Turninn sýnist hallast.

Eitt af því sem gerir Hallgrímskirkju skrýtna og óvenjulega er það, að frá tveimur sjónarhornum sýnist turninn hallast. 

Ástæðan er sú að á hornum turnsins liggja hinar sérkennilegu eftirlíkingar af berggöngum úr stuðlabergi lóðréttar utan á honum.

Fyrirferð þessa óvenjulega fyrirbrigðis í arkitektúr og stærð og umfang turnsins sjálfs eru einnig í ósamræmi við stærð kirkjuskipsins sjálfs sem sýnist fyrir bragðið mun minna en það raunverulega er.

Kirkjan var afar umdeild á sínum tíma og efni í hatrammar deilur, samanber ljóð Steins Steinarrs með sinni miklu háðsádeilu.

Þetta hefur átt við fleiri fræg fyrirbæri, sem Eiffelturninn, sem þótti bera borgina ofurliði og til stóð að rífa í fyrstu.

Nú held ég að enginn vilji í burtu tvö helstu kennileiti Reykjavíkur, Perluna og Hallgrímskirkju, enda báðar byggingarnar afar sérstæðar. Einkum er Perlan tákn um sömu sérstöðuna og fels í nafni Reykjavíkur, það er hverahitans.

Harpan á eftir sanna sig og er í harðri samkeppni við svipuð hús erlendis, þar sem óperuhúsið í Sidney er sennilega enn á toppnum. 

 

 


mbl.is Hallgrímskirkja meðal skrýtnustu húsa heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er rétt hjá útlendingunum.  Þessi bygging er mjög skrýtin.  

Það er ekki nýtt að útlendingum finnist þetta.  Hefur nokkrum sinnum komið fram með einum eða öðrum hætti.

Á þeirri síðu er moggi vísar til, að þá kjósa lesendur.  Þó það sé etv. ekki mörg atkvæði, - að þá er greinilegt trend að mörgum finnst þetta skondin bygging.

Íslendingar eða Reykvíkingar sjá þessa byggingu sennilega flestir allt öðruvísi en gestkomandi.

Fínt fyrir ferðamannabisnesinn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.4.2015 kl. 15:20

2 identicon

Ég veit að þetta má ekki segja og líklega verð ég kallaður "Nestbeschmutzer".

Mér finnst Hallgrímskirkja ljót, mér finnst Þjóðleikhúsið ljótt, mér finnst Perlan fyrst og fremst hlægileg og Moggahöllin viðbjóður. En Harpa er glæsileg bygging. Fallegust er samt Húsavíkurkirkja.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.4.2015 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband