Samsæriskenningarnar lifna í vorgróandanum.

Forsætisráðherrann gaf í skyni síðastliðið haust að óháð rannsókn sem hann vitnaði í hefði leitt í ljós hinar verstu persónunjósnir og sálgreiningar á íslenskum forystumönnum. 

Í ljós kom að þetta voru orð sem aðstoðarmaður hans hafði birt algerlega órökstudd.

Nú er látið að því liggja að forystumenn knýi áfram vinnudeilur í pólitískum tilgangi.

Sem fyrr eru engin nöfn nefnd en fleiri raddir hafa verið í gangi með að flokkur, sem nær daglega er nefndur sem slíkur vesalingur að fylgið sé aðeins 12,9% er sagður bera alla ábyrgð á kjarabaráttunni.

Næsta skref verður kannski að þessi aumi flokkur hafi keyrt af stað fiskverkakonuna sem fann síg knúna til að syngja inn lag um þá niðurlægingu sem hún og fleira láglaunafólk hefði fengið að þola, þegar einn íspinni á hverja þeirra átti að sætta þær við sömu laun áfram á sama tíma og stjórnendur fyrirtækisins verðlaunuðu sig með því að skaffa sér hundruð þúsunda króna mánaðarlega launahækkun.

Og gefni væru eftir tugmilljarða skattar til sægreifa og stóriðjufyrirtækja, sem borga allt liður í engan tekjuskatt þrátt fyrir flutning á tugum milljarða króna ágóða úr landi árlega.

Nei, fólkið á að sætta sig við þetta auk ótal fleiri atriða í sama dúr, - annars er það aumt handbendi þeirra, sem "nýta aðstöðu sína í pólitískum tilgangi.   

 


mbl.is Nýtt stöðu sína í pólitískum tilgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband