Minnir um sumt á flugslys í Mexíkó.

Hafi aðstoðarflugmaður vélar GermanWings leynt upplýsingum um heilsu sína, andlega eða líkamlega, minnir það á flugslys sem varð fyrir um áratug, þegar leiguþota steyptist niður í miðja Mexíkóborg, hátt á annan tug fórust og tugir slösuðust. 

Við rannsókn slyssins kom í ljós að flugmennirnir höfðu falsað og svikið út réttindi sín til að fljúga þotunni, sem var af Learjet gerð. 

Í aðflugi að flugvelli Mexíkóborgar lentu þeir í kjölfari og vængendahvirflum frá Boeing 767 sem var á undan þeim í aðfluginu. 

Á hljóðrita heyrðist vel, að þeir vissu ekki gjörla hvernig þeir áttu að halda þannig hraða og lækkun þotunnar svo að hún héldist í lágmarks fjarlægð frá þotunni á undan, vegna þess að þeir kunnu ekki á nærri öll tækin í þotunni. 

Þeir höfðu bjargað sér við að fljúga þotum af þessari gerð fram að þessu, en þarna kom kunnáttuleysi þeirra þeim í koll og olli stórslysi.

Þess má geta að þetta var leiguflug fyrir forseta Mexíkó og var innanríkisráðherrann, næst æðsti maður landsins og mjög efnilegur upprennandi forystumaður landsins, meðal farþega í vélinni.

Hafi leynt þunglyndi átt þátt gjörðum aðstoðarflugmanns þotu GermanWings er það að vissu leyti hliðstætt vanhæfni flugmannanna á þotunni sem fórst í Mexíkó. 

 


mbl.is Leitaði tvisvar til læknis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Ég hef ekkert vit á flugskilyrðum og flugvélum.

En það fyrsta sem fór í gegnum minn huga þegar ég heyrði þetta, var að flugmaðurinn eða viðhaldsstarfsmenn vélarinnar hefðu kannski ekki fengið næga hvíld. Sá sem ekki fær næga hvíld verður að sjálfsögðu veikur af öllu mögulegu. Það eru mannleg og mjög eðlileg viðbrögð við langvarandi ofálagi.

Það er óvefengjanleg staðreynd að þrælahald er skelfilegt böl fyrir alla, sama hvernig á það er litið.

Sorglegt að þrælahald viðgangist enn árið 2015 í heiminum. Það er alvarlegasti sjúkdómur allra sjúkdóma, þegar heiminum er bankaráns-tölvufjarstýrt af svo siðblindusjúku valdafólki frá toppi píramída Alþjóðabankans heimseinokandi og tortímandi. 

Ég bið almættið algóða og alvitra að hjálpa svo siðsjúku fólki, og öllu öðru fólki sem er fórnarlömb þeirra. það er ekki í mannlegu valdi að breyta neinu héðan af, nema með umbeðinni hjálp almættisorkunnar góðu.

Það skiptir mig engu máli til eða frá hvort fólk trúi að sú góða umbeðna orka virki. Ég vil bara öllum vel og óska öllum friðar og kærleika á jörðinni. Ein manneskja getur ekkert með sínum bænaóskum, ef aðrir sitja bara hjá og skilja ekki hvað er um að vera í heiminum.

Friður á jörðu er ábyrgðaralheimsverkefni allra, ef eitthvað á að breytast til jafnréttisins friðar og kærleika.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.3.2015 kl. 18:13

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vitað er um stór flugslys þar sem þreyta flugmanna átti stærstan þátt í þvi hve illa fór. Einnig langvarandi tími þar sem flogið í gegnum mörg tímabelti.

Undanfarin ár hefur staðið yfir togstreita milli samtaka atvinnuflugmanna og flugfélaga um það að huga betur að því að flugmennirnir séu ævinlega í besta mögulega dagsformi.

Á yfirborðinu lítur þetta út þannig gagnvart almenningi að hálaunastétt sé í græðgi sinni að reyna að ná sér í enn hærri tekjur.

En þannig er það ekki. Þetta er raunverulegt öryggismál.  

Ómar Ragnarsson, 27.3.2015 kl. 23:35

3 identicon

Þetta var ekki þreyta, heldur var Lubitz bilaður á geði. Og svona alvarleg slys eiga eftir að endurtaka sig hvað eftir annað á meðan stjórnendur flugfélaganna og stéttarfélaganna láta sér það í léttu rúmi liggja hvaða klikkhausar fljúga vélunum. Öll þau sem hefðu átt að vita um geðheilsu hans eða sem vissu það og þögðu, eru meðsekir.

Því að við erum að tala um starfstétt með fleiri hundruð mannslíf í lúkunum. Það má ekki sýna kæruleysi. Flugfélögunum á ekki að leyfast að komast niður á Aeroflot-plan.  

Pétur D. (IP-tala skráð) 28.3.2015 kl. 09:40

4 identicon

fréttaflutningur er rétt að byrja af þessu hryllilega máli - og rannsóknarblaðamenn erlendis eru nú með það í forgangi að komast til botns í því hvað og hvort flugfélagið hafi vitað um ástandið á manninum - án þess að gera neitt. Það er möo verið að vinna að því að fletta ofan af mögulegri þöggun sem mögulegri meðorsök slyssins.

En Pétur, ég og þú sem ökumenn erum líka með fjölda mannslífa í lúkunum sem ökumenn. Þannig að ábyrgð á velferð náungans er ekki bara bundin við flugmenn. Hún er víðast í samfélaginu.

jon (IP-tala skráð) 28.3.2015 kl. 12:45

5 identicon

Rétt er það, Jón, en munurinn á bílslysum og flugslysum er verulegur hvað varðar fjölda látinna í hverju atviki. Mjög sjaldgæft er að neinn lifi af flugslys, ef vélin er komin í loftið á annað borð. Hins vegar er sjaldgæft að allir farþegar deyi í bílslysi. Flugmenn bera þess vegna gífurlega ábyrgð á sínum farþegum þeir eiga  þess vegna að fá hærri laun en aðrir, sem á að endurspegla bæði þessa ábyrgð og menntun þeirra og þjálfun.

Það er alveg jafn ábyrgðarlaust að hafa flugmann að störfum sem fær þunglyndisköst eins og að hafa starfandi skurðlækni sem er annað hvort forfallinn alki eða þá blóðþyrstur raðmorðingi.

Eins var það ábyrgðarlaust af bandarískum yfirvöldum að leyfa hryðjuverkamönnum að fljúga 9. september, en það var auðvitað liður í stærri áætlun.

Pétur D. (IP-tala skráð) 28.3.2015 kl. 13:04

6 identicon

Það átti auðvitað að standa "11. september 2001"

Pétur D. (IP-tala skráð) 28.3.2015 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband