Íslenskir atvinnuflugmenn verða að gefa fluglæknum allt upp.

Íslenskir atvinnnuflugmenn verða að gefa trúnaðarlæknum Flugmálastjórnar allar nauðsynlegar upplýsingar varðandi ástand sitt. Eftir 40 ára aldur er farið yfir þetta í ítarlegri læknisskoðun tvisvar á ári, þar sem útfyllt er hverju sinni heilmikil og flókin skýrsla um málið. 

Þessar upplýsingar eru margar og sumar þeirra ansi nærgöngular, en starfsheiti fluglæknanna, "trúnaðarlæknar", segir sína sögu um eðli málsins.

Meðal þess sem upplýsa þarf um eru sjúkdómar í fjölskyldunni, þ. e. hjá þeim standa allra næst flugmanninum og gætu varðað það að flugmaðurinn eigi hættu á að fá arfgenga sjúkdóma.

Upplýsa þarf meðal annars um meðalanotkun, innlagnir á sjúkrahús og ýmsa sjúkdóma eða líkamlega veikleika á æviferlinum, neyslu áfengis, tóbaks og annarra fíkniefna.  

Lengi vel gat ég krossað við nei í öllum þessum tilfellum, en þó hef ég orðið að krossa við já í einni spurningunni í bráðum 50 ár.

Þar er spurt: "Neitað um líftryggingu?" og svarið er "já."

Forsaga málsins var þessi:  24ra ára gamall ætlaði ég mér, þá orðinn þriggja barna faðir, að kaupa mér líftryggingu. Ég hafði alla tíð haldið mér í góðu líkamlegu formi og meðal annars keppt í 100, 200 metra og 400 metra hlaupum, en síðastnefnda greinir krefst úthalds ekki síður en snerpu og hraða.

Púlsinn mældist 44 og efri mörk blóðþrýstins voru nálægt neðri mörkum hjá meðalmanninum.

Þessar tölur voru fyrir utan rammann um það eðlilega og var mér því neitað um líftrygginguna, var sem sagt í of góðu formi!

Enn í dag eru þessar tölur mun lægri en hjá meðaljóninum, en ég man hvað Úlfari heitnum Þórðarsyni þáverandi trúnaðarlækni fannst þetta fyndið.

Ekki harma ég þessa neitun, því að ég er búinn að græða milljónir á því að hafa sloppið við að greiða iðgjöldin af þessari tryggingu.

 

 


mbl.is Vekur spurningar um trúnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

X Blindur.

X Lesblindur.

X Siðblindur.

Þorsteinn Briem, 30.3.2015 kl. 22:39

2 identicon

Íslenskir atvinnuflugmenn verða að gefa trúnaðarlæknum Flugmálastjórnar allar nauðsynlegar upplýsingar varðandi ástand sitt.----- Hvort þeir kjósi að gera það er svo annað mál. Og eins hvort sú skylda komi í veg fyrir að þeir leiti sér hjálpar. Fyrir þá sem ekkert hafa að fela virðist þetta hið sjálfsagðasta og einfaldasta mál. En fyrir hina, sem kerfið er sett upp til að ná, er þetta próf sem beita skal öllum brögðum til að ná. Það er ekkert nýtt að fólk leyni veikindum og vímuefnanotkun til að halda vinnunni. Og læknir sem er að gæta hagsmuna einhvers annars er ekki læknir, hann er andstæðingur. Trúnaðarlæknir er öfugmæli ef hann getur kostað þig vinnuna.

Espolin (IP-tala skráð) 30.3.2015 kl. 23:02

3 identicon

Sæll Ómar.

Man að þú sagðir okkur einu sinni um nýrnasjúkdóm sem var að hrella þig. Hvarf hann bara?

Meðaljónin er ekki marktækur því ekki er hægt að finna hann sem einstakling.

Við tryggjum ekki eftirá, og við nánari athugun eigum við alls ekki að tryggja.

 

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 30.3.2015 kl. 23:02

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Velja varð svo sterkt sýklalyf að það olli lifrarbresti, stíflugulu og ofsakláða með svefnleysi, sem stóð í þrjá mánuði og veikindin stóðu alls í fjóra mánuði."

Þorsteinn Briem, 30.3.2015 kl. 23:09

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Það er búið að skera hnén á mér þrisvar en það er líka hægt að finna djók út úr því, sem sé nýyrði yfir það að vera aumur og með verki í hnjánum: "Að vera sárhnjáður.""

Þorsteinn Briem, 30.3.2015 kl. 23:14

6 Smámynd: Sigurður Antonsson

"Fjárhagslegt öryggi eftirlifanda." falleg hugsun 24 ára barnsföður. Minnir mig á þegar ég keypti líftryggingu í Andvöku. Mesta púsluspilið var að fylgjast með líftryggingunni sem tók á sig ýmsar myndir. Að lokum gafst ég upp á að halda slóðinni. Hvort framlagið er í Gift, VÍS eða Brunabótafélaginu í dag, hef ekki hugmynd. Sama varð um framlagið í lífeyrissjóðinn. 

Sigurður Antonsson, 30.3.2015 kl. 23:17

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þökk sé fluglæknisskoðun að steinsalli og tilheyrandi sýking í nýrnaskjóðu fannst í fyrrasumar og var gerð viðeigandi aðgerð í tíma.

Eftir hana þarf að fara í ómskoðun á nokkurra mánaða fresti til að fylgjast sem best með ástandinu á stað í nýranu, sem erfitt er að skoða.

Og það er huggun að nýrun skuli vera tvö. Fyrirfram hefur læknirinn minn heimild til þess í svæfingu að henda nýranu ef hann telur það nauðsynlgt. 

Það sem Steini telur upp varðandi kvilla mína var það allt uppi á borðinu hjá trúnaðarlæknunum á hverjum tíma.

Plan B ef ég stenst ekki skoðun er að taka niður eins manns fisið Skaftið þar sem það hangir uppi í lofti á Samgöngusafninu í Skógum, laga tvígengisvélina og fljúga einn á milli túna á Suðurlandi.   

Ómar Ragnarsson, 31.3.2015 kl. 00:41

8 identicon

Byrjaðu á því að redda mótor í skaftið. Ég skal svo hjálpa þér með að kippa því niður. Viltu kannski ekki bara hengja FRÚna upp í staðinn?
En blessaður, - reyndu nú að halda teininu enn, - Þú getur jú líka brúkað RÓSina....og hún er svolítið þægilegri ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 31.3.2015 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband