Göturnar og slysið við Hólsselskíl, þveröfugt við ameríska ástandið.

Skaðabótaréttur virðist vera vandmeðfarið svið í lögfræði. Fyrir rúmum 30 árum dundi yfir Bandaríkin hrina skaðabótamála, þar sem moldríkir Bandaríkjamenn fengu færustu lögfræðinga til þess að teygja atriði í bandarískum skaðabótarétti upp í slíkar himinvíddir skaðabótaatriða og fjárhæða þegar milljarðamæringar áttu í hlut, að heil framleiðslugrein, framleiðsla lítilla flugvéla, hrundi. 

Ef fólk hélt til dæmis garðpartíu eða teiti, þar sem gestir gátu gengið út á sundlaugarbarm og hrasað, var vissara að útbúa skriflega yfirlýsingu, sem hver gestur undirritaði áður en hann kom í teitið þess efnis að hann gerði sér grein fyrir aðstæðum og hagaði sér í hvívetna algerlega á eigin ábyrgð. 

Á Íslandi virðist þveröfugt vera uppi á teningnum. Gott dæmi um það var stórslys þegar rúta lenti á brúarstólpa á Hólsselskíl á Hólsfjöllum seint á níunda áratugnum með þeim afleiðingum að rútan valt ofan í ána og fjöldi ferðamanna slasaðist. 

Bílstjórinn var einn dæmdur fyrir þetta atvik fyrir það að hafa ekið að brúnni of hratt, miðað við breidd brúarinnar. 

Samt var það svo, að hvítri merkingu á úthallandi brúarstólpunum hafði ekki verið haldið við, heldur hafði aur og veðrun máð innri helming hennar af, þannig að tilsýndar sýndust stólpar lóðréttir en ekki hallandi út, og brúin sýndist um 70 sentimetrum breiðari en hún raunverulega var. 

Vegagerðin slapp alveg í þessu tilfelli og þannig virðist það ævinlega vera varðandi vega- og gatnamannvirki hér á landi eins og ótal dæmi úr Reykjavík í vetur bera vitni um. 

Ekkert tillit er tekið til þeirrar þróunar hjólbarða á bílum, að þeir verða æ breiðari og lægri, svo að aðeins fáir sentimetrar eru frá götu upp í felgu, þróun sem bílkaupendur frá engu ráðið um, enda gert ráð fyrir að nær allur akstur bílanna sé á pottþéttum vegum og götum sem ökumenn geti treyst.  


mbl.is Lenda í holum en fá engar bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðvegir í Reykjavík eru til að mynda Hringbraut, Miklabraut og Kringlumýrarbraut.

Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar eru því hluti af þjóðvegakerfinu.

Þjóðvegir á höfuðborgarsvæðinu, október 2009 - Kort á bls. 4

"8. gr. Þjóðvegir.

Þjóðvegir eru þeir vegir sem ætlaðir eru almenningi til frjálsrar umferðar, haldið er við af fé ríkisins og upp eru taldir í vegaskrá. ..."

Vegalög. nr. 80/2007

Þorsteinn Briem, 18.4.2015 kl. 12:52

3 identicon

Keyrði sjálfur yfir handriðið á brú fyrir ofan Gljúfrastein (venjulegur malarvegur - beygja einbreið brú - 17 ára bílstjóri, slétt dekk)

Sáttur í dag við að sleppa með klessta felgu og slitinn stýrisenda og engin slys á fólki, er það ekki það sem skiptir mestu máli?

Grímur (IP-tala skráð) 18.4.2015 kl. 20:58

4 identicon

Tímabundið atvinnutjón.

dagpeninga,   

Vegabætur,

Greiningadeild

Sig. Breik (IP-tala skráð) 18.4.2015 kl. 21:27

5 identicon

49 ára og yngri

4.000.000

62 ára

3.480.000

Muna þetta endilega , bætur

Sig. Breik (IP-tala skráð) 18.4.2015 kl. 21:31

6 identicon

Ferskt kjöt gæti klárast í búðum vegna verkfalls hjá Matvælastofnun

Útlit fyrir að svína- og kjúklingakjöt klárist fljótt í verslunum

Sig. Breik (IP-tala skráð) 18.4.2015 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband