Orka, beint í æð.

Kol, olíu og jarðgas eru upphaflega mynduð af sólarorku fyrri skeiða jarðsögunnar. Með því að nýta þessar orkulindir er verið að fara tiltölulega flókna leið að sólarorkunni í stað þess að fara beina leið og nýta þá orku sem sólin sendir til jarðarinnar núna á sem beinastan hátt. 

Vitað er að þessi orka er svo mikil í heildina að öll núverandi orkuþörf jarðarbúa nemur að eins örlitlum hluta hennar.

Jarðefnaeldsneytið mun þverra á þessari öld en sólarorkan verður áfram í svo langan tíma héðan í frá, að það jafngildir heilli eilífð í samanburðinum.

Nýting hennar, "beint í æð" hlýtur að verða að forgangsverkefni til þess að komast í gegnum óhjákvæmileg orkuskipti á 21. öldinni.

Eins og er, eru mestar birgðir jarðefniseldsneytsins að finna í löndum nálægt miðbaugi, enda var sólarorkan mest þar þegar þessi jarðefni urðu til.

Af því leiðir, að rétt eins og þessi suðrænu lönd hafa fengið mest af olíuorkunni, sem sólin skapaði upphaflega, í sinn hlut, munu sömu lönd væntanlega getað ausið mest af beinni sólarorku þegar nýting hennar kemst á það stig að hún verði langvænlegasti orkukostur mannkynsins.  


mbl.is Sólarorka vænlegasti kosturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki víst að jarðbundnar orkustöðvar verði hagkvæmasti kosturinn þegar þar að kemur. Eins er sólin ekki eini orkugjafinn sem til greina gæti komið. Það getur margt skeð í tækni og vísindum á yfir 50 árum.

Hábeinn (IP-tala skráð) 25.5.2015 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband