Ein pest búin. Sjö mismunandi eftir?

Upplýst var hér um daginn að átta mismunandi gerðir af inflúensulíkum pestum væru á sveimi nú á útmánuðum og engin þeirra byggi til ónæmi fyrir hinum. Þetta var ekki uppörvandi. 

Þá var ég nýbúinn að klára slíka pest sem lagði mig í tæpa viku og fagnaði því mjög að vera búinn að ljúka þessu á besta tíma, því að fram að því kveið ég því mest að fá hana í fyrripart febrúar og eyðileggja þannig "gigg" eða verkefni af ýmsu tagi, meðal annars þrjár skemmtanir með Ragnari Bjarnasyni. 

Ég fékk pestina mánudaginn eftir síðustu skemmtunina með Ragnari, en mánudagur er lang heppilegasti dagurinn til að fá pest fyrir mann með verkefni, sem eru flest síðari hluta vikunnar og um helgar.

Ég hef ekki verið hvellisjúkur maður undanfarna áratugi, svo að maður noti nú orðalag úr Íslendingasögunum, eins og sést af því að í 20 ár, frá 1987 til 2007 var ég ekki með einn einasta veikindadag. 

Þess vegna var ég afar vongóður og ánægður eftir að pestin var yfirstaðin og þótti mörgum það sérkennilegt þegar ég fagnaði því að fá hana.

En þetta var allt skotið í kaf með upplýsingarnar um pestirnar átta; -  að fá að vita það að enda þótt maður kláraði nú loksins pest, væri maður þar með alls ekki búinn að byggja upp ónæmi fyrir neinni hinna sjö. 

En sólin hækkar á lofti og nú koma þær ágætu fréttir að pestirnar átta séu á undanhaldi. 


mbl.is Færri tilkynningar um inflúensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eina fékk hann umgangspest,
inflúensuþegi,
flensur átta fyrir rest,
fær á mánudegi.

Þorsteinn Briem, 29.3.2015 kl. 05:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband