Hitler komst kannski hæst og lægst.

Andreas Lubitz og Adolf Hitler áttu það sameiginlegt að hafa gengið í gegnum vonbrigði árum saman og voru þannig innréttaðir að smám saman var í huga þeirra aðeins ein lausn á vanda þeirra sem heltók þá: Að komast eins langt persónulega og unnt væri, sama hvaða meðulum væri beitt. 

Þrátt fyrir verðlaun fyrir hetjuskap í Fyrri heimsstyrjöldinni var það Hitler engin huggun miðað við þau gríðarlegu vonbrigði sem úrslit styrjaldarinnar ollu honum. 

Því miður voru honum ekki gefnir hæfileikar á sviði málaralistarinnar. Já, því miður, því að hefði hann náð langt á því sviði, hefði hann fengið útrás þar og heimurinn losnað við hann sem ræðumann og stjórnmálamann og einræðisherra. 

Það hjálpaði Hitler til að ná jafn langt í völdum og áhrifum og hann gerði, að hann gat beislað vonbrigði hundraða milljóna manna með kreppu, atvinnuleysi og spillt stjórnmál, jafnt landa sinna og meðal annarra þjóða og látið þessi vonbrigði fá útrás í takmarkalausri hlýðni og aðdáun á Foringjanum.

Það er til marks um hve áhrifa illmennanna Hitlers og Himmlers gætti víða, að í hitteðfyrra komst ég að því að helsti heimilisvinur foreldra minna, sem sendur hafði verið við annan mann til Dachau í Þýskalandi 1938 í boði Himmlers til að læra mótasmíði í höggmyndalist, hafði fengið í hendur sérstaka leynilega sendistöð til þess að grípa til þegar hann kom til baka til Íslands.

Hana átti hann að nota í þágu Þjóðverja ef þurfa þætti.

Aldrei kom til þess enda var hann afhuga nasismanum.

Í einhverju gálgahúmorskasti gerði hann samt árið 1948 stóran öskubakka með tákni SS-sveitanna, hauskúpu og krosslögðum leggjum, en án borðans og SS stafanna,og gaf föður mínum hann í afmælisgjöf.

Hefur þessi bakki verið varðveittur síðan.

Lubitz er eins og Breivik talinn hafa verið sallarólegur þegar hann framdi ódæði sitt. 

Valdi af kostgæfni svæði, sem hann dýrkaði mjög, til þess að steypa þotunni þar niður. 

Oft velja hinir sjúklega vonsviknu sér blóraböggla til þess að steyta skapi sínu á, og hjá Hitler voru það Gyðingar og aðrir "óæðri kynþættir" og einnig kenndi hann þýskum krötum um niðurlægingu Þjóðverja í Versalasamningunum. 

Slagorðið "aldrei aftur 1918!" réði því að í stað óhjákvæmilegs ósigurs og uppgjafar haustið 1944 var milljónum manna fórnað síðustu mánuði stríðsins. 

Eftir að hafa komist í hæstu hæðir valda og áhrifa steyptist Hitler með þjóð sinni niður í einhverja dýpstu niðurlægingu, sem hugsast getur. 

Á okkar tímum stórhættulegs atvinnuleysis ungs fólks og vonbrigða er auðvelt að finna blóraböggla í innflytjendum og múslimum.

Hæstiréttur Bandaríkjanna féllst á það 1971 að Muhammad Ali gæti neitað að fara í herþjónustu á trúarlegum forsendum, sem fundust í beinni tilvitnun í Kóraninn þess efnis að múslimi mætti aldrei drepa mann. 

Öfgamenn, fullir vonbrigða með eymd og spillingu, oftúlka hins vegar ákvæði úr Kóraninum þess efnis að Allah einn geti fyrirskipað "Jíhad", "heilagt stríð" og þar með eru fundir blórabögglar, Gyðingar og vestrænar þjóðir til þess að herja á með hryðjuverkum.

Vonbrigði á báða bóga fóstra þann veruleika, sem sýndist ósennilegur um síðustu aldamót, að 21. öldin yrði öld trúarbragðastyrjalda.  


mbl.is Fyrrum kærasta Lubitz tjáir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 28.3.2015 kl. 14:10

2 identicon

Frábær pistill hjá Ómari!

Michael Jón Clarke (IP-tala skráð) 28.3.2015 kl. 14:10

3 identicon

Hef aldrei fengið skýringu á því afhverju Hitler, var svona illa við Gyðinga, var hann ekki sjálfur af Gyðingaættum langt fram í ættina, Kanski er ég svona illa lesinn í þessum fræðum, sorry.

"múslimi má aldrei drepa mann" það er greinilega eithvað annað í gangi í Sýrlandi, Írak og víðar. En þeir mega handarhöggva menn fyrir þjófnað. Hvort er verra.

Þá að þessu hörmulega flugslysi,hönnunin á þessari hurð fram í stjórnklefann er náttúrlega fullkomlega galin,7 ára barn  hefði aldrei skilið svona við verkið eins og þessir sprenglærðu hönnuðir gerðu, auðvitað á að vera lykill, kvóði fram í hjá flugmönnunum sem þeir taka með sér, þurfi þeir á salerni, sömuleiðis ætti 1. freyja að hafa falinn lykil aftur í hjá sér. Kanski þarf að fara að skoða fleiri verk eftir þessa hönnuði.

Nú var Lufthansa að viðurkenna að litlu hefði munað í flugi 5.nóv 2014 að illa færi,flugtölvan lét vélina taka skyndilega mikla dýfu, eftir að hafa fengið rangar upplýsingar frá skynjurum,(Der spiegel)þarn voru víst þaulreyndir flugmenn á ferð sem áttu í mestu erfiðleikum að ná stjórn á vélinni aftur,þannig að það þarf eitthvað að fara að skoða þessa hönnuði nánar, síðan hélt ég að stundarbrjálæði gæti ekki staðið í 10-12 mínútur, sennilega illa lesinn í þessum fræðum líka.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 28.3.2015 kl. 14:53

4 identicon

Lengi getur upphafning og sjálfsaðdáun farið illa með menn 'omar ert þú næstur.

GGG (IP-tala skráð) 28.3.2015 kl. 18:52

5 Smámynd: Már Elíson

Geturðu útskýrt nánar hvað þú átt við "GGG" ?

Már Elíson, 28.3.2015 kl. 19:26

6 identicon

Emma, tímarit femínista í Þýskalandi gerir kröfur um hærri hlutfall kvenna í cockpit. "Amoktrips sind Männersache"; karlmenn fremja frekar voðaverk.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.3.2015 kl. 19:49

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Múhameð,sem er kallaður spámaður fór fyrir morðsveitum.Hann er fyrirmynd morðingja sem myrða í nafni Islam.

Sigurgeir Jónsson, 28.3.2015 kl. 20:33

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki hef ég séð sannanir fyrir því að ofbeldi sé hlutfallslega meira hjá múslímum en til að mynda kristnum mönnum.

Þorsteinn Briem, 28.3.2015 kl. 20:59

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Furðu mörg alvarleg flugslys hafa orðið vegna þess að skynjararnir gáfu stjórntölvunni vitlausar upplýsingar og gildir það um margar tegundir flugvéla. 

Dæmi: Hlaðmaður, sem þvoði vél límdi lítinn límmiða yfir litla gatið á skrokknum, sem hleypir lofti inn á mælakerfið, á meðan hann var að skola af þotu, sem átti að fljúga frá ríki í Suður-Ameríku norður til Kaliforníu. 

Hann gleymdi að taka miðann af og í myrkrinu sást flugstjórunum yfir hann, en það er reyndar í gátlista allra flugvéla stórra jafnt sem örsmárra, að athuga hvort þetta örlitla gat sé stíflað.

Þegar flugvélin hækkaði flugið og loftið varð þynnra fór allt mælakerfið í baklás og flugvélin varð stjórnlaus, hrapaði í Kyrrahafið og allir fórust.

Einn litill límmiði, nokkurra senta virði, drap hundruð fólks.  

Ómar Ragnarsson, 28.3.2015 kl. 21:29

10 identicon

Það sem mér fynnst furðulegt er að drengurinn fer til augnlæknis á sjúkrahús á staðnum, þar sem uppgötvast sjóntuflanir hjá honum, þar með á hann að missa skýrteinið á staðnum. Sömuleiðis fynnst mér furðulegt að boxið utan um seinni svarta kassan er fundið en ekki innihaldið upptökur um stjórntæki og feril vélarinnar,það hlýtur náttúlega að vera í námunda við boxið, nema geymverur hafi numið það á brott. Vonandi skýrist þetta allt saman, sem fyrst.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.3.2015 kl. 22:15

11 Smámynd: Sigurður Antonsson

Efahyggja fylgir lífinu. Leitin á netinu eftir sannleikanum hefur hrellt marga og aðrir hafa sannfærst og þykjast hafa numið sannleikann. Menn fara leitandi í bókum og á bókamarkaði til að styrkja sig á lífsferðalaginu. Heimsækja meistara og heimspekinga sem allir koma með fullyrðingar sem þeir gátu ekki sannað.

Jafnvel þótt þeir segðu satt var ekki um neinn nýjan fróðleik að ræða. María, kærasta flugmannsins er með tilgátur um flugstjórametnað hjá Lufthansa eða ástarsorg. Það á að sýna samhengið við að stýra flugvél á klettastálið og geðveiki. Þegar dyrum er læst leggja saksóknarar saman tvo plús tvo. Traustvekjandi að óháður aðili taki af skarið. Líkur en enginn alsannleikur.  

Enginn veit sannleikan, ekki einu sinni Al Gore sem flaug um allan hnöttinn til að boða opinberunar trú. Hann var með óþægilegan sannleika en engar sannanir. Stórir harmleikir eru oftar en ekki óútskýranlegir en það léttir sorg að vita hálfan sannleika.  

Sigurður Antonsson, 28.3.2015 kl. 22:37

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Maður spyr sig hvernig umræðan yrði ef um muslima væri að ræða.

Reyndar er orðrómur á twitter og fleiri netsíðum að hann hafi snúist til islam.  

Saksóknari í frakklandi var spurður af  blaðamanni um trú hans.  Saksóknari sagði að hann teldi að trú skipti ekki máli í þessu eða fyrir rannsókn málsins.  Þau orð hans efldu bara orðróminn á twitter.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.3.2015 kl. 23:11

13 identicon

það eru ansi margar spurningar sem erfitt er að svara um þetta flugslys

http://beforeitsnews.com/alternative/2015/03/a-must-read-german-wing-flight-a320-remotely-downed-videos-3129430.html?utm_content=beforeit39snews-verticalresponse&utm_source=direct-b4in.info&utm_term=http%3A%2F%2Fb4in.info%2FgkNq&utm_campaign=&utm_medium=verticalresponse

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 28.3.2015 kl. 23:49

14 identicon

Mannlegur breisleiki mun alltaf loða við manninn.

Björn Jóhann Guðjohnsen (IP-tala skráð) 29.3.2015 kl. 01:18

15 identicon

Myndi maður ekki kalla svona kvikindi "sósíópata"? Persóna án samúðar við líf og kvöl?

Jón Logi (IP-tala skráð) 29.3.2015 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband