Andstæða við Jackson og Madonnu. 200 faldur árangur.

Á níunda áratugnum og fram eftir þeim tíunda gnæfðu tvö nöfn yfir önnur í poppheiminum, Michael Jackson og Madonna, - hann stundum kallaður "konungur poppsins"."

Um þau öðrum fremur mátti nota ensku sletturnar "pródúseruð" og "hæpuð upp," bæði um allt umfang, prjál og tækni tónleikanna og alls annars, sem þau þurftu að taka þátt í til þess að halda veldi sínu, auglýsingamennskuna í kringum þau og hina stýrðu uppskrúfuðu aðdáun milljónanna, sem lifðu og hrærðust í áðdáuninni á þessum mjög svo dáðu listamönnum.

En um þau gilti að það að það sem fer upp, hlýtur um síðir að koma niður og að öll yfirbyggingin yfir veldi þeirra kallaði á algera andstæðu.

Þess vegna kom að því, að ekki var hægt að komast lengra í umfanginu og að það var að myndast ákall eða tómarúm sem kallaði á einhverja alveg nýja rödd, alveg nýja, einfalda og frumlega list.

Og inn í þetta tómarúm steig Björk til að svara þessari þörf á hárréttum tíma.

Auðvitað er hefur orðið vaxandi umstang í kringum tónleika hennar og listsköpun eftir því sem frægð hennar hefur vaxið, en tilfinningin, sem fylgdi Jackson og Madonnu, að þau væru að miklu leyti tilbúin en ekki ekta, er enn víðsfjarri Björk.

Hún þorir að vera hún sjálf, hafa sínar skoðanir og setja þær fram, og það er hennar stærsti kostur, nokkuð sem er næsta fágætt á vorum tímum.

Björk, eins og Kári Stefánsson, eru stundum eins og of stór fyrir okkar litla og oft þröngsýna og smásálarlega samfélag.

Bæði hafa komist á lista 100 áhrifamestu, hún á almennan mælikvarða og hann á mælikvarða læknavísindanna.

Hjá þjóð sem er aðeins tuttugu þúsundasti hluti mannkyns, er það bara býsna mikið að eiga Íslendinga á tveimur listum yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heimsins.

Við getum verið stolt af því, vegna þess að þetta er 200 sinnum meiri árangur en búast hefði mátt við, miðað við höfðatölu okkar.     

 

 

 

 


mbl.is Björk meðal 100 áhrifamestu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Einkennilegur samanburður sem þau Björk og Kári þurfa
ekki á að halda þó þau hafi eflaust líka þurft að
þola eitthvað viðlíka, og notið.

Ekki er það heldur rétt að það sem hátt fer eða upp komi
til jarðar niður sbr. 1. Mósebók, 24. vers en Enok "hvarf [...]
því að Guð tók hann."

Í Júdasarbréfi, því stysta í Biblíunni, er nánar vikið að
þessu og ævinlega verið túlkað sem forspá og forsögn
um endurkomu Krists.

Við skulum svo vona að kerúbarnir fyrir austan Eden og logi
hins sveipanda sverðs er gæta vegarins að lífsins tré
varðveiti það fólk sem þú nefndir og þá sem horfnir eru.

Húsari. (IP-tala skráð) 18.4.2015 kl. 10:46

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég var nú bara að vitna í orðtak á ensku "what goes up, must come down" og þýddi það. 

Ómar Ragnarsson, 18.4.2015 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband