"Íslenskt" umhverfi í Finnmörku.

Það er afar löng leið og seinfarin að aka frá Osló norður til nyrsta hluta Noregs. Gera verður ráð fyrir að minnsta kosti tveimur auka akstursdögum miðað við álíka vegalengd á Íslandi. 

Þeir sem býsnast mest yfir íslenska vegakerfinu ættu að fara til Noregs og aka þar. 

Svo krókótt og seinfarin er þessi leið að á leið frá Finnmörku suður til Oslóar er fljótlegast að aka fyrst til austurs yfir í Svíþjóð eða Finnland og síðan aftur til vesturs yfir í Noreg sunnar í Svíþjóð til þess að vinna tíma! 

Í Finnmörku finnst manni maður oft vera kominn hálfa leið heim til Íslands, svo líkar eru aðstæðurnar víða, enda víða um að ræða litlar sjávarbyggðir með svipuð vandamál og hin íslensku. 

Eftirminnilegasti gististaðurinn í Norðurlandaferðum mínum var eldgamalt hótel í fornfálegu timburhúsi í Suður-Kjós í Finnmörku, þar sem hótelstjórinn og eigandinn var kona nálægt níræðu. 

Margt er líkt með skyldum segir máltækið og þegar komið er á land á einum ferjustaðnun norðan við Tromsö (Trumsey) blasir við tíu metra há stytta: Stærsti jólasveinn í heimi, - í miðjum júlí! 

Ég hygg að engum nema frændunum Norðmönnum og Íslendingum myndi detta svona lagað i hug. 


mbl.is Umsvif Íslendinga nyrst í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband