Afgerandi munur á lipurð.

Nútíma bílar hafa þann stóra kost fram yfir hvers kyns hjól, reiðhjól eða vélhjól, að hægt er að víkja þeim örsnöggt til hliðar án þess að þeir velti, en maður á hjóli ræður ekki yfir nema broti af þeim  möguleika, einfaldlega vegna þess að hann getur ekki tekið skarpa beygju nema halla sér fyrst til þeirrar hliðar sem hann ætlar að beygja. 

Þetta virðist oft gleymast, ekki aðeins hjá bílstjórum, heldur líka hjá þeim sem hanna og gera vegi og viðhalda þeim. 

Dekk hjóla eru yfirleitt mjög þunn og þola ekki hvassar brúnir. 

Þótt hjóla- og göngustígar hafi tekið framförum í Reykjavík blandast hjólreiðar á reiðhjólum víða saman við aðra umferð og vélhjólin eru í almennri gatnaumferð. 

Þegar skyndilega birtist djúp og hvöss hola framundan við vegarbrún og ökumaður neyðist til að sveigja snögglega til hliðar og veldur þá árekstrarhættu við önnur farartæki. 

Og hjólreiðamaður sem neyðist til að sveigja skyndilega framhjá holu getur sett sig í bráða hættu. 

Ástand gatnakerfisins verður með engu móti afsakað með óvenju miklum umhleypingum og misjöfnu veðri í vetur því að slíkt veðurlag er einfaldlega íslenskt og hefur komið´undanfarna vetur.

Ástæðan er margra ára vanræksla sem er að skila sér í óviðundani ástandi gatna og vega.

Til þess að spara til skamms tíma er notuð miklu lakara efni í göturnar en í nágrannalöndunum og það hefnir sín auðvitað.  


mbl.is Stórhættulegt fyrir hjólreiðafólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ástand gatna- og vegakerfisins hér á Íslandi er afleiðing Hrunsins hér árið 2008.

Þorsteinn Briem, 18.4.2015 kl. 22:17

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auknar fjárveitingar ríkisins nú til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.

27.11.2014:

Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 18.4.2015 kl. 22:18

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 18.4.2015 kl. 22:20

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sam­an­lögð lengd gatna í Reykja­vík var 515 kílómetrar árið 2011 en göngu- og hjóla­stíg­a með bundnu slit­lagi 768 kílómetrar.

Þorsteinn Briem, 18.4.2015 kl. 22:27

7 identicon

Reiðhjólastígar eru fyrir hjólafólk Steini ekki fyrir róna.

Sig. Breik (IP-tala skráð) 19.4.2015 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband