"Allt í lagi, - við verðum dauðir."

"Allt í lagi, - við verðum dauðir" er grunnstefið hjá þeim sem ráða ferðinni í orkumálum þeirra jarðarbúa, sem nú eru uppi. 

Þegar eitthvað kemur í ljós, sem muni hafa afdrifarík áhrif síðar meir, anda menn oft léttara ef afleiðingar gjörða okkar koma ekki fram fyrr en eftir nokkrar kynslóðir. 

Það sýnir eigingirni, hroka okkar og skammsýni þegar afleiðingarnar eru taldar léttvægari ef fjarlægari kynslóð verður fyrir þeim heldur en ef næsta eða þar næsta kynslóð þarf að fást við þær. 


mbl.is Tappinn að losna úr Suðurskautslandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Var að horfa á fínan þátt í kvöld á RÚV um hlýnun jarðar, orsök og afleiðingar, sem og framtíðarsýn í veðurfarsmálum.

Þetta er allt á hreinu, en of fáir og grunnhygginn þröngsýnishópur er þarna úti og á blogginu, sem hreinlega nær þessu ekki.

"Við verðum hvort sem er dauð.." er ákkúrat kjörorð þessa fólks.

Ótrúlegt, hreint ótrúlegt.

Már Elíson, 23.3.2015 kl. 22:39

2 identicon

"Það sýnir eigingirni, hroka okkar og skammsýni þegar afleiðingarnar eru taldar léttvægari ef fjarlægari kynslóð verður fyrir þeim heldur en ef næsta eða þar næsta kynslóð þarf að fást við þær." 

Einmitt Ómar, vel orðað.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.3.2015 kl. 22:56

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 23.3.2015 kl. 23:12

4 identicon

Studie: Der Golfstrom wird schwächer.

http://bazonline.ch/wissen/natur/Studie-Der-Golfstrom-wird-schwaecher/story/20324670

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.3.2015 kl. 23:33

6 identicon

Já, þú verður sennilega dauður. Þú ert nefnilega einn af þeim sem ráða ferðinni í orkumálum þeirra jarðarbúa sem nú eru uppi. En það er voða þægilegt að fyrra sig ábyrgð og benda á einhverja aðra. Leggja þeim jafnvel orð í munn eins og þetta sé bara lítill einangraður hópur sem þurfi að taka á sig samdrátt öðrum til bóta. En krafa þín um lífsgæði kallar á alla þessa orkunotkun, framboð og eftirspurn ráða för.

Það er auðvelt að setja upp hátíðlegan svip og blaðra, en ég sé þig ekki á leið í torfkofan með hest til ferðalaga. Og sennilega er ekki langt þar til blogg kemur um síðasta útsýnisflug eða jeppaferð. Varla siturðu heima í orkusparnaði í sumar.

Hábeinn (IP-tala skráð) 24.3.2015 kl. 12:31

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.3.2015:

"Vaxandi öfgar í veðri kunna að vera af völdum aukinnar mengunar í andrúmsloftinu.

Gríðarleg loftmengun, sérstaklega frá Kína, er talin hafa víðtæk áhrif á veðurfar víða um heim.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA.

Í niðurstöðum NASA kemur fram að miklir stormar í andrúmsloftinu séu af völdum mengunar.

Hún hafi áhrif á háloftavindana og geti haft áhrif á þær kröppu lægðir sem menn upplifi nú."

Telja mengun valda öfgum í veðurfari

Þorsteinn Briem, 24.3.2015 kl. 12:41

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aukin lífsgæði þýða ekki sjálfkrafa meiri mengun, því að sjálfsögðu er hægt að öðlast aukin lífsgæði án aukinnar mengunar í heiminum.

Líf og heilsa og þar af leiðandi sem minnst mengun eru alls staðar í heiminum mestu lífsgæðin.

Og að sjálfsögðu er hægt að auka hagvöxt án aukinnar mengunar.

Þorsteinn Briem, 24.3.2015 kl. 12:42

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."

Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007


Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD

Þorsteinn Briem, 24.3.2015 kl. 12:43

12 identicon

"Vaxandi öfgar í veðri kunna að vera af völdum aukinnar mengunar í andrúmsloftinu." kunna að vera, en síðað er haldið áfram með fullyrðingum þar sem látið er eins og "kunna að vera" þýði "er". Þannig er málflutningurinn, setja fram tilgátu og láta svo eins og tilgátan sjálf sé sönnunin. 

Hábeinn (IP-tala skráð) 24.3.2015 kl. 12:50

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

24.3.2015 (í dag):

"Zheng Guogang æðsti yfirmaður veðurfræðistofnunar Kína varar við að veðurfarsbreytingar vegna mengunar muni hafa mjög alvarlegar afleiðingar í Kína.

Veðurfarsbreytingar skapi alvarlega ógn og muni draga úr kornuppskeru og skaða lífríkið.

Kína mengar mest allra ríkja heims og því er spáð að losun Kínverja á lofttegundum sem valda loftslagsbreytingum muni ná hámarki innan 15 ára.

Zheng segir í viðtali við kínversku ríkisfréttastofuna Xinhua að verði ekkert að gert stefni Kína hraðbyri í hörmungar af völdum loftslagsbreytinga.

Hitastig vegna loftslagsbreytinga hafi nú þegar hækkað meira í Kína en sem nemur meðaltali í heiminum.

Þrátt fyrir að loftmengun mælist nú yfir hættumörkum í Peking og mörgum öðrum stórborgum þá hafa stjórnvöld ekki sett sér ákveðin markmið í að draga úr losun mengandi gróðurhúsalofttegunda eins og koltvísýringi.

Þetta geti leitt til meiri öfga í veðri, þurrka, meiri úrkomu og hærri lofthita, sem ógni rennsli fljóta og uppskeru."

Veðurfarsbreytingar skapi alvarlega ógn

Þorsteinn Briem, 24.3.2015 kl. 13:01

14 identicon

Dr. Dinglok Zongakl æðsti yfirmaður veðurfræðistofnunar og náttúruvísinda Azteka varar við að veðurfarsbreytingar vegna athafna landsmanna muni hafa mjög alvarlegar afleiðingar og fórna þurfi geitum. Einnig bendir Dr. Zongakl á að þakka beri okkar bestu vísindamönnunum sem í síðustu viku fórnuðu frumburðum og kveiktu með því aftur á sólinni. Heimsendir sé vissulega ekki langt undan ef ráðleggingum vísindamanna er ekki fylgt eins og dæmin sanna. Og að lokum vill Dr. Zongakl biðja fólk um að vera ekki að efna til eldgosa með því að sofa á maganum í sokkum.

Hábeinn (IP-tala skráð) 24.3.2015 kl. 15:14

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Semsagt, ekkert málefnalegt frá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum frekar en fyrri daginn.

Þorsteinn Briem, 24.3.2015 kl. 16:13

16 identicon

Þessum heimi hefur frá upphafi verið stjórnað meira og minna af hvítum ,sjálfhverfum ,gráðugum og heimskum karlkynsstofni,því miður enda er allt í rúst.Svo eru montstyttur af þessum haugum út um allt

Hér þarf byltingu

Þjóðin þarf að losna við vibbann

Það er gert grín af þessari þjóð út um allan heim

Anna (IP-tala skráð) 24.3.2015 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband