Skuldatilfærsla?

Það er út af fyrir sig gott að bílafloti landsmanna sé endurnýjaður hraðar en verið hefur undanfarin ár. Bílaflotinn varð eldri fyrst í kjölfar Hrunsins og það er ekki gott. 

Með hverju árinu verða bílar sparneytnari, miðað við stærð og þyngd, og einnig öruggari og því fengur að því að fá þá inn í bílaflota okkar. 

Sem dæmi má nefna að í Toyota iQ, sem er aðeins 2,99 metra langur, er með níu öryggisbelgi og -gardínur og fær fullt hús, 5 stjörnur í árekstraprófunum. 

Fróðlegt væri að vita hve mikinn þátt skuldaleiðréttingin á í fjölgun bíla og enn fróðlegra væri að vita hve hátt hlutfall nýju bílanna er keyptur með allt að 90% láni, sem voru og eru óspart auglýst. 

Í þeim tilfellum er skuldaleiðréttingin kannski frekar skuldatilfærsla en lækkun skulda og ákaflega íslenskt fyrirbæri. 


mbl.is Mikil aukning í sölu lúxusbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.3.2015 (síðastliðinn föstudag):

Vegna vanskila hefur Íbúðalánasjóður eignast 1.850 íbúðir en gert er ráð fyrir að sjóðurinn selji eitt þúsund íbúðir á þessu ári.

"Ríkið þarf væntanlega að leggja Íbúðalánasjóði til fé vegna skuldalækkunarinnar og ráðstöfunar séreignasparnaðar inn á íbúðalán.

"Við áætlum að þetta séu 8-10 milljarðar sem tjónið er að núvirði," segir Sigurður Erlingsson forstjóri sjóðsins."

Þorsteinn Briem, 31.3.2015 kl. 03:07

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.3.2015 (síðastliðinn föstudag):

"Reiknuð húsaleiga vó þyngst í hækkun vísitölu neysluverðs í mars og hækkaði um 1,6 prósent milli mánaða.

Hækkunin nemur 4,2 prósentum undanfarna þrjá mánuði, sem er nærri jafn mikil hækkun og samanlagt níu mánuðina þar á undan.

Húsnæðisliðurinn skýrir stærstan hluta verðbólgunnar undanfarna 12 mánuði, enda mælist 0,1 prósent verðhjöðnun á því tímabili ef miðað er við vísitölu neysluverðs án húsnæðis, segir í greiningu Íslandsbanka.

Þá segir í greiningunni að nærtækt virðist vera að tengja hækkun fasteignaverðs við "leiðréttinguna" svokölluðu, enda komu áhrif hennar á greiðslubyrði og veðrými lántakenda að langmestu leyti fram á þessu tímabili."

"Leiðréttingin" líklegasti verðbólguvaldurinn

Þorsteinn Briem, 31.3.2015 kl. 03:44

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.12.2013:

"Ætla má að áhrif niðurfærslu höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána til þenslu verði meiri en af er látið."

"Þótt mat á hækkun fasteignaverðs samhliða aðgerðunum sé varfærið má ætla að hækkun verðbólgu vegna þess þáttar verði rúmlega 1%, sem valdi hækkun höfuðstóls verðtryggðra íbúðalána um 10-12 milljarða króna."

Áhrif skuldalækkunar til aukinnar verðbólgu meiri en af er látið

Þorsteinn Briem, 31.3.2015 kl. 04:26

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Árið 2013 seldust 7.913 nýir bílar og þá var hlutdeild bílaleiga og fyrirtækja um 58%."

"Árin fyrir hrun var fjöldi nýskráðra fólksbíla 16-18 þúsund á ári en árið 2009 fækkaði þeim niður fyrir þrjú þúsund."

Þorsteinn Briem, 31.3.2015 kl. 04:57

5 identicon

Fyrst Ómar er farinn að endurtaka sig sbr.

http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1655197/

Ætla ég að gera það líka:

Það eru ekki margir sem fengu niðurgreiðslu sem slagar hátt í bílverð, og lækkunin á greiðslubyrðinni er margfalt minni en meðalafborgun af bílaláni.

Ætli hækkunin á ráðstöfunartekjunum undanfarið hafi ekki meira að segja.

Líklegast er að aukin bílasala stafi af væntingum um lága verðbólgu og hækkandi laun (bullandi bjartsýni).  M.ö.o. sú kaupmáttaraukning sem hefur orðið muni halda áfram.

Svo má líka spyrja sig hvort allar þessar tegundir eigi heima í lúxusbílaflokkinum (Volvo, Benz, Land Rover, Audi, BMW, Porsche, Lex­us og Tesla) og hvort ýmsir aðrir ættu ekki heima þar líka (t.d. Toyota Land Cruiser).  En þar er maður náttúrlega kominn í bílaskilgreiningar (sbr. hvað er jeppi) sem ekkert endanlegt svar er til við.

ls (IP-tala skráð) 31.3.2015 kl. 10:05

6 identicon

Ef þessi kenning stenst þ.e. að ábati heimilanna af skuldaniðurfærslunni hafi að einhverju leiti farið í það að endurnýja bíla er það þá ekki bara hið besta mál? Eins og þú bendir réttilega á þá var bílaflotinn orðin óheppilega gamall og það er bara gott að hjá fólki hafi skapast svigrúm í kjölfar skuldaleiðréttingar og aukins kaupmáttar. Einkennilegt að fólk skuli gráta þessa þróun.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 31.3.2015 kl. 11:32

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aukin verðbólga vegna "leiðréttingarinnar" leiðir meðal annars til hækkunar á húsaleigu.

Og
þar að auki hækkunar á verðtryggðum lánum íbúðareigenda.

Slíkt var kallað að míga í skóinn sinn í minni sveit.

Var hún þó full af framsóknarmönnum.

Þorsteinn Briem, 31.3.2015 kl. 12:13

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi Framsóknarflokksins11% og samkvæmt skoðanakönnunum fengi flokkurinn sjö þingmenn, engan í Reykjavík, einn í Suðvestur- og Suðurkjördæmi, og fimm í rollukjördæmunum, þar af tvo í Norðvestur- og þrjá í Norðausturkjördæmi.

Og af þessum sjö er meirihlutinn nú ráðherrar.

Steini Briem, 3.1.2015

Þorsteinn Briem, 31.3.2015 kl. 12:21

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:

22.8.2009:

"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.

Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.

Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).

Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.

Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."

Skuldir heimilanna

Þorsteinn Briem, 31.3.2015 kl. 12:30

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 31.3.2015 kl. 12:31

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Verðhjöðnun í Danmörku

Þorsteinn Briem, 31.3.2015 kl. 12:33

15 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Þarna er örugglega allur skalinn undir. Það sem hefur hins vegar breyst á undanförnum árum er eldsneytiseyðsla. Ef þú átt skuldlausan 10 ára gamlan station sem eyðir 10-12 á hundraðið, en er sökum aldurs farinn að verða nokkuð viðhaldsfrekur, getur hreinlega verið góður kostur, þó þú þurfir að taka lán fyrir milligjöfinni, að setja hræið upp í nýjan nettan fjölskyldubíl sem eyðir 4-6 á hundraðið og viðhald eitthvað sem þarf ekki að spá í a.m.k. næstu þrjú árin. 

Þetta var a.m.k. mín niðurstaða þanig að ég er kominn á Cactus :)

Haraldur Rafn Ingvason, 31.3.2015 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband