Kirov-Stalín 1934 - Nemtsov-Pútín 2015.

Sergey Kirov var rísandi stjarna innan sovéska kommúnistaflokksins 1934 og þar af leiðandi ein helsta ógnin fyrir völd Jósef Stalíns yfir flokknum. Kirov var myrtur, skotinn í bakið, og Stalín sjálfur tók að sér rannsóknina og yfirheyrði meira að segja sjálfur hinn grunaða, sem átti að gefa til kynna hve mikils hann hefði metið hinn myrta. 

Svo mikilsverður, að ekkert minna dugði en það einsdæmi að sjálfur leiðtogi þjóðarinnar sæi persónulega um lögreglurannsóknina. 

Fullnaðar niðurstaða varðandi morðið sjálft fékkst aldrei, en í hönd fór eitthvert sjúklegasta og morðóðasta tímabil á valdatíma nokkurs einvalds síðari tíma þar sem allir voru undir grun og mörg helstu brýnin í hinni gömlu forystu Bolsévíkaflokksins voru murkuð niður.

Allir í kringum Kirov voru "hreinsaðir" í burtu á einn eða annan hátt og flestum þykir líklegt, að Stalín hafi sjálfur staðið á bak við morðið á Kirov til þess að finna átyllu til að hefja hreinsanir innan flokksins.   

Undir lokin hafði Stalín látið drepa svo stóran hluta yfirmanna í Rauða hernum að það var ein aðalástæða þess að Hitler tókst næstum að sigra í innrásinni í Sovétríkin sjö árum síðar. 

Boris Nemtsov hefur verið rísandi stjarna í rússneskum stjórnmálum, bæði meðan hann vann fyrir Jeltsín og eftir að hann var í forystu fyrir stjórnarandstöðunni og orðin ein helsta ógnin við völd Putins þegar hann var drepinn við múra Kreml í fyrradag. 

Rétt eins og Stalín gerði 1934, tekur Pútín persónulega það einsdæmi að sér á okkar tímum að stjórna rannsókninni á morðinu nú, hælir um leið Nemtsov á hvert reipi og sendir móður hans hugheilar samúðarkveðjur. Og eins og Kirov 1934 var Nemtsov skotinn í bakið.  

Stalín sagði að vestrænir valdhafar stæðu að tilræðum í Rússlandi og lét sakborninga játa í illræmdustu réttarhöldum allra tíma að þeir hefðu verið handbendi erlendra óvina ríkisins. 

Nú þegar hafa verið settar á flot kenningar um það að vestræn öfl hafi staðið að morðinu á Nemtsov.

Það eru sláandi líkindi á milli þessara tveggja mála, en samt er ekkert fast í hendi, þótt spurningarnar þyrlist upp:

Er um algerar hliðstæður að ræða og hugsanlega upphaf á siglingu Pútíns inn í óviðráðanlega atburðarás stigvaxandi tortryggni með tilheyrandi "hreinsunum"?

Eða eru að verki lymskuleg brögð erlendra afla sem ætla sér að koma Pútín í vandræði og veikla völd hans og tiltrú rússnesku þjóðarinnar á honum? 

Bæði Pútín og hugsanlegir vestrænir klækjarefir þekkja söguna af Stalín og Kírov og sjá hugsanlega kosti og ókosti við þau líkindi. Eða hvað?

 

P.S. Þess má geta að ég sé nú, að í athugasemd um annan bloggpistil minn fyrr í dag, sem G. Tómas Gunnarsson setur inn á þriðja tímanum, nefnir hann einmitt morðið á Kirov sem fordæmi fyrir því að æðsti yfirmaður ríkis hafi sjálfur tekið persónulega að sér rannsókn á morði rísandi stjórnmálamanns. Það var að vísu ekki á okkar tímum og Stalín var auðvitað einstæður, en líkindin með þessum tveimur morðum og rannsóknunum á þeim eru samt sláandi.   

 


mbl.is Morðið náðist á myndband
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pútín 10.12.2004:

"As for enlargement of the Euroepan Union, we have always seen this as a positive process.

Certainly, enlargement gives rise to various issues that have to be resolved, and sometimes they are easy to resolve, sometimes not, but both sides have always shown a desire to find mutually acceptable solutions and we do find them.

If Ukraine wants to join the EU and if the EU accepts Ukraine as a member, Russia, I think, would welcome this because we have a special relationship with Ukraine.

Our economies are closely linked, including in specific areas of the manufacturing sector where we have a very high level of cooperation, and having this part of indeed our economy become essentially part of the EU would, I hope, have a positive impact on the economy of Russia."

"On the other hand, we are building a common economic space with the European Union, and we believe this is in the interests of both Russia and the European Union countries and will harmonise our economic ties with Europe.

But these projects are not in contradiction with the possibility of any country joining the European Union, including Ukraine.

On the contrary, the possibility of new members joining the EU makes our projects only more realistic.

But I repeat that the plans of other countries to join the EU are not our direct affair."

Press Conference Following Talks with Spanish Prime Minister Jose Luis Rodriguez Zapatero

Þorsteinn Briem, 1.3.2015 kl. 22:42

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.8.2012:

"All major political parties in Ukraine support full eventual integration into the European Union."

"The current Azarov Government continues to pursue EU-integration.

During May and June 2010 both Prime Minister Mykola Azarov and Ukrainian Foreign Minister Kostyantyn Hryshchenko stated that integration into Europe has been and remains the priority of domestic and foreign policy of Ukraine."

Ukraine-European Union relations

Þorsteinn Briem, 1.3.2015 kl. 22:42

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"In the 2001 Ukrainian census, 8,334,100 identified as ethnic Russians (17.3% of the population of Ukraine [þar af um 5% á Krímskaganum]), this is the combined figure for persons originating from outside of Ukraine and the autochthonous population declaring Russian ethnicity."

Um fjórðungur íbúa Eistlands og Lettlands er hins vegar af rússnesku bergi brotinn.

Krímskagi hefur nú verið innlimaður í Rússland og harla ólíklegt að því verði breytt.

Þorsteinn Briem, 1.3.2015 kl. 22:44

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/6/66/Ukraine_ethnic_2001_by_regions_and_rayons.PNG

Þorsteinn Briem, 1.3.2015 kl. 22:45

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Stórríkið":

"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%.

"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."

"Sænskir bændur um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna."

Þorsteinn Briem, 1.3.2015 kl. 22:49

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki vantar nú að mörlenski teboðsskríllinn með Ólaf Ragnar Grímsson í fararbroddi sé hrifinn af Pútín:

"Pútin er glæsilegur, gáfaður og framúrskarandi þjóðhöfðingi.

Það er okkar þjóðhöfðingi líka, þó hann sé eldri en Pútín."

jóhanna (IP-tala skráð) 8.10.2014 kl. 20:26

Þorsteinn Briem, 1.3.2015 kl. 22:57

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Bjargvætturin":

Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":


"No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."

"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many."

Þorsteinn Briem, 1.3.2015 kl. 23:02

9 identicon

Sæll Ómar.

Ekki má gleyma tilræðinu við Reinhard Heydrich
27. maí 1942 en hann lézt viku síðar af sárum
sínum.

Adolf Hitler fyrirskipaði rannsókn á morðinu en fáir
talið hann standa að baki því enda átti hann framgang sinn
honum að þakka að verulegu leyti.

Því má þó ekki gleyma að fáir menn náðu öðrum eins frama
og völdum og Heydrich og þeir ófáir sem beinlínis óttuðust
hann og það djöfullega myrkur sem umlék persónu hans.

Húsari. (IP-tala skráð) 1.3.2015 kl. 23:47

10 identicon

Conspiracy Documentary 2015

https://www.youtube.com/watch?v=AE4iqQuzHOU

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 2.3.2015 kl. 01:18

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hárrétt, Helgi, en munurinn á Heydrich annars vegar og Kirov og Nemtsov hins vegar er sá að Kirov og Nemtsov var hægt að tortryggja, þeir voru ekki strengjabrúður, - Nemtsov meira að segja bein ógn sem andstæðingur Pútíns,  en Heydrich var eins og sprottinn út úr heila Hitlers sem yfirburða Aríi eftir formúlu Foringjans og algert skrímsli í orðum og gjörðum.

Heydrich stefndi í að verða viðurstyggilegasta afurð Hitlers vegna líkamlegs glæsileika. Það fer meiri hrollur um mann við tilhugsuninni um hann en nokkurn annan af foringjum nasista   

Ómar Ragnarsson, 2.3.2015 kl. 06:55

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hitler hafði falið Heydrich að útfæra og framkvæma útrýmingu Gyðinga af því að hann treysti Heydrich best til þess sem hinu fullkomna samviskulausa illmenni. 

Himmler reyndi eitt sinn að vera viðstaddur fjöldaaftöku en varð bumbult.

Heydrich hefði flogið í gegnum slíkt próf. Þess vegna varð Hitler jafn reiður og raun bar vitni þegar Heydrich var drepinn enda vitað að andstæðingar nasista hefðu gert það.  

Ómar Ragnarsson, 2.3.2015 kl. 07:03

13 identicon

Sjö menn við sólarupprás. Þeim tókst að vega Heydrich, og við það skánaði plánetan!
Annars, - fyrir löngu hnaut ég um texta sem bendlaði Heydrich við hreinsanir Stalíns. Hann ku hafa "lekið" upplýsingum um meinta "andstæðinga" sem Stalín var snöggur að taka úr umferð. Þetta voru náttúrulega klárir herforingjar og lykilmenn. Kannast nokkur við þetta?

Jón Logi (IP-tala skráð) 2.3.2015 kl. 08:14

14 identicon

Kannast við þetta Jón Logi, en hef bara mjög vafasama heimild fyrir þessu.  Þetta kemur s.s. fyrir sem formálagrein að kafla í einhverri af bókum Sven Hassel.  Ég hef ekki rekist á þetta annarsstaðar.

melcior (IP-tala skráð) 2.3.2015 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband