Trúir til enda.

Willy´s jeppinn, sem kom fram fyrir tæpum 75 árum var að sönnu tímamótabíll, sá fyrsti sem viðráðanlegt var að eignast og opnaði vegleysur úm allan heim, eitt af fimm tækjum, sem Eisenhower yfirhershöfðingi sagði að hefðu ráðið úrslitum um sigur Bandamanna í Seinni heimsstyrjödlinni. 

Eitt af grunnatriðum jeppans var hátt og lágt drif og heilir driföxlar. Jeep Wrangler Rubicon

Nýtingin á rýminu í jeppanum var ekki upp á hið besta. 15 sentimetrar milli framhjóla og farþegarýmis nýttust ekki fyrir farþegarýmið og aðeins fjórir eða í mesta lagi fimm gátu setið í bílnum. Farangursrýmið í því tilfelli var ekkert.Land Rove Defendar

Land Rover kom með aðra byltingu 1948. Með tiltölulega lítilli breytingu, aðeins 10 sentimetra breikkun og 30 sentimetra lengingu gátu þrír setið frammi í og fjórir aftur í eða samtals sjö.UAZ 469 Patriot

Og gírarnir voru fjórir í stað þriggja. 

GAZ 69 "Rússajeppinn" kom með þriðju byltinguna 1953 þegar farþegarýmið var fært fram á grindinni um 30 sentimetra og öxlarnir lengdir svo að menn sátu á mun betri stað í rýminu og það var heilmikið farangursrými í Rússanum. Hann var auk þess 13 sentimetrum hærri undir kviðinn en hinir jepparnir, þar sem full lágt var undir millikassann. Mercedes Benz G-Wagen

Auk þess voru þyngdarhlutföllin mun betri en í Willys og Land Rover og fjaðrirnar lungamjúku hafðar ofan á öxlunum, svo að bíllinn var betri torfærubíll en keppinautar hans á Íslandi, engin fjaðrahengsli sem stóðu niður fyrir öxlana.

En einstaklega léleg vél og þrír gírar voru ókostir. Síðar var veghæðin aukin undir kviðinn á Defender. 

Í dag þrauka aðeins fjórir fjöldaframleiddir jeppar með formúlunni hátt og lágt drif og heila driföxla, Jeep Wrangler, Land Rover Defender, Mercedes Benz G jeppinn, Suzuki Jimny og UAZ 469 og UAZ Patriotm sem eru í grunninn GAZ 69 og einna minnst breyttur í 62 ár.Suzuki Jimny

Allir aðrir jeppar eða jepplingar eru komnir með sjálfstæða fjöðrun og nær allir með slíka fjöðrun á öllum hjólum.

Kostir sjálfstæðrar fjöðrunar er léttari fjöðrunarbúnaður og sjálfstæði hvers hjóls, en ókostirnir eru helst þeir, að fjöðrunarslagið er mun styttra en á heilum öxli, sem er með gormafjöðrun, en gormafjöðrun er á öllum fyrrnefndum "alvöru" jeppum.

Langt fjöðrunarslag þýðir meiri gripmöguleika í ójöfnum og ófærum og það vegur þungt. Þetta gerði Range Rover svo magnaðan þegar hann kom fram með sína löngu og mjúku gormafjöðrun án jafnvægisstangar. Hann hallaðist að vísu svakalega í beygjum og halla, en hjólagripið var einstakt. 

Tveir jeppanna tryggu hafa fengið möguleika á lægri fyrsta gír en áður var, Land Roverinn með 1:67 og Jeep Wrangler Rubicon með 1:64. Möguleikinn á  að fara niður i slíkt drifhlutfall getur verið ómetanlegt í ófærum.

Jimny hefur fært sig úr 1:32 í 1:38 og 1:38 er í boði á G Wagen, sem þar að auki er afar kraftmikill og með sjálfskiptingu sem getur gert drifið enn lægra.

Til samanburðar má geta þess að á nær öllum öðrum fjórhjóladrifsbílum er aðeins hægt að fara hálfa leið eða skemur í þessa átt.

Allir fyrrnefndir "alvöru"jeppar hafa fengið gormafjöðrun nema að UAZ er áfram með blaðfjöðrun að aftan. 

Framleiðendur Wrangler, Land Rover, G-Wagen, Jimny og UAZ eiga hrós skilið fyrir að hafa ekki látið hrekjast frá því að framleiða þessa jeppa fyrir markhóp, sem kannski er ekki eins stór og hann var fyrrum.

Land Rover Defender í núverandi formi verður trúr allt til enda og vonandi verður haldið áfram að framleiða hina þrjá.

Með því að setja hann á gorma á níunda áratugnum og hækka hann stórlega undir kviðinn tók hann stórt stökk fram á við í fjöðrunar- og torfærueiginleikum. 

Að vísu er búið að lækka Wrangler fullmikið í staðal útgáfu hans, en auðvelt á að vera að breyta því.

Það verður spennandi að sjá, hve langt frá gamla góða Land Rover nýi Defenderinn fer. Vonandi verður þeim sinnt sem þurfa á sem bestu torfærutæki að halda.     


mbl.is Land Rover Defender kveður með stæl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð úttekt á fjórhjóladrifnum farartækjum. Varðandi UAZ 469, er búið að setja hann á klafa að framan? Vissi það reyndar ekki. En UAZ 452 held ég sé með heil rör á báðum endum. Átti eitt sinn þannig bíl og líkaði vel.
Svo var að birtast í tölvuheimum myndir af nýrri kynslóð Wrangler og Wrangler Rubicon og mér sýndist (vonandi missýndist) að þeir væru orðnir með "sælvbærende karosseri" eins og danir kalla það. Afleitt ef rétt reyndist.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 26.2.2015 kl. 17:01

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir þetta, Þorkell. Sá að smá misskilningur hafði ratað inn hjá mér og leiðrétti það umsvifalaust. UAZ 469 er á heilum öxlum að framan og aftan, en ennþá með blaðfjaðrir að aftan. 

Ómar Ragnarsson, 26.2.2015 kl. 22:38

3 identicon

Nýji Jimnyinn verður kynntur í Genf núna í næstu viku. Vonandi er ekki búið að gelda greyið.

Svo las ég einhversstaðar að rússinn væri að hætta að framleiða UAZ 469, en Patriotinn verður ennþá smíðaður í núverandi mynd.

Súkkan þín lifir alltaf er það ekki? :)

Bragi Guðlaugsson (IP-tala skráð) 27.2.2015 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband