Hamborgari útilokar hungur.

Þrátt fyrir alla menntunina og gráðurnar, þrátt fyrir vegtyllur á borð við þá að vera formaður umhverfisnefndar í bandaríska þinginu og virðulegur öldungardeildarþingmaður, virðist það ekki hagga vitund við gáfnafari sumra manna. 

Þingmaðurinn telur snjó til merkis um að það sé mjög, mjög kalt, þótt vitað sé að snjór geti myndast við frostmark og sé út af fyrir sig ekkert merki um miklar frosthörkur.

Snjór í Washington í febrúar er heldur ekkert "mjög óvenjulegt miðað við árstíma".

Samþingmaður nefndarformannins benti á að beita mætti hliðstæðri röksemdafærslu með því að fullyrða að ekkert hungur væri í heiminum, af því að það væri hægt að fá sér snarl að borða í þinghúsinu. 

Já, það væri vel hægt að kasta hamborga í þingforsetann til að sanna það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Karlinn er áunninn fáfræðingur.

Þorsteinn Briem, 28.2.2015 kl. 23:20

2 identicon

Snjór í Washington í febrúar er ekkert mjög óvenjulegt miðað við árstíma....nema ef spálíkön þeirra sem telja hlýnun vera af mannavöldum hefðu staðist. En svo er ekki og því reyndist spáð volg rigning vera köld snjókoma í Washington.

Hábeinn (IP-tala skráð) 28.2.2015 kl. 23:34

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sýndu hér þessi spálíkön, "Hábeinn".

Þorsteinn Briem, 28.2.2015 kl. 23:43

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenskir "hægrimenn":

Hampa ríkisreknum fyrirtækjum, til að mynda Landsvirkjun, og vilja enn fleiri, til að mynda ríkisrekna áburðarverksmiðju.

Vilja endilega vinna hjá ríkinu, til að mynda Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik Sophusson fyrrverandi forstjóri Landsvirkjunar og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Tala sífellt niður til ferðaþjónustunnar hér á Íslandi, enda þótt hún sé í langflestum tilfellum rekin af einkafyrirtækjum.

Tala niðrandi um íslensk þjónustufyrirtæki, enda þótt þau séu flestum tilfellum í einkaeigu.

Halda því fram að andrúmsloftið fari kólnandi, enda þótt jöklar bráðni sífellt meira, eins og dæmin sanna, og hampa mengun.

Vilja halda niðri öllum launum í landinu út í það óendanlega, þannig að kaupmáttur er hér minnstur í Norður-Evrópu og minni en í Suður-Evrópu.

Halda því fram að Evrópusambandið sé vinstri sinnað, enda þótt því sé stjórnað af mið- og hægriflokkum.

Þorsteinn Briem, 28.2.2015 kl. 23:45

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.11.2011:

"The European People's Party er langstærsti hópurinn á Evrópuþinginu en hann er bandalag hægri- og miðflokka.

Blái liturinn
táknar að mið-hægri ríkisstjórnir fari með völdin í viðkomandi ríki:"


Þorsteinn Briem, 28.2.2015 kl. 23:45

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fasistar sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.

Og orðræða fasismans einkennist af mikilli þjóðernishyggju."

Sem sagt, Sjálfstæðisflokkurinn í hnotskurn.

Þorsteinn Briem, 28.2.2015 kl. 23:46

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn telur það væntanlega hægrisinnað að hækka matarskattinn.

Þorsteinn Briem, 28.2.2015 kl. 23:47

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.11.2012:

"Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur sent frá sér fréttatilkynningu ásamt 14 blaðsíðna yfirliti yfir veðurfar á heimsvísu það sem af er þessu ári (2012).":

"The years 2001-2011 were all among the  warmest on record, and, according to the World Meteorological Organization, the first ten months indicate that 2012 will most likely be no exception despite the cooling influence of La Niña early in the year."

Þorsteinn Briem, 28.2.2015 kl. 23:50

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 28.2.2015 kl. 23:53

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Árið 2014 einkenndist af miklum hlýindum en víða var mjög úrkomusamt og sumarið sólarrýrt.

Við norðurströndina og víða austanlands er árið það hlýjasta frá upphafi mælinga ..."

Tíðarfar ársins 2014 - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 1.3.2015 kl. 00:15

13 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Merkilegt, Steini Briem, að þú skulir nota athugasemdakerfið hans Ómars sem þitt eigið blogg, þegar þú átt sjálfur blogg en notar það ekki.

Vésteinn Valgarðsson, 1.3.2015 kl. 16:56

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Öllum er frjálst að senda athugasemdir inn og skrifa um það sem þá lystir, jafn mikið og oft og þeir vilja, - einnig að lesa eða lesa ekki það sem þá lystir.

Ég lagði upp með þetta fyrir sjö árum og það stendur."

Ómar Ragnarsson, 4.1.2014

Þorsteinn Briem, 1.3.2015 kl. 21:02

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 1.3.2015 kl. 23:57

16 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég er ekki að segja að þú megir það ekki. Það er bara spes.

Vésteinn Valgarðsson, 2.3.2015 kl. 03:45

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanir þínar á undirrituðum eða einhverjum öðrum skipta mig engu máli, Vésteinn Valgarðsson.

Staðreyndir eru lesnar hér
, hvort sem þér líkar það betur eða verr, og ekkert "spes" við það.

Það er hins vegar "spes" að skrifa á annarra manna bloggum hvað mönnum finnst um þá sem þar skrifa en ekkert um efni bloggpistilsins.

Hugsa þú um þitt eigið blogg á þá sem þar skrifa.

Þorsteinn Briem, 2.3.2015 kl. 05:23

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hugsa þú um þitt eigið blogg og þá sem þar skrifa athugasemdir ef einhverjir eru, átti þetta nú að vera.

Blogg eru lesin vegna pistlanna sem þar eru birtir og athugasemdanna sem við þá eru skrifaðar hverju sinni.

Þorsteinn Briem, 2.3.2015 kl. 05:38

19 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

 
Samt spes.

Vésteinn Valgarðsson, 2.3.2015 kl. 06:21

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú ert sjálfur "spes", finnst mér.

Mjög áhugavert fyrir alla.

Þorsteinn Briem, 2.3.2015 kl. 06:29

21 identicon

Mjög áhugavert, hér byrjar Ómar að skrifa um veðurfar í Washington og þú  ( Steini Briem ) er komin yfir í íslenska hægrimenn, Evrópuþingið og fasisma. Verð að vera Vésteini sammála, Mjög spes. Þess utan þá skrolla ég alveg framhjá nánast öllum þínum skrifum og er það mikill léttir.

Kjartan (IP-tala skráð) 2.3.2015 kl. 16:02

22 identicon

 Ég held nú bara að enginn "geri sér ferð" á þessa síðu til þess að lesa athugasemdir Steina Briem. Þegar svo vill til að áhugaverðar umræður myndast í athugasemdakerfi síðunnar þá neyðist maður oftar en ekki til að skruna í gegnum heilu og hálfu síðurnar af síendurteknum athugasemdum Steina sem koma umræðunni ekkert við.

6 athugasemdir á 7 mínutum. Ef það er ekki skilgreiningin á "spammi" þá veit ég ekki hver skilgreiningin er.

Bloggsníkjulífi kannski ?

Doddi (IP-tala skráð) 2.3.2015 kl. 20:36

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hef birt hér margar athugasemdir um efni þessa bloggpistils en það hefur hvorugur ykkar gert.

Og að sjálfsögðu er ekkert "spes" við það.

Ykkur finnst bara hitt og þetta sem enginn hefur áhuga á að lesa.

Öllum er einnig nákvæmlega sama hvað þið lesið eða lesið ekki.

Þorsteinn Briem, 2.3.2015 kl. 20:36

24 identicon

Heldur þú virkilega Steini Briem, að fólk sé að koma inná síðurnar

hans Ómars til að lesa "copy paste" athugasemdir þinar..??

Því fer víðs fjarri.

En alltaf notar þú sömu rök og rökþrota maður með sínar

afsakanir,

"Öllum er frjálst að senda athugasemdir inn og skrifa um það sem þá lystir, jafn mikið og oft og þeir vilja, - einnig að lesa eða lesa ekki það sem þá lystir.

Hentar reyndar Ómari vel vegna athugasemdakerfisins, sem býður uppá

að vera mest sýnilegur.

En í guðanna bænum, ekki halda að fólk sé að lesa bloggið hans

Ómars, til þess eins að sjá þin komment.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 2.3.2015 kl. 21:13

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þér kemur ekkert við hvar ég skrifa athugasemdir, Sigurður K. Hjaltested.

Athugasemdir undirritaðs hér eru lesnar, hvort sem ykkur líkar betur eða verr.

Og Ómar Ragnarsson hefur sjálfur tekið hér fram að hann hafi ekkert við þær að athuga.

Þorsteinn Briem, 2.3.2015 kl. 21:43

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér var Ómar Ragnarsson sérstaklega að vísa til athugasemda undirritaðs á þessu bloggi:

"Öllum er frjálst að senda athugasemdir inn og skrifa um það sem þá lystir, jafn mikið og oft og þeir vilja, - einnig að lesa eða lesa ekki það sem þá lystir.

Ég lagði upp með þetta fyrir sjö árum og það stendur."

Ómar Ragnarsson, 4.1.2014

Og ekkert birtið þið enn um efni þessa bloggpistils.

Þorsteinn Briem, 2.3.2015 kl. 21:49

27 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gott að Ómar hleypir okkur öllum ólíkum misjöfnum vitleysingunum að á blogginu sínu :).

Annars fengju ólík sjónarhorn ekki að komast að, til að greiða lýðræðisins nauðsynlegu umræðugötuna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.3.2015 kl. 23:09

28 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Spes.

Vésteinn Valgarðsson, 2.3.2015 kl. 23:41

29 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er í raun mjög þakkarvert og spes, að Ómar og fleiri góðir einstaklingar hleypi ólíkum sjónarhornum okkar allra mismikið vitgrannra að, í samfélagumræðuna á sinni bloggsíðu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.3.2015 kl. 00:38

30 identicon

Mjög "spes" en Steini greiið er illa lyktandi drepleiðinlegi fulli frændinn sem enginn þolir sem var boðið í þessa veislu fyrir kurteisissakir og heldur nú að hann sé gestgjafinn.

Hábeinn (IP-tala skráð) 3.3.2015 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband