Tvö kerfi í gangi og flókin gerjun.

Alla síðustu öld var í gangi sterkt en leynilegt efnahagslegt hagsmunakerfi stórfyrirtækja sem vann þvert á víglínur í báðum heimsstyrjöldunum.

Vopnaframleiðendur og framleiðendur hernaðarlega mikilvægra vara seldu jafnvel óvinunum slíkar vörur. 

Henry Ford fóðraði Sovétmenn á mikilvægum vörum og tækniþekkingu í aðdraganda stríðsins og sem dæmi má nefna að drifin í Rússajeppunum voru áratugum saman úr Ford A. 

Og GM var enn að framleiða hernaðarlega mikilvægar vörur fyrir Þjóðverja árið 1943. Opel Blitz var til dæmis gagnlegasti fjórdrifni vörubíllinn fyrir Þjóðverja. 

Hafi slík hagsmunatengsl verið þvert á átakalínur stórveldanna og stjórnmálamanna á síðustu öld hefur veldi þeirra margfaldast nú.

Hið alþjóðlega fjármála- og efnahagskerfi er einfaldlega orðið svo stórt, víðfemt,samtengt og samansúrrað þvers og kruss um allan heim, að það skapar mikla tregðu gegn áhættusömum ákvörðunum stjórnmálamanna.

Ekki þarf annað en að líta á bílaiðnaðinn einan til að sjá hin alþjóðlegu tengsl. Til dæmis ekur kona mín á bíl af gerðinni Suzuki Alto, sem flestir halda að sé japanskur. En þetta er hins vegar vinsælasti bíllinn á Indlandi, því að hann er framleiddur þar. 

Fjárfestar og lánastofnanir mega ekki til þess hugsa að þetta hátimbraða kerfi molni eða hrynji. 

Í kjölfar fjármálahrunsis 2008 kom afl þessa kerfis í ljós varðandi það að koma í veg fyrir að það yrði dregið til ábyrgðar fyrir óförunum af græðgisvæðingu þess. Þessi fyrirtæki voru orðin of stór til þess að hægt væri að ganga að þeim.   

Innan þessa kerfis, sem hefur orðið til þess að auðræði ríkir í stað lýðræðis, þrífst einhver mesti bölvaldur heimsins, stórkostleg spilling og fjár- og eignasöfnun örlítils hluta jarðarbúa sem á helming auðæfa jarðarinnar og felur yfirgengilegar fjárhæðir í skattaskjól. 

Í flestum löndum er í gangi tenging stjórnmálamanna við fjármálaöflin, en það er skaðræðis blanda.

Það eina jákvæða sem hægt að segja um þetta ástand er það, að út af fyrir sig heldur nauðsyn hins alþjóðlega eðlis fjármálaheimsins aftur af stjórnmálamönnum varðandi það að hleypa öllu í bál og brand.

Þess vegna geta menn ennþá sett fram áætlanir á borð við hraðlest heimshafa á millum.

En nú er í gangi flókin gerjun í alþjóðamálum og vaxandi órói, bæði í austanverðri Evrópu og í Miðausturlöndum.     


mbl.is Vill hraðbraut frá London til New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ford seldi líka þjóðverjum velar ofl. Prescott Bush lánaði þeim peninga. Bandaríkjamenn hafa oftast nært stríð beggja vegna víglínunnar. Það hefur lítið breyst.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2015 kl. 13:00

3 identicon

Jón Steinar kom með það sem ég vildi segja. En ég get sykrað það enn betur með nokkru sem fær lítt-lesna Bandaríkjamenn til að hoppa af bræði.
"Lend-lease" samningarnir, hvar Bandaríkjamenn seldu Bretum meira en hrávöru, - heldur líka vopn (mest gamla tundurspilla), skriðu með naumindum í gegn um þingið. Það sem olli úrslitum var einarður vilji Roosevelts. Þetta munaði sárafáum atkvæðum.
Til fullnustu þessum sölusamningi (sem var uppgeiddur 2005 ef ég man rétt) sendu Bandaríkjamenn beitiskip til Höfðaborgar til að sækja gull.
Bandaríkjamenn enduðu svo í seinna stríði með árás Japana 7. des. 1941, og örskömmu síðar með stríðsyfirlýsingu Þjóðverja á hendur þeim.Í millitíðinni áttu þeir viðskipti við hervél þjóðveja, og það sem helst stóð í millum var Breski flotinn. Viðskipti með hásingar og drifhús voru alveg opin.

Jón Logi (IP-tala skráð) 29.3.2015 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband