Elsta réttlæting í heimi fyrir vígbúnaðarkapphlaupi.

Á undan nær öllum styrjöldum geysar vígbúðanðarkapphlaup. Allir þátttakendurnir í því réttlæta næstum hvaða brjálæðislega hernaðaruppbyggingu sem er með því að hún sé í varnarskyni, gegn aðsteðjandi ógn utan frá.

Yfirlýsingar um ógn sem stafi af Rússum eru ekki nýjar af nálinni heldur gamalkunnugt stef. 

NATO var stofnað 1949 sem varnarbandalag gegn ógn frá af Rússum, sem höfðu gert alla Austur-Evrópu að þýlyndum leppríkjum.

Árin á undan töldu Rússar sér steðja ógn af eina herveldi heims, sem átti kjarnorkusprengjur og hafði sýnt í verki, að það var tilbúið að beita þeim hvar og hvenær sem væri.

Rússar töldu Marshallaðstoðina ógn vegna þess að hún væri tæki Bandaríkjamanna til þess að gera þjóðir Evrópu háðar sér og auðsveipa fylgjendur kapítalismans.

Þjóðverjar hervæddust af kappi árin fyrir 1914 vegna ógnar sem þeir töldu stafa frá Rússum sem fjölgaði hratt í landi mikilli auðlinda og möguleika til stórframleiðslu hergagna.

Niðurstaðan 1914 var sú, að ef á annað borð kæmi til átaka, væri skárra að þau yrðu sem fyrst.

Stalín hikaði ekki við að fórna tugum milljóna manna fyrir iðnvæðingu sem gerði Sovétríkin að öðru af tveimur risaveldum heims eftir "Föðurlandsstríðið mikla" 1941-45.

Hitler og leiðtogar ríkja Austur-Evrópu taldi sér og heiminum stafa ógn frá "villimönnunum í Kreml" sem sæktust eftir heimsyfirráðum kommúnista.

Við lok Kalda stríðsins gaf George Bush eldri Gorbasjof það loforð að ekki yrði seilst til hernaðarlegra áhrifa Vesturveldanna í frjálsum ríkjum Austur-Evrópu.

Ótti þessara ríkja við "ógn sem stafaði af Rússum" varð til þess að þetta gekk ekki eftir og þegar Úkraína gerðist líklegt að mati Pútíns til að ganga í ESB eða að verða á áhrifasvæði þess, taldi hann Rússum stafa ógn af því, ekki hvað síst ef Krímskagi, áður rússneskt land og afar mikilvægt hernaðarlegt svæði sem barist hafði verið um bæði 1852-54 og 1941-1943, yrði á áhrifasvæði ESB og NATO.

Nú er raunar deilt um hve mikil raunveruleg ógn stafi frá Rússum á norðurslóðum, ýmist talað um raunverulega ógn eða að herveldi Rússa sé ekki nema svipur hjá sjón miðað við veldi Sovétríkjanna áður. Því sé meint ógn af Rússlandi stórlega ýkt.    


mbl.is „Af Rússlandi stafar ógn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... þegar Úkraína gerðist líklegt að mati Pútíns til að ganga í ESB eða að verða á áhrifasvæði þess, taldi hann Rússum stafa ógn af því, ekki hvað síst ef Krímskagi, áður rússneskt land, yrði á þessu áhrifasvæði."

Þetta er tóm steypa hjá þér, Ómar Ragnarsson, eins og undirritaður hefur margoft sýnt hér fram á.

Þorsteinn Briem, 19.4.2015 kl. 15:02

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pútín 10.12.2004:

"As for enlargement of the Euroepan Union, we have always seen this as a positive process.

Certainly, enlargement gives rise to various issues that have to be resolved, and sometimes they are easy to resolve, sometimes not, but both sides have always shown a desire to find mutually acceptable solutions and we do find them.

If Ukraine wants to join the EU and if the EU accepts Ukraine as a member, Russia, I think, would welcome this because we have a special relationship with Ukraine.

Our economies are closely linked, including in specific areas of the manufacturing sector where we have a very high level of cooperation, and having this part of indeed our economy become essentially part of the EU would, I hope, have a positive impact on the economy of Russia."

"On the other hand, we are building a common economic space with the European Union, and we believe this is in the interests of both Russia and the European Union countries and will harmonise our economic ties with Europe.

But these projects are not in contradiction with the possibility of any country joining the European Union, including Ukraine.

On the contrary, the possibility of new members joining the EU makes our projects only more realistic.

But I repeat that the plans of other countries to join the EU are not our direct affair."

Press Conference Following Talks with Spanish Prime Minister Jose Luis Rodriguez Zapatero

Þorsteinn Briem, 19.4.2015 kl. 15:03

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Við lok Kalda stríðsins gaf George Bush eldri Gorbasjof það loforð að ekki yrði seilst til hernaðarlegra áhrifa Vesturveldanna í frjálsum ríkjum Austur-Evrópu."

"The CFSP [Common Foreign and Security Policy of the European Union] sees the NATO responsible for the territorial defence of Europe and "peace-making" while since 1999 the European Union is responsible for implementation missions, such as peace-keeping and policing of treaties etc."

Common Foreign and Security Policy of the European Union

Þorsteinn Briem, 19.4.2015 kl. 15:13

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2014:

"Fyrr um daginn tók Gunnar Bragi [Sveinsson utanríkisráðherra] þátt í ráðherrafundi aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) um öryggishorfur í álfunni.

Á fundinum sagði Gunnar Bragi að innlimun Krímskaga í Rússland ógni öryggi í Evrópu.

Vísaði hann til þess að Helsinki yfirlýsingin sem er grundvöllur starfsemi ÖSE feli í sér ákveðin grundvallargildi í samskiptum aðildarríkjanna, meðal annars að virða beri sjálfstæði ríkja og fullveldi landamæra þeirra og að ekki skuli beita hernaðarafli í deilumálum.

Sagði hann grundvallaratriði að öll aðildarríki ÖSE virði þessar skuldbindingar og alþjóðalög."

Utanríkisráðuneytið - Málefni Úkraínu rædd í New York

Þorsteinn Briem, 19.4.2015 kl. 15:19

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.8.2012:

"All major political parties in Ukraine support full eventual integration into the European Union."

"The current Azarov Government continues to pursue EU-integration.

During May and June 2010 both Prime Minister Mykola Azarov and Ukrainian Foreign Minister Kostyantyn Hryshchenko stated that integration into Europe has been and remains the priority of domestic and foreign policy of Ukraine."

Ukraine-European Union relations

Þorsteinn Briem, 19.4.2015 kl. 15:21

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég get alveg tekið undir það að það sé skiljanlegt að Úkraína vilji fá aðild að Evrópusambandinu. En ég er aðeins að lýsa þeim sjónarmiðum á báða bóga í þessum deilum, sem ríkja hjá deiluaðilum. 

Ómar Ragnarsson, 19.4.2015 kl. 18:22

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rússar eru hér árásaraðilinn en ekki Evrópusambandsríkin eða Bandaríkin.

Þorsteinn Briem, 19.4.2015 kl. 18:39

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... Helsinki yfirlýsingin sem er grundvöllur starfsemi ÖSE feli í sér ákveðin grundvallargildi í samskiptum aðildarríkjanna, meðal annars að virða beri sjálfstæði ríkja og fullveldi landamæra þeirra og að ekki skuli beita hernaðarafli í deilumálum."

Utanríkisráðuneytið - Málefni Úkraínu rædd í New York

Þorsteinn Briem, 19.4.2015 kl. 18:43

10 identicon

Það er í raun ótrúlegt Ómar, að á árinu 2015, skuli ennþá vera til

þessir fornaldar fjandar, sem espa upp og reyna að rugla

almenning með þessum áróðri. Til hvers ættur Rússar að

ráðast inní Evrópu..??

Þessi geðbilaða stríðsáróðurs maskína, sem stjórnað er

meira og minna af "ekki alveg heilbrigðu fólki" heldur

að við búum ennþá í þannig umhverfi sem var fyrir

hálfri öld, og heldur að hægt sé að nota sama áróður

og var hægt þá.

Rússar hafa engvan áhuga á því að ráðast inní Evrópu.

Evrópa hefur engvan áhuga á því að ráðast inní Rússland.

Samt halda þessar tilraunir, hjá þessari vonandi síðustu

kynslóð stríðsáróðurs, að reyna að hræða almenning,

til þess eins, að fá meira fjármagn í algjörlegan

og fáránlegan stríðsrekstur, sem ekki mum skila neinu

nema hærri sköttum.

Almenningur er betur upplýstur en svo,

að þessar fáu "Kalda stríðs hræður" nái að halda

slíkum áróðri áfram.

Það er komið árið 2015..???

Ekki 1940..!!!!

Talandi um ýkjur, þá er þetta dæmið.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 20.4.2015 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband