Stefnt að því að hækka orkuverðið.

"Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær sæstrengur verður lagður milli Íslands og Skotlands" sagði forstjóri Landsvirkjunar á fundi fyrirtækisins í hitteðfyrra. 

Á öðrum fundi giskaði hann á að slíkt myndi hækka orkuverð innanlands um marga tugi prósenta og fannst það eðlilegt, enda yrði annar ávinningur fyrir þjóðfélagið meiri að hans mati og heimilunum því ekki of gott að borga sinn hluta af kostnaðinum.  

Auk þessa hefur hann kynnt þá stefnu Landsvirkjunar að tvöfalda orkuframleiðsluna fyrir árið 2025 þar sem virkjanir á austurbakka Mývatns og á Leirhnjúks- Gjástykkissvæðinu verða að veruleika auk sóknarinnar inn á miðhálenidð.

Þessi stefna þýðir að framundan séu langmestu virkjanaframkvæmdir í sögu þjóðarinnar, að eftir aðeins áratug munum við framleiða tíu sinnum meiri raforku en við þurfum til eigin nota, og að af 5000 megavatta framleiðslu 2025 muni íslensk heimili fá um 3% til sinna þarfa.

Og sæstrengurinn gyllti muni síðan negla endanlega naglana í líkkistu mestu náttúruverðmæta Íslands.  

 


mbl.is Orkuverð lægst hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Jahá, orkuverð lægst hér....Orkuveitan hefur verið ansi dugleg að hækka undanfarin misseri sem ég get staðfest og gaman væri að sú skrá væri sundurliðuð og birt.

Ég veit nú aldeilis allt um lúmskar og tiltölulega stöðugar hækkanir Orkuveitunnar og þessi klásúla..."Sam­an­b­urður á kostnaði heim­ila við veituþjón­ustu og á orku­verði í höfuðborg­um Norður­landa  leiðir í ljós að út­gjöld þriggja manna fjöl­skyldu miðað við al­genga notk­un hér á landi eru lægst í Reykja­vík. Næst koma Stokk­hólm­ur og Ósló með liðlega tvö­fald­an kostnað. Minni mun­ur er á gjaldi fyr­ir neyslu­vatn, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Orku­veitu Reykja­vík­ur...". takið eftir..FRÉTTATILKYNNINGU...Segir nákvæmlega ekkert um kostnað heimila og það kjaftæði allt. Kaupmáttur er t.d. þrefalt hærri a.m.k. í Noregi (munið t.d. eftir samanburði raftækja á dögunum) þar sem ég þekki vel til og við erum, miðað við tímakaup verkamanns, með óhóflegt verð frá okurholunni sem Orkuveitan heitir. Orkuveitan má hafa sig alla við að mylja undir rassgatið á forstjóra, framkvæmdastjórum og öðrum millistigs-toppum fyrirtækisins eins og komið hefur rækilega fram í blöðum síðustu mánuði og misseri.

Síðan er það er alltaf sama sagan hjá þessum svokölluðum "blaðamönnum" að þeir hika ekki mínútu við að blása út og birta innsendar fréttatilkynningar sem dælt er til þeirra á föxum eða ímeilum í stað þess að gramsa rækilega í málunum og kynna sér hlutina á vettvangi glæpsins. - Þessi "frétt" er semsagt alls ekki rétt og birt án nokkurs rökstuðnings. - Orkuverð á Íslandi er of dýrt og alls ekki í takt við laun eða kaupmátt hins láglaunuða og kúgaða verkamann Djöflaeyjunnar. - Þessir "blaðamanna"haugar ættu að vinna vinnuna sína í stað þess að hjálpa til við að ýta undir lygar stjórnenda og ráðamanna stórfyrirtækja sem keyrð eru áfram í þökk Pörupiltanna tveggja við Austurvöll.

Már Elíson, 22.3.2015 kl. 10:31

2 Smámynd: Sævar Helgason

Þessi þjóð lifir á útflutningi - til gjaldeyrissköpunar fyrir innkaup á nauðsynjum .
Ekkert í landinu fær þrifist á innflutnings.
Núna eru þrjár meginstoðir gjaldeyrisöflunar: Sjávarútvegur, ferðamannaiðnaður og stóriðja. 
Gengi þessara útflutningsgreina er og verður með misvægi .
Okkur er nauðsyn á að eiga fleiri egg í körfunni til að mæta misjöfnu gengi í okkar höfuð útflutningsgreinum.
Að bæta fjórðu útflutningsgreininni við -orkugeiranum er að fjölga eggjunum í körfunni.
Við notum aðeins brot af orkuframleiðslugetu okkar - svona svipað og með fiskinn við étum þar aðeins brot af okkar veiðigetu.
Við eigum að skoða raforkusölu á erlendan markað opnum huga . Sjálf eigum við að gera miklar kröfur um með hvaða hætti og hvar  og hvernig sú nýting fer fram. Við erum fær um það - finnst mér.

Sævar Helgason, 22.3.2015 kl. 10:32

3 Smámynd: Már Elíson

Vil fá að birta hér með leyfi síðuhöfunar eftirfarandi til upplýsingar og frekari glöggvunar :

http://jonlindal.blog.is/blog/jonlindal/entry/1668879/

Már Elíson, 22.3.2015 kl. 10:41

4 Smámynd: Sigurður Antonsson

Orkuveitan er meðvituð um verðmætin sem renna í pípunum. Samanburður er fyrst raunverulegur þegar kaupmáttur er skoðaður. Oft er aðeins hálfur sannleikur fenginn með samanburðareikningum, excel skjölum. Í blaðinu í gær var greint frá því að laun menntafólks væru ekki mikið hærri en launamanna. Ekkert var sagt frá fjölda vinnustunda sem liggur að baki.

Bót væri á í ef alþingismenn legðu fram samanburðarlíkan þegar þeir hrópa að það þurfi að virkja. Oftast eru engrar áætlanir sýndar um ávinninginn eða á hvað þeir ætla Landsvirkjun að selja kílóvattstundina. Lengst af hefur það verið leyndarmál. Áætlaður kostnaður við virkjanirnar þurfa líka að liggja fyrir áður en byrjað er.

Mikið hefur verið rætt um vindmyllur Landsvirkjunar en engar tölur um kostnað og arðsemi. Að slengja því fram að við séum að missa af lestinni ef ekki virkjað þar og hér, án rökstuðnings er ekki lengur boðlegt. Vel upplýstur almenningur á rétt á að vita meir um arðsemi og hvað stendur upp úr.

Um helgina upplýsti einn stjórnmálaflokkurinn að falla ætti frá rannsóknum á Drekasvæðinu. Rannsóknir sem kostaðar væru af erlendum aðilum. Af hverju skyldum við ekki vilja vita meira um landgrunnið? Þegar stjórnmálaflokkur kemur með ívilnanir í lokin sem ekki ganga upp missir hann líka trúverðugleikann. Aðalmálið er að sem flestir viti hvað er á beininu.

Sigurður Antonsson, 22.3.2015 kl. 10:58

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðspurður hvort [raforkustrengur til Bretlands] muni hækka raforkuverð á Íslandi segir [Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar] að ekki sé þörf á því en ríkisstjórnin þurfi samt að finna leið til að halda verðinu niðri.

Ef norska leiðin yrði farin yrði orkuiðnaðurinn enn með góð kjör og langtímasamninga en verð til almenna markaðarins væri svo pólitísk ákvörðun.

Gert er ráð fyrir að um 20 ár tæki að greiða upp slíkan streng og endingartíminn yrði um 40 ár."

Lokaskýrsla ráðgjafahóps um lagningu sæstrengs til Bretlands, júní 2013 bls. 20

Þorsteinn Briem, 22.3.2015 kl. 11:07

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Okkur er nauðsyn á að eiga fleiri egg í körfunni til að mæta misjöfnu gengi í okkar höfuð útflutningsgreinum."

Hér á Íslandi búa einungis um 329 þúsund manns og landið er örríki, eitt það fámennasta í heiminum, Sævar Helgason, og við Íslendingar eigum nú þegar fleiri egg í okkar gríðarstóru körfu, miðað við mannfjölda.

Núna er árið 2015 en ekki 1990.

Þorsteinn Briem, 22.3.2015 kl. 11:29

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eitt af stærstu eggjum í gríðarstórri körfu okkar Íslendinga:

Samtök iðnaðarins:


"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990-2004 sköpuðust vegna hátækni.

Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.

Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.

Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun."

Þorsteinn Briem, 22.3.2015 kl. 11:38

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar eru auk CCP og mikillar ferðaþjónustu til að mynda stór og fjölbreytt framleiðslu- og útflutningsfyrirtæki, í ullarvörum, fiskvinnslu, lýsi, veiðarfæragerð, stoðtækjum, hátækni í matvælaframleiðslu, lyfjum og áli, Ístex (áður Álafoss) í Mosfellsbæ, Grandi hf., Lýsi hf., Hampiðjan og Össur hf. í Reykjavík, Marel í Garðabæ, Actavis og álverið í Hafnarfirði.

Og verið er að reisa hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem um 200 manns munu starfa.

Þorsteinn Briem, 22.3.2015 kl. 11:43

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagkerfi margra vestrænna landa byggist nú á þjónustu og samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005.

Næstmesta veittu Japan og Þýskaland en þjónusta myndaði þá 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna."

En það skilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn engan veginn.

Þjónusta
- Vörur

Þorsteinn Briem, 22.3.2015 kl. 11:50

11 Smámynd: Sævar Helgason

Á langri ævi hef ég lifað mjög misjafnt gengi okkar atvinnuvega. Hér áður sveifluðust lífskjörin eingöngu með fiskiríi og verði á erlendum mörkuðum. Síðan bættist nokkur stóriðja við og munðaði vel um það hér á höfuðborgarsvæðinu - var tengdur henni í tæpa 4 áratugi . En einnig þar var misjafnt gengi. Og við Hrunið bættist ferðamanniðnaður við svo um munaði. Einnig á þeim tíma fengum við stóran vinning í sjávarútvegi- makrílinn. En stóriðjan bjó við verðfall fyrir og eftir hrunið en er aðeins að rétta úr kútnum. Ekkert af þessum atvinnuvegum okkar er 100 % eins frá ári til árs. Þessvegna er afar mikilvægt hjá okkur að skapa sem mesta fjölbreytni í okkar útflutningi- Ef makríll og ferðamannaiðnaður hafi ekki komið inní okkar efnahagskerfi af þeirri stærðargráðu sem varð í raun-eftir hrunið  hefði hér orðið sultur og seyra og gríðarlegur landflótti.  Bara staðreynd. Því fleiri egg í okkar útflutningskörfu og fjölbreyttari - því betra.

Sævar Helgason, 22.3.2015 kl. 11:52

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú virðist líta gjörsamlega framhjá til að mynda hátækni hér á Íslandi, Sævar Helgason.

Þorsteinn Briem, 22.3.2015 kl. 11:56

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."

Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007


Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD

Þorsteinn Briem, 22.3.2015 kl. 11:59

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hversu mörg stóriðjufyrirtæki verða annars staðar en í Hafnarfirði, Helguvík, á Grundartanga, Húsavík og Reyðarfirði?!

Hvernig ætla Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn þá að auka hér hagvöxt?!

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.

Þorsteinn Briem, 22.3.2015 kl. 12:01

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stóriðjan þarf gríðarmikla raforku og stóriðjufyrirtæki verða einungis á örfáum stöðum á landinu.

Ferðaþjónusta er hins vegar í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.

Þar að auki eru langflest fyrirtæki í ferðaþjónustunni hér á Íslandi einkafyrirtæki, sem Sjálfstæðisflokkurinn talar sífellt um af mikilli lítilsvirðingu, eins og mörg önnur einkafyrirtæki hér, til að mynda alls kyns þjónustufyrirtæki.

Þorsteinn Briem, 22.3.2015 kl. 12:02

16 Smámynd: Sævar Helgason

Er ekki verið að koma hátækni úr landi með haftabúskapnum- mér sýnist það. Nei mér er mjög vel kunnugt um hátæknina. Þegar okkar fyrsta stóriðja - í Straumsvík - var byggð voru aðeins um 100 verkfræðingar í öllu landinu-einkum í byggingageiranum. Með stóriðjunni byggðist smásaman upp mikil tækniþekking m.a vegna stóraukinnar raforkunotkunar - sem fylgdi virkjanaframkvæmdum. 
Eitt af stóru vandamálunum við rekstur og uppbyggingu t.d stóriðjunnar var að svo til enginn verktakastarfsemi var í landinu . Það tók áratugi að ráða bót á þeim vanda . T.d kringum álverið í Straumsvík byggðust upp öflugir verktakahópar á öllum sviðum - frá almennum verkum uppí hátæknifyrirtæki.... Nú erum við á háu plani í hátækni- en krónan okkar er því miður að hrekja svoleiðis úr landi.

Sævar Helgason, 22.3.2015 kl. 12:10

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á fjórða ársfjórðungi 2014 voru 185.700 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaðnum hér á Íslandi, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Þorsteinn Briem, 22.3.2015 kl. 12:11

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness, Sævar Helgason.

Hér á Íslandi verða ekki gjaldeyrishöft út í hið óendanlega og álverin hér eru ekki að fara úr landi, enda orkuverðið lágt til stóriðju.

Þorsteinn Briem, 22.3.2015 kl. 12:20

19 Smámynd: Sævar Helgason

Stóriðjan hér á landi byggir í dag á mikilli verktakastarfsemi við sinn rekstur.
Stórtækast í því er Alcoa á Reyðarfirði - því næst Norðurál og þar á eftir Straumsvík. Þessi hefur verið þróunin. Við svoleiðis starfa mörg þúsund manns á landinu í heild- ýmist sem aðalvinna eða mikilvæg hlutavinna. Stóriðjan er sífellt að minnka fastan starfsmannafjölda og færa verkin yfir til verktaka utan verksmijusvæðanna.  Þessi verktakastarfsemi er á öllum þekkingarsviðum atvinnulífsins. Frá því í heimskreppunni 1930 hafa verið höft á Íslandi utan örfárra ára fyrir hrun . Króna okkar sér um það- vonandi fer dögum hennar að fækka í okkar þjóðarbúskap.

Sævar Helgason, 22.3.2015 kl. 12:33

22 identicon

Að auka fáktæt almennings á Íslandi með að STÓRhækka raforkuverð

er einungis á forræði þeirra sem telja sig svo frábæra að forstjórastóll í stærsta fyrirtæki Íslands dugar ekki til að fylla upp í verkefni dagsins

http://veritas.is/um_veritas/stjorn/

Grímur (IP-tala skráð) 22.3.2015 kl. 12:42

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar eigum sem sagt að búa til enn fleiri störf í Bretlandi með því að flytja þangað bæði raforku og óunninn fisk.

"Gert er ráð fyrir að um 20 ár tæki að greiða upp slíkan streng og endingartíminn yrði um 40 ár."

Lokaskýrsla ráðgjafahóps um lagningu sæstrengs til Bretlands, júní 2013 bls. 20

26.8.2010:

"Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi verði íslenskum og færeyskum skipum bannað að landa þar ferskum fiski.

Andrew Charles, fiskverkandi í Bretlandi, sagði í samtali við BBC að slíkt löndunarbann jafngilti því að loka höfnunum í Grimsby og Hull."

Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi vegna löndunarbanns

Þorsteinn Briem, 22.3.2015 kl. 12:54

24 identicon

Kannski einhver hafi gaman að því að skoða verðið á rafmagni + flutningi í Sviss. Miðað við gengið 130

Rafmagn:

Hochtarif rafmagn: kWh kr. 16.96

Niedertarif rafmagn: kWh kr. 9.75

Línan (netið):

Hochtarif flutningur: kWh kr. 11.44

Niedertarif flutningur: kWh kr. 4.29

Grunnverð flutningur 365 dagar: kr 1040.00

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.3.2015 kl. 12:56

25 Smámynd: Sævar Helgason

Já. útflutningstekjur vegna ferðaþjónustu hafa tvöfaldast frá árini 2009 á sama tíma hafa útflutningstekjur vegna þjónustu við stóriðjuna dregist saman

Þetta er einmitt kjarni málsins.
Mikill samdráttur hfeur verið hjá stóriðjunni undanfarin ár vegna lækkunar á afurðaverði- það kemur fram í samdrætti á innlendri þjónustu. Þó er stóriðjan aðeins að rétta úr kútnum
En ferðaþjónusta rís rösklega upp - ekki síst tengt krónugenginu okkar sem hefur verið mjög lágt.  Þannig að hér kemur glöggt fram að vera með eggin okkar á deif.  Gott dæmi. :-)

Sævar Helgason, 22.3.2015 kl. 13:01

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við örþjóðin Íslendingar erum sem sagt nú þegar með stór og fjölbreytt egg í okkar körfu, Sævar Helgason.

Ferðaþjónustan hefur vaxið mikið hér á Íslandi undanfarin ár meðal annars vegna þess að gengi íslensku krónunnar var alltof hátt
og ekki innistæða fyrir þessu háa gengi.

Þorsteinn Briem, 22.3.2015 kl. 13:18

27 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Leyfið sem veitt var 2013 var til rannsókna og vinnslu á Drekasvæðinu, ekki bara til rannsókna. Vinnsluleyfið er að sjálfsögðu aðalatriðið í svona samningi og ályktun Sf miðar að því að falla frá öllum áformum um olíuvinnslu í íslenskri lögsögu. 

Ómar Ragnarsson, 22.3.2015 kl. 18:56

28 identicon

Þó svo ég hafi oft gangrýnt hann Steina Briem,

þá er hann svo sannarlega með puttan á málinu

varðandi þetta málefni.

Tek algjörlega undir það sem hann bendir á.

Þó við séum ekki á sömu skoðun um flugvöllinn í Rvík,

þá leyfist okkur öllum að hafa sínar skoðanir.

En til hvers ættum við Íslendinga að skaffa störf

erlendis, þegar þau vantar hér heima..??

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 22.3.2015 kl. 20:39

29 identicon

http://www.orkustofnun.is/media/upprunaabyrgdir/popup/raforkusala.jpg

Kjarni (IP-tala skráð) 22.3.2015 kl. 20:56

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.3.2015:

"Árið 2001 spáði Vil­hjálm­ur Bjarna­son þingmaður og þáver­andi sér­fræðing­ur hjá Þjóðhags­stofn­un því að hingað til lands myndi koma um ein millj­ón ferðamanna árið 2016 ... en tal­an fékkst meðal annars með því að fram­reikna þá fjölg­un sem varð á ferðamönn­um milli ár­anna 1990 og 2000."

Spá­in reynd­ist nærri lagi

Þorsteinn Briem, 23.3.2015 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband