Einhver erfiðustu og illvígustu málin snerta erfðarétt.

Einhver erfiðustu lögfræðilegu deilumálin og jafnframt þau dapurlegustu, eru sum mál sem snerta erfðarétt.

Þau eru svo erfið meðal annars vegna þess að þau snerta tilfinningarleg atriði og valda þess vegna meiri sárindum og misklíð á milli ástvina hins látna en ella.

Einnig líta þau út í frá oft út fyrir að eiga rót í græðgi þótt slíkt sé ekki nærri alltaf raunin. 

Gott ráð heyrði ég eitt sinn varðandi skiptingu erfðagóss, sem hefur komið að gagni. 

Það felst í því, til dæmis þegar um systkin er að ræða, að öllum eigum hins látna er skipti í jafn marga og álíka verðmæta hluta og systkinin eru. 

Einnig sé samsetning hlutanna svipuð innbyrðis. Áður en skipting í hluta fer fram er til í dæminu að einstaklingarnir, sem í hlut eiga, fái hver um sig að óska eftir munum, sem hafa sérstakt tilfinningalegt gildi fyrir viðkomandi.

Oft eru það munir, sem hafa eingöngu mikið gildi fyrir einn en ekki aðra. 

Þegar hlutar dánarbúsins liggja fyrir, álíka samansettir, er síðan einfaldlega dregið um hvernig hlutarnir skiptist og kveðið á um að allir hlutaðeigandi sætti sig við útkomuna úr því.  

Að því búnu sé aðilum frjálst að skiptast á einstökumm munum á nokkurs konar skiptimarkaði, en fyrirfram sé um það sameiginlegur vilji að láta ráðstöfunarréttinn á þeim vera algerlega á valdi þess sem hlaut hann í hlutkestinu og að þess vegna geti svo farið að enginn versli með neitt. 

 

Ég veit um nokkur dæmi þess að þessi aðferð hafi gefist vel og verið sú eina, sem virtist framkvæmanleg.  


mbl.is Vilja öll fá eigur Williams
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband