Hið takmarkalausa skipulagsvald sveitarfélaga er vaxandi vandi.

Hið nær takmarkalausa skipulagsvald sveitarfélaga hefur lengi verið verið vandi, sem taka hefði þurft á fyrr, því að það veldur vaxandi vanda og tjóni. 

Með takmarkalítilli beitingu þessa skipulagsvalds auk túlkun friðhelgis einkaréttar út í ystu æsar hvar sem er, hefur verið vaðið oft á tðum yfir stórfellda almannahagsmuni, sem eru í vaxandi mæli fyrir borð bornir. Húnavallaleið

Tvö hliðstæð dæmi eru úr samgöngukerfinu, annars vegar höfnun gerðar hagkvæmasta vegarkafla á Íslandi sem styttir leiðina í gegnum Blönduósbæ um 14 kílómetra, - og takið efitr orðalaginu, - "í gegnum Blönduósbæ" því að hin stytta leið myndi áfram liggja á margra kílómetra kafla áfram um sveitarfélagið. 

Á rissinu á kortinu er núverandi hringvegur rauðlitaður, en hugmyndin að nýjum vegi litaður með svörtum lit. 

Enn stærra dæmi er það þegar skipulagsvald Reykjavíkurborgar er notað til þess að vaða yfir eignarrétt og hagsmuni ríkisins á flugvallarsvæðinu í Reykjavík og gegn eindregnum þjóðarvilja, sem birst hefur í skoðanakönnunum, þar sem meira að segja Reykvíkingar sjálfir vilja ekki að flugvöllurinn verði lagður niður.

Það er full ástæða til þess að gefa sveitarfélögum landsins meiri hlut í meðferð opinbers fjár og starfsemi á vegum opinberrar þjónustu og framkvæmda, og í langflestum skipulagsverkefnum landsmanna geta og eiga sveitarfélögin að ráða för.

En núverandi offors og yfirgangur gengur ekki lengur.

 

P.S. Ég var að bæta kortinu hér að ofan inn á eftirá, því að í athugasemdum við pistilinn er ég sakaður um að fara með tóma steypu varðandi legu og lengd hringvegarins um land Blönduósbæjar og um legu nýja vegarins, sem ég flutti þó fréttir um þegar fyrir 20 árum og einnig eftir það án þess að þá eða síðar kæmu fram ásakanir um fara rangt með í þessu máli hvað varðar meginatriði hugsanlegar styttingar þjóðleiðarinnar. Vísa að öðru leyti til svars míns í athugasemdum.   


mbl.is Ekki tímabært að hefja framkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Enn stærra dæmi er það þegar skipulagsvald Reykjavíkurborgar er notað til þess að vaða yfir eignarrétt og hagsmuni ríkisins á flugvallarsvæðinu í Reykjavík og gegn eindregnum þjóðarvilja, sem birst hefur í skoðanakönnunum, þar sem meira að segja Reykvíkingar sjálfir vilja ekki að flugvöllurinn verði lagður niður."

Margoft sýnt hér fram á að þetta er tóm steypa hjá þér en þú lætur þér ekki segjast og lýgur hér stanslaust um þessi mál, Ómar Ragnarsson.

Skammast þú þín ekkert fyrir það?!

Þorsteinn Briem, 24.4.2015 kl. 23:04

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirskriftir varðandi Reykjavíkurflugvöll árið 2013 voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum.

Þar að auki voru þessar undirskriftir langt frá því að vera eingöngu undirskriftir Reykvíkinga og undirskriftasafnanir eru ekki kosningar, sem hafa nú þegar farið fram varðandi Reykjavíkurflugvöll.

Og ekki er kosið um nákvæmlega sama mál þar til einhverjir verða ánægðir með niðurstöðuna.

"78. gr. Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.

Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 24.4.2015 kl. 23:07

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.9.2013:

"Rétt rúmlega 20 þúsund Reykvíkingar skrifuðu undir á síðuna lending.is.

Að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns undirskriftarsöfnunarinnar höfðu 20.626 Reykvíkingar skrifað undir en um tvö prósent þeirra eru yngri en 18 ára og hafa því ekki náð löglegum kosningaaldri.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru tæplega 88 þúsund manns á kjörskrá í Reykjavík árið 2009, engar nýrri tölur er að finna á síðunni.

En ef miðað er við þær tölur má ætla að tæplega 23 prósent kosningabærra Reykvíkinga hafi skrifað undir til þess að mótmæla flutningi flugvallarins."

Þorsteinn Briem, 24.4.2015 kl. 23:11

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkomulagið sem hin svokallaða Rögnunefnd byggist á:

25.10.2013:

"Í framhaldi af undirritun meðfylgjandi samkomulags milli ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group munu ríki og Reykjavíkurborg vinna í samræmi við áður undirritaða samninga.

Undirbúningur eftirfarandi verkefna mun þegar hefjast:"

"... ii) Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári [2013]. ..."

"iii) ... Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endurbyggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má."

Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)

Þorsteinn Briem, 24.4.2015 kl. 23:13

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hættan á flugslysum er einna mest við enda flugbrauta.

Þorsteinn Briem, 24.4.2015 kl. 23:13

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 24.4.2015 kl. 23:14

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.2.2012:

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu - Stjórnarskrárvarinn eignarréttur


"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og að meina öðrum að nota hann."

Þorsteinn Briem, 24.4.2015 kl. 23:15

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins, 58%, er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.

Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.

Og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu.

Reykjavíkurborg ræður því einnig hvort fyrirferðarmikil aðflugsljós á stálbitum fyrir austur-vestur braut Reykjavíkurflugvallar yrðu reist á útivistarsvæði Reykvíkinga vestan Suðurgötu.

Einnig hvort skógur yrði felldur vegna flugbrautarinnar við austurenda hennar í Öskjuhlíð, sem einnig er útivistarsvæði Reykvíkinga.

Þar að auki er svæðið við suðurenda norður-suður brautar flugvallarins einnig útivistarsvæði Reykvíkinga.

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:

Þorsteinn Briem, 24.4.2015 kl. 23:15

9 identicon

Hversu langur er Blöndósbær? Hann er enga 14km langur því það tekur mig ca 2 mínútur að koma mér í gegnum bæinn á leiðinni norður nema ef ég stoppa í sjoppunni og kaupi mér pulsur, þá tekur það örlítið lengri tíma.cool

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.4.2015 kl. 23:16

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.

Og frá þeim tíma hefur verið 70% verðbólga hér á Íslandi.

Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 64-65

Þorsteinn Briem, 24.4.2015 kl. 23:17

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ætlunin er að byggja allt að 850 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu einu, þar af um 200 svokallaðar stúdentaeiningar og 50% íbúðanna verða tveggja herbergja en um 20% þriggja herbergja.

Árið 2013 voru opnaðir stúdentagarðar, Sæmundargarðar, við Háskóla Íslands fyrir um 300 stúdenta og reistir verða stúdentagarðar á milli Nauthólsvegar og Öskjuhlíðar í nágrenni Háskólans í Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 24.4.2015 kl. 23:18

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hlutfallslega flestir svarendur í Reykjavík vilja helst búa í vesturhluta borgarinnar, miðbæ og nærliggjandi hverfum, borið saman við núverandi búsetu, samkvæmt könnun á húsnæðis- og búsetuóskum Reykvíkinga árið 2013.

Um helmingur svarenda býst við að flytja og skipta um húsnæði innan fimm ára.

Um 87% reikna með að flytja innan borgarinnar og þar af um helmingur innan sama hverfis.

Af nýbyggingasvæðum er miðbærinn vinsælastur og næst kemur Vatnsmýri.

Þorsteinn Briem, 24.4.2015 kl. 23:19

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Merkilegt að þú hafir verið fréttamaður, Ómar Ragnarsson.

Það er stanslaust verið að leiðrétta þig með alls kyns staðreyndum en þú lætur þér ekki segjast og heldur uppteknum hætti.

Þorsteinn Briem, 24.4.2015 kl. 23:24

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Steypan" svonefnda er víst þegar ég segi: "...sem birst hefur í skoðanakönnunum..." Ég segi ekkert um undirskriftarsöfnun, aðeins um skoðanakannanir síðustu missera. Það á víst að vera "steypa" hjá mér að yfirgnæfandi meirihluti sé í skoðanakönnunum andvígur flutningi vallarins. Fróðlegt að heyra þvi haldið fram.

Rafn Haraldur talar líka um steypu hjá mér varðandi Blönduósbæ. "Hversu langur er vegurinn um land Blönduósbæjar?" spyr hann. 

Jú, hann liggur í landi sveitarfélagsins frá byggðinni á vesturbakka Blöndu um byggðina á austurbakkanum og síðan fram allan Langadal, rúmlega 30 kílómetra innan sveitarfélagsins. 

Búið er að tala ítrekað um það í bráðum 20 ár í fjölmiðlum og annars staðar að með því að fara út af núverandi hringveginum við Stóru-Giljá í Húnavatnshreppi, um 12 kílómetra fyrir sunnan Blönduós, og leggja þaðan nýjan veg í landi Húnavatnshrepps þvert yfir í Langadal og koma þar á nýrri brú yfir Blöndu inn í miðju yfirráðasvæðis Blönduósbæjar, muni þessi stytting leiðarinnar milli Reykjavíkur og Akureyrar nema 14 kílómetrum.

Með öðrum orðum væri í stað þess að koma inn í yfirráðasvæði Blönduósbæjar út við ós Blöndu, komið að sunnan inn í land Blönduósbæjar 14 kílómetrum sunnan við núverandi Blöndubrú og ekið þaðan suður Langadal í landi sveitarfélagsins.

Þetta virðist ykkur vera alveg ómögulegt að skilja en vænið mig í staðinn um að fara með fleipur.  

Við nýju brúna eða hvar sem væri á 15 kílómetra kafla innan sveitarfélagsins þar fyrir sunnan, mætti setja upp þjónustu við umferðina sem væri í landi Blönduósbæjar.  

Um þessa 14 kílómetra styttingu þjóðleiðarinnar gerði ég fréttir á sínum tíma án þess að nokkurn tíma væri talað um að sú kílómetratala eða hugmyndin um legu nýja vegarins væri "steypa" sem þyrfti að leiðrétta.

Hvers vegna hefur það aldrei verið gert fyrr en nú þegar þið tveir, Steini og Rafn Haraldur, farið að tala um steypu og leiðréttingar?

Talað er við mann eins og að maður þekki ekkert til á þessum slóðum. En það eru nú samt liðin 65 ár síðan ég stóð fyrst uppi í fjallshlíðinni fyrir ofan bæinn Hvamm í Langadal þar sem ég var í sveit í fimm sumur og horfði undrandi beint yfir til norðurenda Vatnsdalsfjalls og undraðist af hverju vegurinn lægi ekki þarna yfir í stað þess að flengjast fyrst 12 kílómetra í norður út á Blönduós og síðan 15 kílómetra í suður að Fagranesi og Hvammi.      

Ómar Ragnarsson, 25.4.2015 kl. 03:48

15 identicon

Kæri Ómar

Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Það var fyrst og síðast skipulagsvald sveitarfélags sem lengst af hefur hindrað ríkisvald í virkjun Þjórsárvera. Við lifum af flugvöll og vegspotta í Húnavatnssýslu, sem leysist einhvern veginn. En við deyjum með falli Þjórsárvera.

Vandi í samgöngumálum verður að leysast með valdi sveitarfélaga.

Kveðja Björn Þráinn

Björn Þráinn Þórðarson (IP-tala skráð) 25.4.2015 kl. 07:38

16 identicon

Úr Mánudagsblaðinu 20-05-1968

Hvaða Ómar


Rógurinn er upprunninn í


saumaklúbbum og hárgreiðslustofum


Ómar Ragnarsson ryðst fram á ritvöllinn í blaði ungra

stuðningsmanna Gunnars Thoroddsens og eys úr skálum

reiði sinnar vegna rógs og óhróðurs almennings varðandi

forsetaframbjóðendur. Hafa ýmis blöð — og við fyrstir —

rætt þessi mál.

En svo kynlega vill til að fáir ef nokkrir hafa heyrt ýmsar

þær sögur sem Ómar nefnir — og undrast menn heimildir

hins unga manns.

Kunnugir hafa tjáð oss, að þ æ r séu fiestar úr „hárgreiðsIuslofu"-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

samtölum og saumaklúbbskjaftæði. Þetta

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


 


 


 


 


 


 



 


samtölum og saumaklúbbskjaftæði. Þetta


mun vera dagsanna, þyí heyrzt hefur að engar konur séu


skæðari í rógnum um báða frambjóðendur en þessar dúfur

 

 

 

xxx (IP-tala skráð) 25.4.2015 kl. 07:49

17 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég tek undir það, Björn Þráinn, að til eru dæmi um það að heimamenn stóðu vaktina vel. Besta dæmið um það var framtak landeigenda á Mývatns- og Laxársvæðinu 1970. En virkjana- og mannvirkjafíklar lærðu af því máli, að þeir reyna oft á okkar tímum að finna leiðir til að lokka landeigendur og sveitarstjórnir eins og unnt er til að víkja frá varðstöðunni um íslensk náttúruverðmæti. 

Ómar Ragnarsson, 25.4.2015 kl. 08:20

18 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þú veist það fullvel Ómar, að þegar vísað er til þess að vegarstæðið sem þú nefnir liggi ekki um "Blönduósbæ", er verið að vísa til byggðakjarnans þar sem þjóðvegurinn liggur nú, og alla þjónustuaðila er að finna. Það er útúrsnúningur hjá þér að vísa til landssvæði sveitarfélagsins í heild sinni.

Þú setur ofan við svona málflutning.

Erlingur Alfreð Jónsson, 25.4.2015 kl. 13:16

19 Smámynd: Högni Elfar Gylfason

Kæri Ómar.

Ég er þeirrar skoðunar að þjóðvegur eitt sé og eigi að vera til þess að tengja saman byggðir landsins og sé þannig til hagsbóta fyrir sem flesta Íslendinga en ekki eingöngu Reykvíkinga og Akureyringa.  Á hinn bóginn er eðlilegt að reyna að bæta við vegum sem hafa sérstakt gildi s.s. mikla þjóðhagslega hagkvæmni.  Undir það gæti til dæmis flokkast vel uppbyggður og malbikaður vegur frá suðurlandi, yfir Kjöl og niður í Skagafjörð.  Slíkur vegur myndi taka töluvert mikið af þungaumferð þeirri sem lemur þjóðveg eitt flesta daga ársins og þar með minnka slit og slysahættu á honum.  Þá yrði hann mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf á norður- og suðurlandi.  Þá myndi aðgengi ferðafólks að hálendinu stórlagast og náttúruvernd yrði á sama tíma í hávegum höfð þar sem ekki yrði lengur keyrt um niðurgrafna moldarslóða með tilheyrandi skemmdum og mengun.

Högni Elfar Gylfason, 26.4.2015 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband