Hvenær flöggum við okkar fána og fána mannkyns saman?

Þegar þetta er skrifað í Hörpu stendur þar yfir morgunþing um loftslagsbreytingar á vegum Landsvirkjunar, loftslagsbreytingar sem hafa áhrif í öllum löndum heims, enda andar allt mannkyn að sér sama loftinu í meginatriðum.Hlýnun.Staðbundin

Þar birtast staðreyndir á myndum á stórri töflu sem sýna að nú eru að mestu að rætast 20 ára spár vísindamanna um afleiðingar þess að nú er komið meira koldíoxíð í lofthjúpinn en nokkurn tíma síðustu 800 þúsund ár.

Sérstaka athygli vekur nokkurs konar kuldapollur suðvestur af Íslandi, sem við höfum verið að sjá undanfarin misseri þrátt fyrir mikla hlýnun víðast annars staðar.

Nú er búið að hanna fána jarðarinnar.Gróðurhúsa..

Jarðarbúar þurfa allir, hvort sem þeim líkar betur eða verr, að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga af eigin völdum.Fáni jarðar.

Mikið væri nú gaman ef við Íslendingar yrðum fyrstir þjóða til að flagga á hátíðisdegi fána jarðarinnar við hlið okkar eigin fána.      


mbl.is Fáni fyrir plánetuna jörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað kemur fáni, sem á að hafa sama hlutverk fyrir Jörðina og þjóðfánar hafa fyrir þjóðríkin, loftslagsbreytingum við? Fáni Jarðar er fáni allra jarðarbúa, einnig þeirra sem vilja aka um  á 5 tonna bensínhákum, brenna kolum, dæla úrgangsefnum í sjóinn og virkja allt vatn sem rennur. Ætlunin er að honum sé til dæmis plantað á ókannaðar plánetur áður en námavinnsla hefst þar í nafni okkar allra.

Og hvernig getur spákort fyrir tímabilið 2081 til 2100 sýnt að gamlar spár séu að rætast þegar rauntölur úr nútímanum gera það ekki? Hver var sendur inn í framtíðina til að sækja sönnunina fyrir því að hlýnunin væri af mannavöldum?

Hábeinn (IP-tala skráð) 22.5.2015 kl. 12:45

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er nú ekki þegar til fáni/logomerki fyrir plánetuna jörð?

Þarf að finna upp hjólið aftur?

http://www.un.org/en/index.html

Jón Þórhallsson, 22.5.2015 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband