Ekki of margir, - ekki of fáir.

Það hefur óhjákvæmilega fælingarmátt þegar andstæðingar valdafíkinna ráðamanna týna tölunni einn og einn. Það er valdhafanum í hag að ekki sé um of marga drepna aða ræða svo að grunur falli síður á hann. 

En þegar andófið verður of beitt að mati valdhafans, er það honum í óhag að mótmælin verði of hvöss eða hávær. Ég hvet fólk til að fara inn á vefsíðu Einars Björns Bjarnasonar til þess að lesa síðustu ummæli Nemtsovs um Pútín áður en Nemtsov var myrtur og skoða áhugaverðan lista tengdrar fréttar á mbl.is.

Í vestrænu réttarfari á það að vera krafa, að enginn sakborningur skuli teljast sekur, nema sekt hans sé óvéfengjanlega sönnuð. 

Á þeim nótum eru ofangreindar staðreyndir um áhrif morða á andófsfólki Pútíns orðaðar. 

Þegar Stalín hóf hreinsanir sínar 1934 var harðneskjuleg stefna hans þegar búin að valda milljónum dauðsfalla meðal Rússa og það slævði tilfinningu hans fyrir gildi mannslífsins. 

Hugsanlega ætlaði hann sér í upphafi ekki að hreinsanirnar kostuðu eins miklar mannfórnir og lömun á getu Rauða hersins og raunin varð. 

En hvert morð hans kallaði fram ástæðu fyrir fleiri morðum.

Stalín fór þá leið að koma því svo fyrir, að sakborningarnir játuðu sekt sína fyrir dómi. Síðar vitnaðist hvernig þær játningar voru fengnar.

En fyrst þurftu tveir áratugir að líða.

Sekt eða sakleysi Pútíns mun hugsanlega ekki endanlega verða ljós fyrr en eftir langan tíma.  

 

 

 


mbl.is Voveifleg andlát andstæðinganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Hinn þögli mannfjöldi sýndi mikið þrek og þor í samúðargöngu sem haldin var í Moskvu. Hér á landi vita menn að ógnarstjórn ræður ríkjum í Rússlandi eins og fyrir stríð. Af hverju skyldi kona Nemtsov vera í haldið yfirvalda. Væri ekki nóg að veita henni lögregluvernd? 

Samlíkingin við morðið á Kirov 1934 og Stalínstímabilið er athyglisverð. Nú hefur fólkið hinsvegar  netið. Mikið upplýsingastreymi og nýir samskiptamátar, ólíklegt því sem var á Stalínstímanum. Hvernig framhaldið verður er hulið. Perestroja sem Gorbatjov átti heiðurinn af kom mörgum árum eftir dauða Stalíns. Engin blíða sjáanleg nú og nýir metnaðarfullir stjórnmálamenn drepnir.

Einangrun og refsiaðgerðir gagnvart Rússlandi er tvíbent. Fáir kostir eru í stöðunni. Tíminn einn leysir oft mörg mál eins og í Burma og eftir dauða Stalíns. Launmorð á andstæðingum Pútíns eru glæpir og samanburðarhæfir við voðaverk Stalínstímabilsins.  

Sigurður Antonsson, 3.3.2015 kl. 10:21

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enginn rússneskur dómstóll myndi dæma Pútín sekan í einhverju máli.

Hér það almenningsálitið sem máli skiptir, bæði í Rússlandi og annars staðar í heiminum.

Skoðanir milljarða manna á þeim staðreyndum sem fyrir liggja.

Stjórnmálin þessi árin og áratugina en ekki rússneskur dómstóll eða síðari tíma sagnfræðirannsóknir.

Og skoðun eins eða nokkurra manna er að sjálfsögðu ekki almenningsálitið í heiminum.

Þorsteinn Briem, 3.3.2015 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband