Í samræmi við spár en ekki við "kuldatrúna".

Fyrir meira en áratug greindu íslenskir jarðvísindamenn frá því í sjónvarpsfréttum að vegna minnkunar jöklanna af völdum hlýnandi loftslags myndi eldvirkni aukast mikið á Íslandi á þessari öld og eldgosum stórfjölga, einkum undir Vatnajökli og í grennd við hann. Holuhraun gos 3

Nú þegar hafa orðið sjö eldgos á síðasta aldarfjörðungi, þar af þrjú gos á síðustu tíu árum, en spáð er enn tíðari gosum. 

35 millimetra hækkun lands á ári að mati bandarískra vísindamanna kann að sýnast smá tala, en hún samsvarar 35 sentimetrum á áratug og þremur og hálfum metra á öld. 

Þetta er athyglisvert, en athyglisverðara hlýtur þó að teljast, að stór hópur vel menntraðra manna skuli ekki aðeins andmæla því kröftuglega að mesta magn CO2 í andrúmslofti jarðar í 800 þúsund ár skuli valda hlýnun andrúmslofts, og ekki aðeins andmæla því að loftslag fari hlýnandi, heldur jafnvel fullyrða að "loftslag fari hratt kólnandi". 

Íhugun á því hvernig þetta geti gerst í nútíma samfélagi á upplýsingaöld er nefnilega nauðsynleg til þess að skilja af hverju mannkynið er á þeirri leið sem það er á í meðferð þess á jörðinni og auðlindum hennar.  


mbl.is Ísland rís um 35 millimetra á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eldgos hafa orðið á Íslandi að meðaltali á 4-5 ára fresti frá því land byggðist en frá aldamótum 1900 hafa þau verið á 2-3 ára fresti. Fyrir 1980 var ekki um marktæka hlýnun að ræða því nánast öll hlýnunin hefur orðið eftir það, en nánast engin hlýnun er frá 1998. Það sem er óvenjulegt hins vegar við hlýnuna til 1998 er að hitastigið hefur haldist hátt síðan þá.

Það hefur því engin aukning orðið á eldgosum ennþá vegna minnkandi jökla, hvað sem síðar verður.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.1.2015 kl. 13:15

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.8.2012:

"Íslenskir jöklar verða horfnir eftir 150 til 200 ár verði veðurfar svipað og það hefur verið síðustu tvo áratugi.

Snæfellsjökull hyrfi eftir um það bil 30 ár
, segir Helgi Björnsson jöklafræðingur.

"Síðustu 17 ár hafa jöklarnir bráðnað með auknum hraða."


Helgi segir að Snæfellsjökull sé aðeins 30 metrar að þykkt að meðaltali en að vísu sé meiri snjór í honum að norðanverðu, allt að 70 metra þykkur.

"Snæfellsjökull rýrnar að meðaltali um 1,3 metra á ári, þannig að það er auðséð að hann þolir ekki slíkt framhald í marga áratugi.

Við missum um það bil einn metra á ári af Vatnajökli, annað eins af Hofsjökli og 1,3 metra af Langjökli en allra mest af jöklunum syðst, Eyjafjallajökli og þessum litlu jöklum sunnanlands. Þar er bráðnunin 1,8 metrar, svipað og meðal mannshæð.

Nú er reiknað með að það hlýni enn frekar vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa
og það gæti orðið tveimur gráðum hlýrra við lok þessarar aldar en nú er.""

Þorsteinn Briem, 30.1.2015 kl. 13:31

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 30.1.2015 kl. 13:38

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.10.2014:

"Í ljós kom að lónið er um 40 metr­ar að dýpt og jök­ull­inn reynd­ist hafa hopað um 80 metra frá því í fyrra.

Hef­ur hann því alls hopað um 170 metra frá því að mæl­ing­ar hóf­ust árið 2010."

Mæla árlega hop Sólheimajökuls

Þorsteinn Briem, 30.1.2015 kl. 13:42

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu veit mörlenski teboðsskríllinn betur en Helgi Björnsson jöklafræðingur.

Þorsteinn Briem, 30.1.2015 kl. 13:45

7 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Hlýnun á jörinni er eitt, hlýnun á Íslandi er annað og minnkun jökla vegna þess er enn annað. 

Öll ár þessarar aldar hafa verið hlý eða mjög hlý á Íslandi og á þeim tíma hefur rírnun jökla verið mikil. Ef kenningin um minnkandi jökulfarg er rétt þá ætti hættan af eldgosnum því að vera meiri nú en fyrir aldamót. 

Mér finnst samt ekki líklegt að aukin tíðni eldgosa undanfarið stafi af minnkandi jöklum. Eldvirkni eykst og minnkar á tímabilum. Það var talsverð virkni í Vatnajökli fyrir um 100 árum (þegar jöklar voru stærri) en var lítil um miðja síðustu öld þrátt fyrir hlýtt tímabil og minnkandi jökla þá. Katla gaus stóru gosi 1918 þrátt fyrir stærri jökul, en hefur ekki gosið síðan þá þrátt fyrir minnkandi jökulfarg. En eins og Gunnar segir, hvað sem síðar verður.

Emil Hannes Valgeirsson, 30.1.2015 kl. 13:58

8 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Fimm athugasemdir frá Briem meðan ég var að svara Gunnari! En afsakið þetta "ð" sem vantaði í jörðina í 1. setningu.

Emil Hannes Valgeirsson, 30.1.2015 kl. 14:02

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gott að teboðsskríllinn kann að telja en ekki getur hann haldið sig við efni pistils Ómars Ragnarssonar frekar en fyrri daginn og hefur miklu meiri áhuga á undirrituðum.

Þorsteinn Briem, 30.1.2015 kl. 14:09

11 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Í fyrri athugasemd dró ég í efa að eldgos síðustu ára stafi endilega af minnkandki jöklum. Bendi á þessa Mbl-frétt hér í sambandi við mismikla eldvirkni á Íslandi.

Nýtt eld­gosa­skeið að hefjast:

Þar segir meðal annars

"Meðal ann­ars rann­sökuðu þau jarðlög, ískjarna og sögu­leg­ar heim­ild­ir. Af þeim mátti ráða að eld­virkni hér hafi gengið í bylgj­um í ald­anna rás.

Bylgjutopp­arn­ir virt­ust tengj­ast sterk­lega jarðskjálfta­hrin­um sem urðu vegna spennu á fleka­mót­um Norður-Atlants­hafs­hryggj­ar­ins. Einnig gætu eld­gosa­tíma­bil­in tengst sveiflu­kenndri til­færslu kviku úr möttli jarðar og þrýst­ings­breyt­ing­um á yf­ir­borðinu vegna bráðnun­ar jökla og jarðhita­virkni.

Guðrún og sam­starfs­menn henn­ar sýndu fram á að í Vatna­jökli, þar sem m.a. eru eld­stöðvar á borð við Grím­svötn og Bárðarbungu, hafi orðið 6 - 11 eld­gos á hverju 40 ára tíma­bili þegar eld­virkn­in var sem mest sam­an­borið við mest þrjú eld­gos á hverj­um 40 árum tíma­bila lít­ill­ar virkni. Svipuð sveifla virt­ist gilda um önn­ur eld­fjalla­svæði á Íslandi."

http://www.mbl.is/frettir/forsida/2010/04/21/nytt_eldgosaskeid_ad_hefjast/?nid=1485590;limit=0;gid=2821

Sem sagt. Það er varla hægt að segja að aukin eldvirkni sé endilega vegna minnkandi jökla. Fleira kemur til. Hinsvegar er ég ekki teboðsskríll og hef aldrei verið.

Emil Hannes Valgeirsson, 30.1.2015 kl. 14:41

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.4.2014:

"Höfn í Hornafirði stendur nú 15 sentímetrum hærra en árið 1997 og ástæðan er minna farg af bráðnandi jökulþekju.

Súrnun sjávar
mun taka yfir sem helsta rannsóknar- og áhyggjuefni vegna hlýnunar jarðar af völdum loftslagsbreytinga og súrnunin er tekin að hafa áhrif á efnahag ríkja."

"Áætlað er að þegar Vatnajökull hefur hopað allur muni land undir honum miðjum rísa um rúma 100 metra og allt að 20 metra við Höfn í Hornafirði.

Fargléttirinn við bráðnun jökulsins mun stórauka eldvirkni
, enda á kvikan þá greiðari leið upp á yfirborðið."

Þorsteinn Briem, 30.1.2015 kl. 15:26

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þennan fróðleik, Emil.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.1.2015 kl. 16:28

14 identicon

Það er náttúrulega eftir öðru hjá þeim sem trúa og predika að allar veðrabreytingar síðustu 800 þúsund ára séu af mannavöldum að bæta nú eldgosunum við. Mikil gáfumenni þar á ferð og virðingarverð sú ætlun þeirra að laga veðrið og stöðva eldgos.

Hábeinn (IP-tala skráð) 30.1.2015 kl. 18:38

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvaðan hefur huldumaðurinn Hábeinn það að nokkur maður hafi sagt "að allar veðrabreytingar síðustu 800 þúsund árin séu af mannavöldum og að bæta megi eldgosunum við"?

Frá á síðustu tæpum 30 köldu árunum milli 1875 og 1913 var eldgosahlé á Íslandi.

Síðan fjölgaði þeim afar hægt í fyrstu næstu 48 ár, Kötlugos 1918, tvö mjög smá gos í Grímsvötnum 1934 og 37 og Heklugosið 1947.

1961 fer tíðnin að aukast, enda hafa jöklarnir þá minnkað og lést nokkuð.  

Ómar Ragnarsson, 30.1.2015 kl. 23:20

16 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Gos í Surtsey og Heimaey teljast varla með sem gos vegna minnkandi jökla. Heldur ekki Kröflugosin sem voru langt norður af jöklum. Hvað þá með Heklugosin?

Hinsvegar hafa verið nefnd allmörg gos í Vatnajökli á kalda tímanum, þótt staðsetning þeirra sé stundum óljós. Svo ég vitni í bókina Náttúruvá á Íslandi þá eru nefnd í töflu gos (og vísbendingar um gos) í Grímsvatnakerfinu árin: 1878, 1883, 1885, 1887, 1892, 1903, 1919, 1922, 1934, 1938 og síðan goshlé í vötnunum næstu 45 ár þrátt fyrir einmuna hlýindi um miðja síðustu öld. Það hafði hinsvegar kólnað aftur þegar Grímsvötn rumskuðu loks árið 1983. 

Vilji menn hafa Heklu með þá gaus í nágrenni hennar árin 1878 og 1913. Það fór hinsvegar ekki að hlýna hér að ráði fyrr en um 1926.

Emil Hannes Valgeirsson, 31.1.2015 kl. 01:33

17 identicon

Huldumaðurinn Hábeinn hélt að það væri siður hér að grípa fullyrðingar úr lausu lofti án nokkurra röksemda og gera fólki upp skoðanir. Að tölfræðileg rök og vísindaleg vinnubrögð væru óþörf þegar trúin væri meiri en hægt væri að sanna og meira máli skipti að niðurlægja andstæðinginn með rangfærslum og uppnefnum en að fara með rétt mál. Eða er það bara síðuhöfundur sem má það?

http://eldgos.is/gosannalar/1800-2010/

8 gos á "köldu árunum milli 1875 og 1913 var eldgosahlé á Íslandi." Sennilega ekki minnisstæð þar sem þú flaugst ekki yfir þau, en þau telja samt.

"Síðan fjölgaði þeim afar hægt í fyrstu næstu 48 ár, Kötlugos 1918, tvö mjög smá gos í Grímsvötnum 1934 og 37 og Heklugosið 1947." Sumir telja 7 gos þar sem síðuhöfundur sá aðeins 4 og Vísindavefurunn telur upp 6 gos bara í Öskju.

Fólk sem notar eldheita trú, hugarburð og einstaklega slakt minni sem gögn máli sínu til stuðnings ætti að halda sig frá umræðum sem byggja á staðfestum gögnum.

Hábeinn (IP-tala skráð) 31.1.2015 kl. 01:33

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er ekki hægt að uppnefna huldumann sem segist heita Hábeinn.

Þorsteinn Briem, 31.1.2015 kl. 02:42

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 31.1.2015 kl. 04:50

20 identicon

Ómar Ragnarsson er því miður kominn á síðasta söludag með óðahlýnunarbrandarana sína - og hliðarsjálfið Steini Briem er á leiðinni í úreldingu með spastísku úrklippurnar sínar :(

Bara til að hafa það á hreinu stendur íslenskur jöklabúskapur með miklum blóma þessa dagana, smbr. nýjasta pistil Trausta Jónssonar veðurfræðings, sem seint verður flokkaður í "skrílsflokk" - eins og angurgapanum ÓR er tamt að leita í.

"meiri snjór er nú á mestöllu vestan- og sunnanverðu landinu heldur en í fyrra. Langmestur munur er á ákomusvæðum jöklanna stóru. Mýrdalsjökull er dálítil undantekning - þar er snjór nú mun meiri á jöklinum vestanverðum heldur en í fyrra - en talsvert minni neðantil á honum austanverðum og sömuleiðis er minni snjór á allnokkru svæði norðan jökulsins heldur en á sama tíma í fyrra."

http://trj.blog.is/blog/trj/entry/1600887/

ÓRa væri hollt að rifja það upp að H2O tekur á sig ýmsar myndir :D

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 31.1.2015 kl. 13:00

21 Smámynd: Einar Steinsson

Hilmar Hafsteinsson, ég legg til að þú lærir að lesa áður en þú byrjar að skrifa. Í greininni sem þú vísar í segir ekkert um hvort snjóbúskapur jökla sé í "blóma" eða ekki, þar segir engöngu að á tilteknum degi ársins sé meira snjómagn á sumum svæðum heldur en á sama tíma í fyrra og annarstaðar sé minni snjór. Hvort nægur snjór falli á árinu til að jöklar nái að haldi í horfinu er hvergi minnst á.

Einar Steinsson, 10.2.2015 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband