Vonandi trufla utanaðkomandi atriði ekki keppnina.

Nú er bara að krossleggja hendur og vona að atriði, sem ekki eiga að hafa áhrif á söngvakeppni, skekki ekki niðurstöðuna í Eurovision í kvöld. 

Til dæmis það að tilfinningalegar ástæður vegna stefnu Pútíns verði ekki til þess að bitna á fínu lagi Rússa. 

Ég er veikur fyrir lögum með einfaldri, einlægri og fallegri túlkun eins og í lagi Kýpur, grípandi sönglagi sem hentar vel fyrir öfluga og áhrifamikla söngvara eins og ítalska lagið býður upp á, eða skemmtilegu og vel útfærðu lagi eins og ástralska lagið er. 

Þetta er skrifað´áður en tölurnar birtast og sannleikurinn kemur í ljós. 


mbl.is Atkvæðagreiðslan í Eurovision hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta reddast allt Ómar minn.

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 23.5.2015 kl. 22:48

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, nú er þetta búið og það fór vel. 

Ómar Ragnarsson, 23.5.2015 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband