Að hanga á röngu eins og hundur á roði.

Nýlega kom það í ljós í ítarlegri rannsóknarvinnu og ráðstefnu hjá Samfylkingunni að olíuvinnslustefna Íslendinga hefði í ljósi nýrrar aldar og nýjustu upplýsinga og aðstæðna verið röng og var ályktað í samræmi við það á landsfundi Sf.

Fram að því hafði alveg láðst að taka neina djúpa athugun og umræðu um þetta mikilsverða mál.  

Þá brá svo við að upp hófst mikið ramakvein yfir því að vikið væri frá hinni gömlu stefnu, jafnvel þótt ekki væri nema í því að hafa það er sannara reyndist og taka mið af því eftir föngum.

Það er lenska hér á landi að álykta sem svo að hafi einhver einhvern tíma sagt eða gert eitthvað sem síðar hefur komið í ljós að var vanhugsað, þá beri viðkomandi að hanga á hinu ranga eins og hundur á roði á hverju sem gengur.

Einnig það að öllu máli skipti hver segi eða geri eitthvað en ekki hvað hann geri eða segi.  


mbl.is Vildi loka flugbrautinni sem ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband