyndilegt andlát þá kemur í ljós hvort "varahlutirnir" séu í lagi og hvort vöntun sé á þeim.

Birna Guðmundsdóttir bjargaði tveimur 62ja ára til dæmis sem er ekki hár aldur.   http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/01/30/bjargadi_tveimur_mannslifum/

Steinunn Rósa Einarsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2015 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband