Hvað er "ekki-pólitík" og hvað er "raunsæispólitík"?

Því er slegið upp og hneykslast og fussað yfir því að þingmenn sitji hjá við atkvæðagreiðslur. 

Notað er orðið "ekki-pólitík" yfir fyrirbærið og Píratar sakaðir um að fiska fylgi út á það að styggja engan og taka ekki ábyrgð. 

Þetta er of mikil einföldun og skulu nefnd dæmi um afdrifaríkar hjásetur heilla stjórnmálaflokka. 

Á hverju ári eru afgreidd fjárlög á Alþingi. Þetta er yfirleitt stærsta mál hvers þings.

En fyrir löngu er orðin venja að stjórnarandstaðan, eins og hún leggur sig, sitji hjá. 

Er það "ekki-pólitík"? 

Nei, það er raunsæispólitík, "real politik". Stjórnarandstaðan sættir sig við það að stjórnarflokkarnir fái sínu framgegnt og sitja hjá til að láta það vera opinbert að þeir taki ekki ábyrgð á fjárlögunum, heldur beri stjórnin ein þá ábyrgð. 

Frá febrúar til júní 2009 sat minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur við völd í skjóli Framsóknarflokksins, sem veitti henni hlutleysi með ákveðnum skilyrðum, svo sem um nýja stjórnarskrá, en gaf það út að ef þurfa þætti myndi hún verja hana vantrausti. 

Þetta var sko engin "ekki-pólitík" heldur afdrifarík stefna hjá Framsóknarflokknum þessa mánuði þegar hatrammt björgunarstarf stóð yfir eftir Hrunið. 

Minnihlutastjórnir Alþýðuflokksins sátu í skjóli Sjálfstæðisflokksins 1958-59 og 1979-80 með svipuðum formerkjum og stjórn Jóhönnu 2009. 

1959 var tækifærið notað til að gera langstærstu breytinguna á kosningalögunum í 100 ár. 

Var það "ekki-pólitík"? 

Í nágrannalöndum okkar hefur verið hefð fyrir því að minnihlutastjórnir væru við völd þegar annað þótti ekki framkvæmanlegt. Þetta hefur reynst vel úr því að annað var ekki í boði nema þá ófriður og upplausn. 

En sumir virðast telja það dyggð að velja ekki frið ef ófriður er í boði, velja átakastjórnmál í stað rökræðustjórnmála og samvinnustjórnmála, eins og stunduð eru um 90% af verkefnum sveitarstjórnanna i landinu. 

Seta ríkisstjórnanna í þessum löndum byggist oftast á hlutleysi hluta þingmanna. Þessi háttur hefur tryggt langvarandi stöðugleika og málefnalegra og farsælla stjórnarfar heldur er hér í landi "skotgrafahernaðarins" á þingi, þar sem það er talin dyggð að sjá aldrei neitt jákvætt við það sem sitjandi ríkisstjórn er að gera.

Stjórnmál eru nefnilega list þess mögulega. Til þess er fólk kosið á þing. 

 

 


mbl.is Hafa í flestum tilfellum setið hjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Burtséð frá því hvaða stjórnmálaflokka menn hafa kosið hafa þessi atriði einfaldlega ekki virkað:

Stóriðjustefnan:

Djöfulgangur sumra gegn náttúru Íslands, sem vilja láta ríkið sjá um að skapa atvinnu á örfáum stöðum á landinu með gríðarlegri raforkunotkun stóriðju, þegar einkafyrirtæki hafa með margfalt minni tilkostnaði skapað miklu meiri atvinnu og útflutningsverðmæti með til að mynda ferðaþjónustu í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.

Hernaðurinn gegn höfuðborgarsvæðinu:

Djöfulgangur sumra á landsbyggðinni, sem halda því fram að fyrirtæki utan höfuðborgarsvæðisins skapi hér flest störf og mestu tekjurnar og greiði þar að auki mestu skattana, sem er í engu samræmi við staðreyndir.

Hernaðurinn gegn Reykjavík:

Djöfulgangur sumra gegn því að flytja Reykjavíkurflugvöll af Vatnsmýrarsvæðinu og virða þannig í engu meirihlutaeign Reykjavíkurborgar og einkaaðila á svæðinu.

Hernaðurinn gegn 101 Reykjavík:

Djöfulgangur sumra sem fullyrða að íbúar þessa svæðis geri ekkert annað en að fá sér kaffi á kaffihúsum, þegar það er staðreynd að í engu öðru póstnúmeri á landinu eru skapaðar meiri gjaldeyristekjur.

Hernaðurinn gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu:

Djöfulgangur sumra gegn því að Ísland geri samning um aðild landsins að Evrópusambandinu, sem kosið verði um í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hernaðurinn gegn nýrri stjórnarskrá:

Djöfulgangur sumra gegn því að stjórnarskrá landsins verði breytt til að auka hér lýðræði.

Enginn Pírati hefur svo ég viti tekið nokkurn þátt í einhverjum af þessum djöfulgangi.

Þorsteinn Briem, 4.4.2015 kl. 13:52

2 Smámynd: Skúli Víkingsson

Þú notar þarna ágætt orð um björgunarstarf stjórnar Jóhönnu: "þegar hatrammt björgunarstarf stóð yfir eftir Hrunið." Það má einmitt segja það. Starf þeirrar stjórnar mótaðist af hatri og heift.

Skúli Víkingsson, 4.4.2015 kl. 13:53

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakönnun Gallup 1.4.2015 (síðastliðinn miðvikudag):

Straumurinn til Pírata eftir 12. mars

Þorsteinn Briem, 4.4.2015 kl. 13:58

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - Skoðanakönnun Gallup 1.4.2015:

Píratar 22%,

Samfylking 16%,

Björt framtíð 11%,

Vinstri grænir 10%.

Samtals 59% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 36% og þar af Framsóknarflokkur 11%.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 4.4.2015 kl. 14:01

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi Framsóknarflokksins11% og samkvæmt skoðanakönnunum fengi flokkurinn sjö þingmenn, engan í Reykjavík, einn í Suðvestur- og Suðurkjördæmi, og fimm í rollukjördæmunum, þar af tvo í Norðvestur- og þrjá í Norðausturkjördæmi.

Og af þessum sjö er meirihlutinn nú ráðherrar.

Steini Briem, 3.1.2015

Þorsteinn Briem, 4.4.2015 kl. 14:03

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er lækkunin á skuldum ríkissjóðs?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 4.4.2015 kl. 14:06

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er enn í fullu gildi.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 4.4.2015 kl. 14:08

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010


Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Þorsteinn Briem, 4.4.2015 kl. 14:09

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012:

1.
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já sögðu 67,5%.


2.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

Já sögðu 82,9%.


3.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

Já sögðu 57,1%.


4.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

Já sögðu 78,4%.


5.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

Já sögðu 66,5%.


6.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Já sögðu 73,3%.

Þorsteinn Briem, 4.4.2015 kl. 14:10

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 4.4.2015 kl. 14:16

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:

22.8.2009:

"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.

Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.

Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).

Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.

Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."

Skuldir heimilanna

Þorsteinn Briem, 4.4.2015 kl. 14:18

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Verðhjöðnun í Danmörku

Þorsteinn Briem, 4.4.2015 kl. 14:19

16 identicon

Ég keypti hús í D.K. 1993 fékk 80% lán til 30 ára á 5,1% föstum vöxtum engin verðtrygging og þótti flott borið saman við Ísland.

En vá í dag eru vextirnir í Danmörku 1,5% á svona lánum. Hvað er að okkur Íslendingum að láta bjóða okkur þetta

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 4.4.2015 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband