Framan á Alþingishúsinu er merki konungs Íslands.

Alþingishúsið flokkast undir sögulegar minjar, sem ber að varðveita og er vel að Alþingisreiturinn verði færður í endanlegt horf fyrir aldarafmæli fullveldinsins. 

En nú er enn á ný rekið upp ramakvein vegna konungsmerksins á Alþingishúsinu og þess krafist að það verði fjarlægt. 

Þegar Bolsévikar komust í valda í Rússlandi 1917 fór þeir að vísu að ýmsu leyti illa að ráði sínu að í andstöðu sinni við kristna trú í landinu og menningarverðmæti, sem hún hafði skapað.

En ekki datt þeim í hug að hrófla við byggingunum í Kreml, rífa niður allt sem minnti á keisarana og rétttrúnaðarkirkjuna og setja inn merki með hamri og sigð í staðinn.

Hér á landi hefur ríkt sérkennileg andúð á mannvirkjum og ummerkjum eftir Dani, Breta og Bandaríkjamenn og borið við þjóðernisstolti og andúð á hernaði eða jafnvel andúð á stjórnmálamönnum.

Þegar hafa miklar minjar eftir hersetuna verið eyðilagðar,svo sem á Kaldaðarnesflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og víðar.

Málverkin, sem voru í Höfða þegar Reagan og Gorbatsjov voru þar, voru fjarlægð. Of seint var sennilega talið að "fótósjoppa" þessar myndir í burt af ljósmyndunum, sem teknar voru af þeim með málverkin í baksýn.

Konungsmerkið á Alþingishúsinu er íslenskar minjar sem ber að varðveita eins og aðrar merkar minjar á Íslandi.

Það liðu 37 ár frá því að húsið var vígt þar til Íslendingar fengu sjálfstæði og fullveldi og húsið var því reist að tilhlutan þáverandi konungs Íslands, þjóðhöfðingja okkar,og var þar af leiðandi alveg eins íslenskt eins og danskt. 


mbl.is Reist verði viðbygging við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakönnun Gallup 1.4.2015 (í dag):

Straumurinn til Pírata eftir 12. mars (ekki aprílgabb)

Þorsteinn Briem, 1.4.2015 kl. 18:14

2 identicon

Þetta hús Guðjóns er náttúrlega, rétt eins og margt það sem þjóðin bar gæfu til að byggja ekki eftir hann og margt annað úr hans smiðju sem væri betur óbyggt, forljótur andskotans kumbaldi.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 1.4.2015 kl. 18:27

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - Skoðanakönnun Gallup 1.4.2015 (í dag):

Píratar 22%,

Samfylking 16%,

Björt framtíð 11%,

Vinstri grænir 10%.

Samtals 59% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 36% og þar af Framsóknarflokkur 11%.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 1.4.2015 kl. 18:32

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það kemur ekki til greina að fjarlægja konungsmerkið, að mínu áliti.

Þess má geta að Alþingishúsið teiknaði   Ferdinand Meldahl forstöðumaður listaakademíunnar í Kaupmannahöfn.  

Það er í ítölskum nýendurreisnarstíl, minnir mig.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.4.2015 kl. 21:39

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. yfirsmiðurinn hét Bald, og mikil fádæmi þóttu hve fljótur hann var að byggja húsið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.4.2015 kl. 21:41

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alþingishúsið var friðað af menntamálaráðherra 14. desember 1973 samkvæmt 26. gr. og 27. gr. þjóðminjalaga nr. 52/1969."

lögum um menningarminjar nr. 80/2012 er gerður greinarmunur á friðlýstum húsum og mannvirkjum og þeim sem friðuð eru.

Við gildistöku laganna 1. janúar 2013 voru öll hús og mannvirki í landinu sem eru 100 ára eða eldri friðuð, því nú er miðað við aldur húss en ekki ákveðið ártal."

Alþingishúsið - Minjastofnun

Þorsteinn Briem, 1.4.2015 kl. 22:40

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Hvers vegna byggðu Danir alþingishúsið á rafsegulmengandi grjótsprungu, eins og hefur verið í umræðunni? kannski ekki alveg rétt jarðlýsing hjá mér, en ég verð þá leiðrétt af mér fróðara fólki um þessa sprungu.

Það væri til mikilla bóta að hafa það skýrt og rétt kórónu/forseta-merkt á Alþingishúsinu, hvort það er Danska eða Íslenska ríkið sem ber ábyrgð á lýðræðiskjörnu löggjafaþingi og stjórnsýslu Íslands. Eða er það ekki réttlætanleg krafa?

Hef ekkert á móti Dönum, en rétt merking á löggjafaábyrgðinni er líklega nauðsynleg í stóru samhengismyndinni?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.4.2015 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband