"Maestro!"

Þegar síminn hringir hjá Gunnari Þórðarsyni, hann lyftir tólinu að eyranu og heyrir aðeins sagt í símann: "Maestro!" veit hann hver er í símanum.

Ég tók upp þetta ávarp fljótlega eftir að við kynntumst og fórum að vinna saman fyrir hálfri öld. Samband okkar og vinátta varð strax náin við textagerð fyrir plötur Hljóma auk þess sem við gátum varla þverfótað fyrir hvor öðrum, ef svo má að orði komast, á skemmtunum þess tíma. 

Það eru ekki aðeins ótvíræðir yfirburðir Gunnars á tónlistarsviðinu sem gera hann svo sérstakan í mínum huga, heldur ekki síður ljúfmennskan og fagmennskan sem hann sýnir í samvinnu og viðkynningu. 

Þótt Gunnar leggi metnað í verk sín er varla hægt að hugsa sér yfirlætislausari og hógværari mann. 

Breidd Gunnars í tónsköpun og viðfangsefnum er líkast til einsdæmi meðal tónskálda og tónlistarmanna.

Þegar ég lít til baka yfir 56 ára samstarf við tónlistarmenn skiptast þeir í tvennt. 

Annars vegar undirleikarar mínir á skemmtunum, þar sem samstarfið við Hauk Heiðar Ingólfsson síðan 1962 hefur verið mest og nánast. 

Hins vegar eru útsetjarar laga minna, sem fært hafa útsetningarnar í búning, ýmist að mestu einir eða með fleiri hljóðfæraleikurum.

Þegar allt er talið saman í hálfa öld er hlutur Gunnars Þórðarsonar langstærstur.  

Þessum snillingi og ljúflingi sendi ég þakkir og árnaðaróskir í tilefni af verðskuldaðri viðurkenningu. 

Heill þér, Maestro! 


mbl.is Gunnar hlaut Gullna hanann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þið eruð góðir.

Halldór Egill Guðnason, 30.3.2015 kl. 03:29

2 identicon

Gunnar er snillingur. Það ert þú líka Ómar.

Björn Jóhann Guðjohnsen (IP-tala skráð) 30.3.2015 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband