Er Logi ekki þarna?

Ég sakna þess að sjá ekki Loga Bergmann Eiðsson á mynd af þeim fallegustu á árshátíð 365 miðla. 

Alltaf þegar ég hitti þennan vin minn, heilsa ég honum með orðunum: "Loginnnn! Öflugurrr"

Báðir hófum við feril okkar í sjónvarpi sem íþróttafréttamenn, en ég fullyrði að í engri fréttamennsku er mönnum hent eins rösklega fyrir ljónin og þar, - það er harðasta próf í því að bjarga sér í fjölmiðlun á methraða og hugsanlega er íþróttafréttamennska besti skólinn í faginu.  

Sú var tíð að Logi var ítrekað kosinn kynþokkafyllsti karlmaður landsins en virðist vera orðinn full hlédrægur í seinni tíð. 

Er það alger óþarfi, svo fjallmyndarlegur sem maðurinn er og þar að auki orðinn einskonar táknmynd um vaxandi gróður í kjölfar loftslagsbreytinga.

Logi hampaði fyrrnefndum titli meðan hann var á RUV og á einni árshátíðinni þar sagði Gísli Einarsson, að hann skildi ekkert í því hve mikinn þokka Logi væri talinn gæddur, - í besta falli væri hægt að líkja honum við viðhafnarútgáfu af Frankenstein.

Þetta sagði Gísli vafalaust og uppskar góð viðbrögð hjá öðrum karlpeningi á árshátíðinni vegna þess að við hinir skörtuðum ekki þeim maskúlín línum, skörpum, hornréttum og beinum, sem prýða kynþokkafullan karlmann þar sem einhverjir venusarbogalínur eru víðsfjarri. 

Þess vegna sakna ég þess að sjá ekki Loga á mynd yfir þá fallegustu. Sá myndi hrauna yfir alla!  

 


mbl.is Fallegastur á árshátíð 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Halla undan fæti fór,
Frankenstein ei lengur stór,
víða fór hróður,
en vaxandi gróður,
vísir Gísla ennþá mjór.

Þorsteinn Briem, 1.3.2015 kl. 02:09

2 identicon

Svo skartklædda Nonna og Skúla,

ekki skapvonda gerðiog fúla,

brosa varð Siggi þykku,

blómum með,Ingu og Rikku,

og brennheitur Logi hélt túla!

sealed

Þjóðólfur á Stöð 365 (IP-tala skráð) 1.3.2015 kl. 10:15

3 identicon

„Ég sakna þess að sjá ekki Loga...“.  Þér finnst þú, sem sagt, hafa séð alveg nóg af honum og vildir gjarnan ekki hafa séð hann.  Eruð þið ekki vinir?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 1.3.2015 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband